Frétt

Sælkerar vikunnar – Hildur Elísabet Pétursdóttir og Svavar Guðmundsson | 25.01.2007 | 16:46Heimatilbúinn hvítlauksostur og saltfisksréttur

Nú eftir hátíðarnar er ekki úr vegi að bjóða upp á eitthvað örlítið léttara en reykt kjöt og rjómasósur. Sælkerar vikunnar ætla reyndar ekki að bjóða upp á forrétt enda segjast þau vera afskaplega lítið forréttafólk. „Við ætlum hins vegar að gefa uppskrift að hvítlauksosti sem var árangur mikilla tilrauna og langra vökunátta félaga okkar sem langaði í franskan Boursin-hvítlauksost en hann fékkst ekki hér á landi í þá daga. Þetta hafði hann upp úr krafsinu:“

½ dl rjómi
400 g rjómaostur
Steinselja
Hvítlaukur

Hitið rjómann að suðu í litlum potti, brytjið rjómaostinn niður í heitan rjómann, merjið hvítlauk eftir smekk hvers og eins (meira en hálfur hvítlaukur er ekki hliðhollur meltingarfærum skv. fyrrnefndum félaga). Söxuð steinselja, hálft búnt ætti að duga.
Maukið öllu saman, hitið vel og hellt aftur í formið undan rjómaostinum og kælt. Afspyrnu ágætt sem lystauki með rauðvíni og/eða bjór.

Að þessu loknu er prýðilegt að bjóða upp á saltfisk. Þessi er með sultuðum lauk og papriku og bragðast betur en á horfist við eldun.

Allur sá saltfiskur sem ætlunin er að hesthúsa, skorinn í hæfilega bita og velt upp úr hveiti. Steikið hann síðan upp úr olíu en smjör er alltaf betra og þá spörum við það ekki. Haldið heitum eða verið forsjál og eldið fiskinn síðast. Þá er það „sultan“. Í hana fer:

1 stk rauð paprika
1 stk græn paprika
2 stk rauðlaukar
½ dl hindberja- eða rauðvínsedik
2 dl sykur

Hreinsið, afhýðið eða flysjið allt sem þarf slíka meðhöndlun, brytjið síðan allt niður, smátt, stórt eða einhvern veginn. Setjið í pott ásamt lauknum og paprikunni og látið malla í 20-30 mínútur.

Sósan með þessu er aðeins öðruvísi. Í hana skal setja:

1 dl balsamedik
4 dl ólífuolíu
a.m.k. 1 msk rúsínur
a.m.k. 1 msk sólþurrkaða tómata
a.m.k. 2 msk rauðlauk, smátt saxaðan
a.m.k. 1 hvítlauksgeira, smátt saxaðan.

Mýkið rauðlaukinn og hvítlaukinn í smá olíu, brúnið ekki. Bætið balsamediki út í, látið suðuna koma upp og látið malla í nokkrar mínútur. Hellið þá restinni af olíunni út í og hitið upp og bætið þá sólþurrkuðum tómötum og rúsínum út í. Hægt er að bera þetta fram í skálum hvert og eitt eða fiskinn ofan á sultunni í formi. Það er ekkert galið að bera fram hrísgrjón með þessum rétti.

Þá er það eftirrétturinn og er hann það þyngsta í þessum pakka, verðlaunaréttur runninn undan rifjum fyrrnefnds félaga okkar. Í hann þarf:

400 g rjómaost
2 egg
8-10 msk flórsykur
1-2 tsk vanilludropa
200 g suðusúkkulaði
½ l rjóma
10-12 plötur After Eight-súkkulaði

Hrærið rjómaostinn vel eða þar til hann er kekkjalaus.
Þeytið eggin þá rækilega ásamt flórsykri og vanilludropum og blandið því saman við ostahræruna. Bræðið súkkulaðiplöturnar og hellið þeim smátt og smátt út í. Kælið um stund. 10-12 plötur After Eight kældar um stund í frysti og síðan brytjaðar nokkuð smátt og settar saman við. Rjóminn stífþeyttur og blandað varlega með skeið/sleif saman við allt hitt. Sett í skál og kælt vel. Borið fram í eftirréttaskálum. Einni plötu af After Eight stungið á hornið ofan í. Svolítil sletta af þeyttum rjóma og/eða smákúlur af vanilluís til skrauts og bragðbætis. Gott með góðu kaffi.

Um leið og við vonum að þetta bragðist sæmilega skorum við á Guðrúnu Magnúsdóttur listakokk og Einar Jónatansson yfirsmakkara í Bolungarvík að koma með krassandi matargerðartillögur.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli