Frétt

bb.is | 25.01.2007 | 11:32Vestfirska náttúruvörufyrirtækið Villimey slf. fær alþjóðlega vottun

Tálknafjörður.
Tálknafjörður.

Fyrirtækið Villimey slf., sem er í eigu Aðalbjargar Þorsteinsdóttur á Tálknafirði, hefur nú fengið alþjóðlega vottun Vottunarstofunnar Túns til sjálfbærrar söfnunar á villtum íslenskum plöntum. Vottunin nær til tæplega 80 ferkílómetra landsvæðis í Tálknafirði og Arnarfirði og mun Villimey slf. mun nýta villtar plöntur af svæðinu til fjölþættrar framleiðslu á lífrænum heilsuvörum, græðikremum og snyrtivörum. Vottorð þessu til staðfestingar verður afhent á Tálknafirði í Hópinu kl. 12:30 í dag. Vottunin markar tímamót að því leyti að aldrei fyrr hefur jafn stórt landsvæði á Íslandi verið vottað til lífrænnar framleiðslu. Jafnframt er vottunin áhrifarík vísbending um vakningu á landsbyggðinni þess efnis, að hreint og ómengað gróðurlendi Íslands er vannýtt auðlind, svo fremi að gætt sé sjálfbærrar nýtingar og lífrænna aðferða við öflun og meðferð hráefna. Villimey slf. er sprotafyrirtæki í nýsköpun á sviði náttúruvöruframleiðslu. Með vottun Túns er staðfest að fyrirtækið uppfyllir alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra landnýtingu, öflun lífrænna hráefna og aðgreiningu þeirra á öllum stigum úrvinnslu, geymslu og pökkunar, og um skráningu og merkingar.

Nú þegar safnar Villimey slf. a.m.k. 10 algengum tegundum villtra plantna, þar á meðal baldursbrá, brenninetlu, blóðbergi, mjaðarjurt og vallhumli. Við nýtingu landsins er þess sérstaklega gætt að söfnun fari fram fjarri mengandi starfsemi og að hún hvorki skaði framtíðar afkomu viðkomandi tegundar né raski tegundasamsetningu á svæðinu. Vottunin skapar Villimey slf. möguleika á því að hagnýta þessi hráefni við framleiðslu á ýmsum græði- og snyrtivörum sem fyrirtækið hefur unnið að þróun á undanfarin ár.

Villimey slf. á Tálknafirði bætist nú í hóp nokkurra íslenskra fyrirtækja sem hafa fengið vottun Túns til sjálfbærrar söfnunar á afurðum villtrar náttúru landsins. Enn fremur er Villimey slf. fjórða vestfirska fyrirtækið sem hlýtur slíka vottun, en fyrir í þeim hópi eru Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum, Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal, og dúnbýlið Æðey í Ísafjarðardjúpi. Allt eru þetta fyrirtæki sem framleiða verðmætar afurðir úr heilnæmum og hreinum íslenskum náttúruefnum fyrir lífræna markaði, meðal annars til útflutnings.

Eftirspurn eftir lífrænum heilsu- og snyrtivörum eykst jafnt og þétt, eins og sjá má af því að vaxandi fjöldi verslana bjóða slíkar vörur. Flestar eru þær innfluttar, en þeim fjölgar þó ört sem framleiddar eru hér á landi með lífrænum aðferðum. Lífrænar afurðir hafa þá sérstöðu á markaði að allur ferill þeirra, frá ræktun eða söfnun, til pökkunar í neytendaumbúðir, er undir eftirliti óháðs aðila, þ.e. vottunarstofu sem fylgist með því að uppruni og meðferð afurðanna sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur um lífræna framleiðslu.

thelma@bb.isbb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli