Frétt

mbl.is | 24.01.2007 | 16:59Ríkisstjórnin hefur samþykkt stefnu um aðlögun innflytjenda

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt stefnu um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi sem innflytjendaráð hefur unnið á undanförnum misserum. Í fréttatilkynningu segir að markmið stjórnvalda með stefnu í málefnum innflytjenda sé að tryggja sem best að allir íbúar landsins njóti jafnra tækifæra og verði virkir þátttakendur í samfélaginu og á sem flestum sviðum mannlífsins. „Í fyrsta sinn hér á landi er lögð fram heildræn stefna stjórnvalda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi“, sagði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra þegar hann kynnti stefnuna á blaðamannafundi í félagsmálaráðuneytinu í dag. „Hornsteinn hins íslenska réttarríkis er lýðræði, mannréttindi, samábyrgð og einstaklingsfrelsi. Þessi gildi eru leiðarljós í aðlögun innflytjenda að samfélaginu og samfélagsins að þeim öru breytingum sem fylgja alþjóðavæðingunni.“

Með hugtakinu innflytjandi í stefnunni er átt við þann sem fæddur er erlendis og hefur annað mál en íslensku að móðurmáli en sest að hér á landi til langframa. Í stefnunni eru sett fram markmið og tilgreindar leiðir að þeim hvað varðar íslenskunám fyrir fullorðna, miðlun og öflun upplýsinga, atvinnumál og atvinnuþátttöku, menntamál, heilbrigðisþjónustu og hlutverk sveitarfélaga þegar kemur að aðlögun innflytjenda. Fjallað er um það hlutverk stofnana á sviði almannaþjónustu að vernda lífsgæði íbúanna, jafnt á sviði heilbrigðis-, öryggis- og menntamála, velferðar og jafnra tækifæra.

„Samfélagið allt þarf að vera í stakk búið til að bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum á vinnumarkaði, í skólakerfinu, heilbrigðisþjónustunni og annarri velferðarþjónustu ríkis og sveitarfélaga“, sagði félagsmálaráðherra. „Ekki síst á tímum örrar alþjóðavæðingar er að mínu mati nauðsynlegt að gæta sérstaklega að því að mannréttindi séu virt í hvívetna og í engu slakað á þeim kröfum sem Íslendingar gera til sjálfs sín. Eins og fram kemur í stjórnarskrá lýðveldisins skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar hvívetna.“

Í stefnunni er lögð áhersla á að standa dyggilega vörð um íslenska tungu. Hún er sameign þjóðarinnar og geymir sögu hennar, menningu og sjálfsvitund. Hún er einnig tæki til félagslegra samskipta. Kunnátta í íslenskri tungu er lykillinn að íslensku samfélagi og getur ráðið úrslitum um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi.

Innflytjendaráð skipa:

Sæunn Stefánsdóttir, skipuð af félagsmálaráðherra, formaður,

Hildur Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,

Vilborg Ingólfsdóttir, tilnefnd af heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti,

Þorsteinn Davíðsson, tilnefndur af dóms- og kirkjumálaráðuneyti,

Kristín Jónsdóttir, tilnefnd af menntamálaráðuneyti, og

Tatjana Latinovic, án tilnefningar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli