Frétt

bb.is | 30.01.2007 | 06:16Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi allur

Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi var mikils metinn í baráttu sinni gegn fíkniefnum.
Fíkniefnaleitarhundurinn Bassi var mikils metinn í baráttu sinni gegn fíkniefnum.

Fíkniefnaleitarhundurinn Rocky Star Black Odin Bassi dó um helgina. Bassi var þjóðþekktur ekki aðeins fyrir starf sitt við leit að fíkniefnum, heldur frekar fyrir að starfa við hlið þjálfara síns, Ísfirðingsins Þorsteins Hauks Þorsteinssonar fyrrverandi tollfulltrúa, við fíkniefnafræðslu til unglinga landsins um árabil. Bassi var sóttur til Óðinsvéa í Danmörku á vormánuðum 1997 og var farinn að starfa fyrir Tollgæsluna í Reykjavík við leit að fíkniefnum í september sama ár. Hann starfaði við fíkniefnaleit allt til ársins 2003. Þegar Bassi fór 18 mánaða í úttekt þar sem metin var hæfni hans til leitar að fíkniefnum og fékk hann einkunnina 63 af 64 mögulegum stigum. Jesper Jespersen yfirhundaþjálfari dönsku tollgæslunnar sá um úttektina sem fram fór í maí mánuði 1998 og hafði hann árið á undan haft yfirumsjón með þjálfun Bassa og umsjónarmanns hans.

Á starfsævi sinni vísaði Bassi á umtalsvert magn fíkniefna og fylgdi þjálfara sínum dyggilega bæði fyrir Tollgæsluna í Reykjavík og ýmis embætti lögreglunnar á landsvísu. Áramótin 1999 – 2000 hófst forvarnarstarf hjá Tollgæslunni og var það þróað að stórum hluta í kringum Bassa.

„Allt til ársins 2005 voru þúsundir ungmenna og foreldra þeirra um land allt sem nutu þess að sjá Bassa leika listir sínar eftir að hafa setið fyrirlestra um skaðsemi fíkniefnaneyslu. Sennilega hefur engin hundur í Íslandsögunni verið faðmaður og elskaður af jafnmörgum og hann“, segir í tilkynningu

Margt hefur breyst síðan Bassi hóf störf við fíkniefnaleit og nú eru hundarnir orðnir mun fleiri og þjálfun þeirra og umsjónarmanna þeirra er löng og ströng og miklar kröfur gerðar til þjálfara og leitarhunda. Þau sem vinna við þjálfun og umsjón fíknefnahunda vinna mikið óeigingjarnt starf sem í raun veru varir 24 stundir á sólarhring. Þau og leitarhundarnir eiga miklar þakkir skildar fyrir starf sitt.

thelma@bb.isbb.is | 27.10.16 | 07:32 Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með frétt Hrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli