Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 30.01.2007 | 09:25Misskipting vex- hætta á hruni

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Enn dregur í sundur með fólki á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og á landsbyggðinni hins vegar. Byggðastofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gáfu út nýlega skýrslu um hagvöxt landshluta 1998 – 2004. Hún sýnir sömu þróun og aðrar skýrslur hafa meira og minna varpað ljósi á. Lífskjör á höfuðborgarsvæðinu batna mun meira en annars staðar á landinu og misskiptingin fer áfram vaxandi.

Hagvöxturinn á þessu 6 ára tímabili varð 39% á höfuðborgarsvæðinu. Meðaltalið yfir landið allt var 29% og það er sláandi að hvergi var svæði á landsbyggðinni sem náði landsmeðaltalinu. Þau voru öll undir því. Stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi gera það að verkum að hagvöxturinn varð 22% á þessu tímabili, sem er það skársta á landsbyggðinni, en er samt vel undir landsmeðaltalinu og aðeins um helmingur af hagvextinum á höfuðborgarsvæðinu.

Á Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi eystra varð hagvöxturinn frá 11 – 19% á þessum 6 árum. En á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra varð enginn hagvöxtur heldur 6% samdráttur. Þessar tölur segja skýrt hvar vöxturinn hefur verið og hvar hann hefur ekki verið. Um þrír fjórðu hlutar hagvaxtarins á höfuðborgarsvæðinu eru í þjónustu. Á Vestfjörðum hefur afli dregist saman, t.d. um fjórðung bara á árinu 1999 og á Norðurlandi vestra hefur fiskvinnsla minnkað.

Fólki fjölgar þar sem hagvöxtur er en fækkar þar sem störfum fækkar. Íbúum fækkar um 10% á Vestfjörðum á árunum 1998 – 2004 og um 6% á Norðurlandi vestra á sama tíma. Þeim fjölgar hins vegar um 10% á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er til lengra tímabils þá hefur íbúum fækkað á Vestfjörðum um 21% frá árinu 1994. Það er gríðarleg fækkun á ekki lengri tíma og líklega einsdæmi í allri Evrópu.

Þarna fer saman á stórum hluta landsbyggðarinnar að störfum fækkar eða fjölgar mun minna en á höfuðborgarsvæðinu og að tekjurnar sem menn bera úr býtum á landsbyggðinni lækka í samanburði við tekjurnar af störfunum á höfuðborgarsvæðinu.

Eignaverð dregur svo dám af þessari þróun og er nærtækast að benda á íbúðaverð. Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Fasteignamats ríkisins var meðalfasteignaverð á fermetra í sérbýli á Ísafirði aðeins um fjórðungur af verðinu í Reykjavík og verðið á Akranesi,Borgarbyggð og Skagafirði um helmingurinn af Reykjavíkurverðinu. Frá 1995 hefur íbúðaverðið hækkað um 177% á höfuðborgarsvæðinu en aðeins um 26% á Vestjörðum.

Það blasir við að hrun er framundan á veikustu svæðum landsbyggðarinnar ef þessi þróun heldur áfram. Reyndar má segja að 21% íbúafækkun á 12 árum sé ekkert annað en hrun og því má segja að hrun hafi þegar orðið sums staðar á landsbyggðinni. Það kemur líka fram í skýrslu Byggðastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að ef tekjur á mann aukist ekki meira á þeim landssvæðum en annars staðar sé freistandi fyrir fólk að flytja þangað sem tekjurnar hafa aukist meira að undanförnu.

Þetta er það sem hefur gerst og skýrslan dregur fram og það mun halda áfram að gerast og með vaxandi hraða ef stjórnvöld grípa ekki inn í atburðarrásina. Það var gert á Austurlandi með stóriðjuframkvæmdunum. Ábyrgðarleysi undanfarinna ára getur ekki haldið áfram gagnvart landsbyggðinni utan áhrifasvæðis Höfuðborgarinnar og stóriðjuframkvæmdanna.

Það þarf að bæta lífskjörin á hinum svæðunum og stjórnvöldum ber að beita sér þar með aðgerðum í atvinnu- og skattamálum samhliða jöfnun á aðstöðu í samgöngum og fjarskiptum. Vandinn hefur verið greindur, úrræðin er þekkt. Það er aðeins spurning um viljann. Hann hefur verið af skornum skammti og það er pólitísk aðgerð að breyta því.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli