Frétt

bb.is | 18.01.2007 | 16:40Meðlimum þjóðkirkjunnar fækkar á Vestfjörðum

Ísafjarðarkirkja.
Ísafjarðarkirkja.

Alls eru 5.754 þjóðkirkjumeðlimir í Vestfjarðaprófastsdæmi, en 6.786 íbúar búa í prófastsdæminu, samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands, og miðast þær við fyrsta desember síðastliðinn. Alls eru það því tæplega 85% af íbúafjölda. Af meðlimum þjóðkirkjunnar eru 4.443 16 ára og eldri. Alls voru búsettir 6.856 manns í Vestfjarðaprófastsdæmi þann 1. desember 2005. Þar af voru 5.939 manns skráðir í Þjóðkirkjuna, eða tæp 87%. 16 ára og eldri í þjóðkirkjunni voru 4.545. Íbúum prófastsdæmisins hefur því fækkað um rúmt prósent, en meðlimum þjóðkirkjunnar hefur fækkað rúm 3%.

Í Ísafjarðarprestakalli eru 2.665 manns í þjóðkirkjunni, en alls tilheyra 3.001 einstaklingur prestakallinu. Eru því tæp 89% í þjóðkirkjunni þar. Alls tilheyra 905 manns Bolungarvíkurprestakalli, en 757 þeirra eru skráðir í þjóðkirkjuna, eða 83,6%. Alls búa 667 manns í Patreksfjarðarprestakalli og eru 581 af þeim í þjóðkirkjunni, eða 87%. 563 manns búa í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli og eru 467 þeirra skráðir í þjóðkirkjunni, eða 83%. 529 manns búa í Staðarprestakalli og eru 397 þeirra skráðir í þjóðkirkjuna, eða 75%.

Í Þingeyrarprestakalli búa 415 manns og eru 362 þeirra skráðir í þjóðkirkjuna, eða 87%. 382 einstaklingar tilheyra Holtsprestakalli og eru 219 þeirra skráðir í þjóðkirkjuna, eða 57%. 324 einstaklingar tilheyra Reykhólaprestakalli, og eru 306 þeirra skráðir í þjóðkirkjuna, eða 94,4%.

Ríkissjóður skilar ákveðnum hluta tekjuskatts til Þjóðkirkjusafnaða, skráðra trúfélaga og Háskólasjóðs. Þessi fjárhæð nefnist sóknargjald og er það ákvarðað sem tiltekin upphæð ár hvert fyrir hvern mann sem er orðinn 16 ára 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Þegar gjaldinu er ráðstafað til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga er miðað við lögheimili og skráningu fólks í trúfélög 1. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjaldið er greitt til safnaðar þeirra sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna til skráðs trúfélags einstaklinga sem eru ekki í Þjóðkirkjunni og til Háskóla Íslands vegna einstaklinga sem standa utan trúfélaga eða eru í trúfélagi sem ekki hefur hlotið skráningu.

eirikur@bb.isbb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli