Frétt

mbl.is | 26.01.2007 | 08:17Rúmlega 250 manns sátu stofnfund Landssamtaka

Rúmlega 250 manns sátu stofnfund Landssamtaka landeigenda á Íslandi sem lauk nú fyrir stundu. Þar var samþykkt ályktun hljóðar á þá leið að þjóðlendulögunum verði breytt strax á þá leið að jörð með athugasemdalausu þinglýstu landamerkjabréfi verði eignarland. Auk þess að afréttir verði ekki gerðar að þjóðlendum. Guðný Sverrisdóttir, sveitastjóri Grýtubakkahrepps, var kjörin formaður samtakanna.

Guðný sagði, í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins, að stjórnin muni hittast í næstu viku og að stefnt sé að því að fá fund með forsvarsmönnum ríkisvaldsins og fjármálaráðherra. „Ég vil trúa því að hann (Árni Mathiesen fjármálaráðherra), muni koma til með að skilja þetta mál,“ segir Guðný og bætir því við að hún sé bjartsýn á framhaldið. „Ég hef alveg trú á því að þetta sé leikur sem við vinnum.“

Guðný segir að það sé ljóst að þetta muni verða kosningamál í vor. „Kannski var það byrjunin á þessu að það var utandagsskrárumræða um þetta á Alþingi í dag. [...] Ég fullyrði það að hún hefði ekki orðið ef að það væri ekki verið að stofna þessi samtök,“ sagði Guðný.

Aðalstjórn samtakanna skipa þau Guðný Sverrisdóttir, sem er jafnframt formaður sem fyrr segir, Ólafur H. Jónsson, Reykjavík, Örn Bergsson, Jóhannes Kristjánsson og Gunnar Sæmundsson.

Varastjórn skipa þau Jóhannes Sigfússon, Hrafnkell Karlsson, Aðalsteinn Jónsson, Anna Guðrún Edvardsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson.

Kjörnir skoðunarmenn eru þeir Guðmundur Malmquist og Eiríkur Blöndal.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á stofnfundinum:

„Stofnfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi, í Sunnusal Hótels Sögu 25. janúar 2007, skorar á ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að lögum um þjóðlendur nr. 58/1998 verði breytt þegar í stað á þann veg að land, sem samkvæmt þinglýstu landamerkjabréfi og/eða heimildarskjali, þar á meðal fyrirvaralausu eignarafsali frá ríkinu, tilheyrir tiltekinni jörð, jörðum, upprekstrarfélagi, fjallskiladeild, sveitarfélagi eða annars konar lögpersónu, skuli teljast eignarland. Sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrði fyrir því.

Fundurinn mótmælir harðlega túlkun og framkvæmd þjóðlendulaganna af hálfu ríkisvaldsins enda er þar gengið gegn þeim skilningi sem lagður var í tilgang laganna á Alþingi og utan þess á sínum tíma. Má þar nefna að ríkið gerir kröfur langt út fyrir miðhálendi landsins, jafnvel allt í sjó fram, þrátt fyrir yfirlýstan tilgang laganna um að einungis ætti að ákveða mörk eignarlanda og þjóðlendna á miðhálendinu. Þessar kröfur eiga sér enga stoð, hvorki í þjóðlendulögunum sjálfum né í greinargerð frumvarps til þeirra laga. Þar er hvergi að finna stafkrók um að markmið ríkisins sé að sölsa undir sig þinglýst eignarlönd eða yfirleitt að ná undir ríkið sem mestu landi. Alþingismenn og ýmis hagsmunasamtök, sem fjölluðu um málið, gengu út frá að markmið lagasetningarinnar væri að gera mörk á hálendisjaðri skýrari.

Eignarrétturinn er stjórnarskrárbundinn og friðhelgur. Gegn þessum rétti er freklega gengið með ólöglegum kröfum ríkisvaldsins. Landeigendur munu verjast með öllum lögmætum ráðum, meðal annars fyrir dómstólum hérlendis og Mannréttindadómstóli Evrópu í framhaldinu, ef þörf krefur.

Framundan eru kosningar til Alþingis. Fundurinn skorar á landeigendur að halda málstað sínum hátt á lofti um allt land og krefja stjórnmálamenn um afstöðu og viðhorf til landakrafna ríkisins við hvert tækifæri sem gefst í kosningabaráttunni. Markmiðið hlýtur að vera að Alþingi breyti þjóðlendulögunum þegar í stað.“


bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli