Frétt

bb.is | 23.01.2007 | 10:21Með gerð jarðganga yrðu öll meiriháttar vandamál í Óshlíð leyst í einu lagi

Grein Ólafs Kristjánssonar birtist í Vestfirska fréttablaðinu 10. apríl, 1982.
Grein Ólafs Kristjánssonar birtist í Vestfirska fréttablaðinu 10. apríl, 1982.

Eins og fram hefur komið á bb.is er umræðan um samgöngubætur á vegi um Óshlíð svo sannarlega ekki ný af nálinni, og var það m.a. rifjað upp í síðustu viku að Guðmundur Kristjánsson hefði haldið því fram fyrir tæpum 25 árum að spursmálið með Óshlíðina yrði ekki leyst nema með yfirbyggingu eða jarðgögnum. Nú hefur blaðið komist yfir eintak af grein Ólafs Kristjánssonar, forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur frá 10. apríl 1982, en þar kemur ýmislegt fram sem fróðlegt er að rifja upp. Lýsir Ólafur samskiptum Ísfirðinga og Bolvíkinga, segir hrepparíginn óðum að hverfa og að allir viðurkenni orðið að óskynsamlegt sé að „dreifa þjónustu- og stjórnstöðvum um of, eða drita þeim niður af handahófi. Þannig hefur Ísafjörður orðið fyrir valinu hér á Norðursvæðinu til að vera miðdepill samgangna og samskipta, auk þess að þar hefur verið sameinast um uppbyggingu á sviði heilbrigðisþjónustu, á sviði mennta- og skólamála og annarra þátta“.

Bendir Ólafur á að við útreikning á hagnaði af samgöngubótum verði að taka inn marga þætti og nefnir m.a. þann sparnað og hagræði sem felst í samvinnu og samrekstri sveitarfélaga og hjá ríkisvaldi.

Þá segir: „Í nóvembermánuði 1981 skilaði Vegagerð ríkisins skýrslu um Óshlíð, þ.e. aukið umferðaröryggi og athugun valkosta, vil ég leyfa mér hér að kynna stuttan útdrátt úr þeirri skýrslu en þar segir m.a.: „Samgönguráðherra hefur óskað eftir því að Vegagerð ríkisins geri tillögur um úrbætur sem hefði í för með sér stóraukið öryggi vegfarenda á Djúpvegi í Óshlíð. Ferill vegarins um Óshlíð er mjög lélegur. Hefur vegurinn á undanförnum árum verið með mjög háa slysatíðni, á s.l. sex vetrum hafa fallið 467 snjóflóð á veginn, eftir því sem næst verður komist, og hætta á grjóthruni er afar mikil. Umferðarþungi um Óshlíð er talsverður, eða um 320 bílar á sólarhring að jafnaði yfir árið.

Aðallega er um þrjá valkosti að ræða, sem þó veita mismunandi mikla aukningu á umferðaröryggi:

1. a) Jarðgöng frá Seljadal að Fremra-Ósi – 135 m. kr.
b) Lagfæring vegar og breikkun vegrása frá Skarfaskeri að Seljadal – 5 m. kr.
Samtals: 140 m. kr.

2. Lagfæring vegar og gerð 3-8 m vegrása í allri Óshlíð. Uppsetning viðvörunarljósa. – 30 m. kr.
Samtals: 30 m.kr.

3. a) Lagfæring vegar og gerð 3-8 m vegrása í allri Óshlíð. Uppsetning viðvörunarljósa. – 30 m. kr.
b) Gerð vegþekja í Steinsófæru – 10 m.kr.
c) Gerð vegþekja í Ófæru með Stiga og við Hvanngjár í seinni áföngum eftir aðstæðum – 20 m. kr.
Samtals: 60 m.kr.

Valkostur 1 veitir mesta aukningu á öryggi en gera verður ráð fyrir að valkostur 3 veiti einnig mjög umtalsverða aukningu á umferðaröryggi. Mjög hæpið er að valkostur 2 veiti það öryggi sem eftir er sótst. Með hliðsjón af hinum mikla mismuni á kostnaði, leggur Vegagerð ríkisins til, að framkvæmdir verði miðaðar við valkost 3, og að áframhaldandi rannsóknir og hönnun miðist við val á þeim kosti. Með þeim valkosti er gerður sá fyrirvari, að ákvörðun um byggingu vegþekja, annarra en í Steinsófæru, verði tekin eftir að vegurinn á viðkomandi stöðum hefur verið lagfærður, þannig að unnt verði að taka tillit til þess árangurs, sem næðist með þeim aðgerðum. Kostnaður við gerð vegþekjanna er þó að fullu tekinn með í kostnaðaráætlanir.“ [Hér lýkur tilvitnun í skýrslu Vegagerðar ríkisins].

Bolvíkingar fagna því, að nú skuli hafa komið fram skýrsla um Óshlíð og umræða hafin um úrbætur er ná til lengri framtíðar. Áður en lokaákvörðun um úrbætur verður tekin er rétt að ítarleg umræða og skoðanaskipti fari fram milli aðila.

Ljóst er að valkostur 1 þ.e. jarðgöng 4,2 km frá Seljadal með útkomu nálægt Fremra-Ósi í Syðridal veitir mesta umferðaröryggið, en er um leið dýrasti kostur að mati Vegagerðarinnar. Jarðfræðilegar aðstæður til jarðgangna eru taldar vera góðar á íslenskan mælikvarða og vil ég sérstaklega vekja athygli á því mati Vegagerðar ríkisins, sem hlýtur að vera mjög þungt en það er eftirfarandi:

„Með gerð jarðgangnanna á milli Seljadals og Fremri-Óss yrðu öll meiriháttar vandamál í Óshlíð leyst í einu lagi.“

Lagfæring vegar og gerð 3-8 m vegrása í allri Óshlíð ásamt uppsetningu viðvörunarljósa vegna snjóflóða er hér afskrifuð ein sér, enda veitir þessi framkvæmd ekki það öryggi sem sóst er eftir. Valkostur 3 sem felur í sér byggingu vegþekja auk ofangreindra lagfæringa, eða tillaga Vegagerðarinnar um framtíðarlausn þarf frekari íhugunar við áður en lokaákvörðun verður tekin. Þrátt fyrir lagfæringu og byggingu vegþekja næst ekki nema um 50% umferðaröryggi eins og segir í skýrslunni: „Öll stærri snjóflóð og meiriháttar aurskriður og grjóthrun félli eftir sem áður á veginn og fram af honum að hluta til.“ Þá er réttilega bent á, að „viðhaldsþörf vegrásanna yrði veruleg, til þess að viðhalda stöðvunareiginleikum þeirra gagnvart grjóthruni og snjóflóðum.“ Virðist mér hér þurfa að gera ítarlega grein fyrir hugsanlegum viðhaldskostnaði við Óshlíð og ekki síður hvernig hugsað er að hálfu Vegagerðarinnar að umferð verði um Óshlíð á meðan á framkvæmdum stendur, en miklar og langvarandi truflanir á umferð um Óshlíð geta haft alvarlegar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt athafnalíf, verzlun og viðskipti, svo ég tali nú ekki um þá umferðarfjötra, sem óhjákvæmilega eru samfara slíkum framkvæmdum.

Það þarf því engan að undra þótt við Bolvíkingar viljum fá fram umræðu um þetta mikilsverða hagsmunamál okkar og ekki verði rasað um ráð fram. Auðvitað viðurkennum við að miklir fjármunir eru í húfi, en ef við lítum til lengri framtíðar og þess ávinnings, sem ég hefi hér að framan reynt að lýsa og á að skila sér í auknum samskiptum er álitamál hvað er dýrt og hvað er ekki dýrt.

Sú spurning hlýtur að leita á hugann, hvort annað sé réttlætanlegt fyrir næstu kynslóðir, en þeir sem nú um þessi mál fjalla og taka ákvörðun um framtíðarleið, milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, verði ekki að stíga sporið til fulls, þ.e. velja þá leið sem mest öryggi veitir, en það eru jarðgöng. Við skulum líka hafa í huga að samstarf Bolvíkinga og Ísfirðinga ræður miklu um hvernig til tekst í framtíðinni hér við norðanvert Djúp, að byggja upp atvinnu-, félags- og menningarlíf, en takist það vel munu aðrar byggðir Vestfjarða njóta þess.

Við væntum þess að umræða um þessi mál fari fram með sem mestri víðsýni, staðhættir verði vel athugaðir um leið og litið er til framtíðarinnar.“

Þá rekur Ólafur niðurstöður greinar sinnar svo:

1. Stóraukið verði fé til framkvæmda á sviði samgangna.
2. Með bættum samgöngum verði komið á auknum samskiptum og samrekstri hinna ýmsu verkefna sveitarfélaganna.
3. Tekin verði afstaða til þjónustusvæða m.t.t. samgangna.
4. Markvisst verði unnið að framkvæmdum á Óshlíð til að auka umferðaröryggi vegfarenda.
5. Metinn verði til fjár sá þáttur er flokkast getur undir sparnað og hagræði fyrir sveitarfélög og ríkisvaldið vegna aukinnar samvinnu þessara aðila.

Loks segir: „Verði af hálfu ríkisvaldsins tekið tillit til ofangreindra atriða er ég þess fullviss að sveitarfélögin verða færari en nú til að takast á við vandamál líðandi stundar og geta frekar mætt kröfum nútímans um bætta þjónustu, menningarlega uppbyggingu og atvinnulegt öryggi.“

eirikur@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli