Frétt

bb.is | 25.01.2007 | 16:00Skrifað undir verksamning um Djúpveg

Frá undirritun samningsins í dag þar sem saman komu fulltrúar Vegagerðarinnar, KNH og Vestfirskra verktaka ásamt samgönguráherra Sturlu Böðvarssyni.
Frá undirritun samningsins í dag þar sem saman komu fulltrúar Vegagerðarinnar, KNH og Vestfirskra verktaka ásamt samgönguráherra Sturlu Böðvarssyni.

Vegagerðin og verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar skrifuðu í dag undir verksamning um vegagerð á Djúpvegi í framhaldi af útboði sem fram fór í lok síðasta árs. Verksamningurinn tekur til 14,5 km kafla Djúpvegar milli Reykjaness og Hörtnár utarlega við vestanverðan Mjóafjörð. Verkinu á að ljúka fyrir 1. nóvember á næsta ári. Fulltrúar verktaka og Vegagerðarinnar undirrituðu verksamninginn og var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra viðstaddur. Samningurinn er með þeim stærri sem Vegagerðin hefur undirritað á síðustu misserum og er samningsupphæðin liðlega einn milljarður króna. Auk vegagerðarinnar er innifalið í verkinu að smíða þrjár brýr, þá stærstu á Mjóafirði sem yrði 130 metra löng stálbogabrú en hinar eru 60 metra brú á Reykjarfirði og 10 m brú við Vatnsfjarðarós. Brúin á Mjóafirði liggur milli lands og Hrúteyjar að austanverðu en að vestanverðu er gert ráð fyrir vegfyllingu.

Níu verktakafyrirtæki buðu í verkið. Tilboð frá fjórum voru hærri en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var liðlega 1,2 milljarðar króna. Fimm buðu lægra en kostnaðaráætlun, KNH ehf. og Vestfirskir verktakar lægst, 1.017 milljónir króna. Næst lægsta tilboðið átti Ístak, 1.050 milljónir króna. Hæstu tilboðin voru á bilinu frá 1.280 milljónir króna og uppí 1.710 milljónir.

Þegar þessum framkvæmdum lýkur seint á næsta ári ásamt lagningu bundins slitlags á kafla í vestanverðum Ísafirði verður Djúpvegur lagður bundnu slitlagi allt milli Hólmavíkur og Bolungarvíkur. Leiðin er álíka löng og núverandi leið yfir Eyrarfjall. Sú leið hefur yfirleitt verið lokuð vegna snjóþyngsla og þungatakmarkana kringum fjóra mánuði á ári. Þá hafa vegfarendur þurft að taka á sig 35 km krók út fyrir Vatnsfjarðarnes eftir mjóum og seinförnum vegi. Reykjanesleiðin liggur hins vegar meira og minna með ströndum fram og er því snjóléttari og er það ástæða þess að sú leið er valin. Á Vatnsfjarðarhálsi, milli Mjóafjarðar og Vatnsfjarðar, fer vegurinn mest í 90 m hæð yfir sjó. Vegalengdin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um Steingrímsfjarðarheiði verður 496 km.

Þá má benda á að þegar lokið verður fyrirhuguðum framkvæmdum við veg um Tröllatunguheiði og Arnkötludal, milli Reykhólasveitar og Steingrímsfjarðar, árið 2008 verður þessi leið allt milli Reykjavíkur og Ísafjarðar lögð bundnu slitlagi. Er það í samræmi við gildandi samgönguáætlun en ráðgert er að bjóða út á næstunni veginn um Tröllatunguheiði. Sé þessi leið farin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur verður vegalengdin 454 km eða 42 km styttri en leiðin um Strandir og Holtavörðuheiði.


annska@bb.isbb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli