Frétt

mbl.is | 29.01.2007 | 08:29Mótsmetum rigndi í Laugardalslauginni

Hvorki fleiri né færri en 21 mótsmet var slegið á alþjóðlegu sundmóti, sem sundfélagið Ægir stóð fyrir í Laugardalslauginni um helgina. Vissulega létu Íslandsmetin á sér standa en það má teljast eðlilegt því flestir keppendur miða æfingaáætlun sína við að ná fram sínu besta á Íslandsmótinu í mars. Það kom samt ekki í veg fyrir að Erla Dögg Haraldsdóttir væri innan við sekúndu að ná lágmörkum í 200 metra fjórsundi fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Ástralíu á þessu ári. Fjöldi öflugra erlendra sundmanna lét líka ljós sitt skína. Alls spreyttu 240 keppendur sig á mótinu, þar af 55 erlendir og allir þeir bestu af Íslandi voru með, nema hvað Örn Arnarson var við keppni í Lúxemborg. Mót Ægis hefur farið fram í tæplega 20 ár, þar af þrjú síðustu innanhúss enda hafa flestir bætt sig.

Ekki skemmdi fyrir að fá fjölmarga erlenda gesti til að skerpa enn frekar á keppnisandanum, sem aftur skilaði sér í fjölda mótsmeta. Þar af slógu Erla Dögg og Árni Þór Árnason tvö hvor og Jakob Jóhann Sveinsson eitt. Það hékk fleira á spýtunni því Landsbankinn gaf 5 af stigahæstu sundmönnunum á mótinu rúmlega 200 þúsund í verðlaun, en í þann flokk komust Jakob Jóhann og Erla Dögg, Jakob Jóhann fyrir 1.03:61 í 100 m bringusundi og Erla Dögg fyrir 2.21:53 í 200 metra fjórsundi.

"Ég er ágætlega sátt en ekki samt alveg, náði ekki því sem ég ætlaði mér en bætti mig þó, ætlaði að reyna ná inn á heimsmeistaramótið í 200 metra fjórsundi en var 0,8 sekúndur frá því," sagði Erla Dögg úr ÍRB en hún fór 200 metrana á 2.21:53 sekúndum. Hún hefur miðað æfingar við að ná þessu lágmarki og ekki létt á æfingum enda var þetta síðasta mótið til að brjóta ísinn. "Ég ætlaði að ná lágmörkum en keyra svo upp fyrir Íslandsmeistaramótið en nú stefni ég bara á að gera vel þar. Svo er stefnan sett á Smáþjóðaleikana í júní og síðan Ólympíuleikana 2008 enda færist ég nær því að ná lágmörkum á það, sem er mitt langtímamarkmið. Ég bjóst við að fá meiri keppni frá erlendu keppendunum í 200 metra fjórsundi en úr því varð ekki."

Búist var við miklu einvígi milli Jakobs Jóhanns og Alexander Dale Oen frá Noregi, sem hafði þó betur í bringusundinu. "Ég vildi meira," sagði Jakob Jóhann úr Ægi eftir mótið. "Alexander er betri í 50 og 100 metrunum en ég í 200 metrunum. Þar lét ég hann fara of langt fram úr mér í byrjun og reyndi of mikið á mig síðustu 50 metrunum, spólaði of mikið. Ég keppti við hann fyrir tveimur vikum, hef gert það undanfarið og geri fram að heimsmeistaramóti svo að stefnan er sett á að bæta sig. Það var gott að hafa hann með á þessu móti því ég þarf að læra keppa við sterkan andstæðing, ég verð oft pirraður þegar ég er með einhvern fyrir framan mig og þarf að læra að keppa við betri andstæðing," bætti Jakob Jóhann við. Hann ætti að ná enn betri tíma áður en kemur að heimsmeistaramótinu í Ástralíu í lok mars.

"Ég miða æfingar við heimsmeistaramótið og er í þungum æfingum núna en fer að létta þær í febrúar. Ég bjóst auðvitað við mótsmetum því mótið er sífellt sterkara og fleiri betri mótsgestir. Við hittumst oft á erlendum mótum, svo ég þekki þá flesta," sagði Jakob Jóhann.

Martina Moravcova frá Slóvakíu var talin einna frægust gesta á sundmóti Ægis um helgina. Hún hefur tæplega 70 sinnum staðið í efsta sæti á verðlaunapalli á stórmótum. "Ég er ánægð með þetta mót, það hefur verið nokkuð gott fyrir mig. Ég hef náð góðum tímum miðað við þennan árstíma. Ég er í stífum og þungum æfingum auk þess að hafa verið meidd á öxl. Ég átti ekki endilega von á betri tímum. Það var erfitt að beita öxlinni í flugsundi enda var ég ekki viss um hvort ég ætti að taka þátt í því," sagði Martina eftir mótið. Hún sagði marga efnilega á mótinu en það dygði ekki eitt og sér. "Það er eflaust nóg af efnilegu fólki í lauginni en það er ekki nóg að vera efnilegur. Keppendur voru ungir og þurfa að leggja hart að sér en það er algerlega undir þeim komið hve langt þeir ná. Það tekur mörg ár að búa til góðan sundmann, mikla einbeitingu og góðan stuðning frá fjölskyldu og fleirum. Ég nýt þess enn að synda og það er nauðsynlegt, ef ekki má strax sjá það strax á tímum."


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli