Frétt

Lydía Ósk Óskarsdóttir | 27.01.2007 | 11:14Vegur frá Snæfjallströnd í Leirufjörð

Lydía Ósk Óskarsdóttir.
Lydía Ósk Óskarsdóttir.
Þann 13. apríl 2005 lagði umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar „til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt “til nauðsynlegra aðgerða til að koma vinnutæki til Leirufjarðar „enda verði allt jarðrask vegna umferðar vinnutækis til og frá Leirufirði lagfært. Umhverfisnefnd felur tæknideild að hafa eftirlit með því að frágangur verði viðunandi“.

Þrátt fyrir ítrekaðar bókanir umhverfisnefndar um málið og lengdum fresti til framkvæmdaraðila að laga það jarðrask sem varð, stendur vegurinn enn. Ég sem er sumarhúseigandi á Dynjanda í Leirufirði, taldi að bókun umhverfisnefndar á fundi þann 9. mars 2006 dygði til að klára málið, því þar kemur fram að „það jarðrask, sem orðið hefur vegna vegslóðagerðarinnar ... skuli [lagfært] á komandi sumri og lokið eigi síðar en 1. ágúst 2006. “ Nú tæpu hálfu ári síðar stendur slóðinn enn. Um ókomin ár verður sár í landinu þar sem vegurinn liggur. Tjónið er hægt að lágmarka með því að lagfæra það rask sem orðið er, loka veginum og jafna út ummerki hans eins og hægt er. Það er vissulega engin leið góð í stöðunni, en að mínu mati það eina sem hægt er að gera til að vinna til baka þau spjöll sem orðin eru.

Samkvæmt bókunum umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar virðist sem það hafi ekki verið ætlun bæjarins að vegurinn yrði lagður en eftir situr ráðaleysi við að láta fjarlægja þau spjöll sem átt hafa sér stað. Við þeim sem leggja leið sína í Leirufjörð blasir vegurinn við í annars ósnortnu landi. Hann er klárlega ekki tilkominn samkvæmt þeim leikreglum sem löggjafi þessa lands kveður á um. Vegurinn hefur hvorki ratað inn á aðal- né deiliskipulag, enda slík plögg ekki frágengin fyrir svæðið. Hann hefur heldur ekki farið í gegn um ferli formlegs umhverfismats né kynningu meðal hagsmunaaðila.

Virði lands er háð ýmsum þáttum og er aðgengi á bílum klárlega einn af þeim. Ég met það meira að njóta kyrrðar og ósnotinnar náttúru í Leirufirði en að komast þangað akandi. Ég er ekki ein um þá skoðun að bílaleysið sé einn af mörgum kostum svæðisins, því kyrrðin sem bílleysinu fylgir er stór hluti þess að njóta alls sem náttúran býður upp á. Sá gjörningur Ísafjarðarbæjar að heimila flutning vinnutækis inn á svæðið, án þess að eftirlit sé haft með því raski sem af þeim flutningi hlaust, hefur breytt þeim forsendum sem ég hef fyrir nýtingu svæðisins. Upplifun mín og allra þeirra sem Jökulfirði heimsækja verður ekki sú sama.

Þrátt fyrir að ekki sé lokið vinnu við svæðis- og deiliskipulag Grunnavíkurhrepps taldi ég, eins og margir aðrir, að engin áform væru uppi um vegalagningu á svæðinu. Þessu er meðal annars haldið fram í ljósi umræðna undanfarinna ára um að friðlandið á Hornströndum verði stækkað. Í öllu falli treysti ég á, að við skiplagningu svæðisins verði farið að leikreglum og lögum þessa lands.

Ég skora á Bæjarstjórn Ísafjarðar að framfylgja þeim fyrirmælum sem umhverfisnefnd bæjarins lagði til fyrir flutningi jarðvinnutækis í Leirufjörð og að fjarlægð verði ummerki um ofangreinda veglagningu strax í byrjun næsta sumars. Það eina sem þarf til er röggsemi við að framfylgja settum fyrirmælum, þannig er hægt að lágmarka skaðann sem orðinn er.

Lydía Ósk Óskarsdóttir,
Digranesvegi 77, 200 Kópavogur.


bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli