Frétt

| 11.07.2000 | 13:10Mesti afli frá upphafi

Afla landað í Bolungarvík.
Afla landað í Bolungarvík.
Sigríður Kjartansdóttir, Ísafirði, sigraði í einstaklingskeppni kvenna á aðalmóti Sjóstangaveiðifélags Ísfirðinga, sem haldið var sl. föstudag og laugardag. Afli Sigríðar reyndist 649 kg. Í öðru sæti varð Guðrún Gísladóttir, Ólafsvík (625 kg) og í þriðja sæti Kolbrún Halldórsdóttir, Ísafirði (541 kg).
Í einstaklingskeppni karla sigraði Árni Halldórsson, Akureyri (895 kg), í öðru sæti varð Valur Höskuldsson, Akureyri (891 kg) og í þriðja sæti Karl Þór Hreggviðsson, Akranesi (700 kg).

Í sveitakeppni kvenna sigraði sveit Sigfríðar Valdimarsdóttur, Akureyri (1.607 kg), í öðru sæti varð sveit Sigrúnar Baldursdóttur, Ísafirði (1.406 kg) og í þriðja sæti sveit Sigurbjargar Kristjánsdóttur, Ólafsvík (1.335 kg).

Í sveitakeppni karla sigraði sveit Árna Halldórssonar, Akureyri (2.672 kg), í öðru sæti varð sveit Þorsteins Jóhannessonar, Siglufirði (1.741 kg) og í þriðja sæti sveit Jóhannesar Hreggviðssonar, Akranesi (1.582 kg).

Aflahæsti skipstjórinn var Sveinn Björnsson og áhöfn hans á Fiskinesi með 2.245 kg eða 748 kg á stöng. Þetta er þriðja árið í röð sem Sveinn vinnur til bátsverðlaunanna. Í öðru sæti varð Þórarinn Jóhannesson á Rán og í þriðja sæti Bjarni Freyr á Sigtryggi.

Róið var frá Bolungarvík á átta bátum á veiðislóð undir Stigahlíð, Ritnum, Aðalvík og Straumnesi. Veður var með eindæmum gott og hlýtt báða dagana og sléttur sjór. Alls veiddust 8.950 fiskar sem vógu 12.675 kg, mest þorskur og ufsi en auk þess fáeinir fiskar af mörgum tegundum. Aflinn á mótinu var sá mesti frá upphafi hjá Sjóstangaveiðifélagi Ísfirðinga og samsvarar hann því að tæplega 423 kg hafi veiðst á hverja stöng að meðaltali.

Skipstjórar og aðstoðarmenn þeirra lögðu sig fram að hjálpa veiðifólkinu að taka fiska af krókum, greiða úr flækjum og gera að. Guðmundur Jakobsson skipstjóri á Neista bauð áhöfn sinni til veislu um borð, þar sem framreidd voru steikt lambalæri og rjómaterta. Veiðimenn á báti hans færðu honum blómvönd á lokahófi mótsins fyrir frábærar móttökur um borð.

bb.is | 30.09.16 | 07:50 Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með frétt Ráðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli