Frétt

Gunnar Þórðarson | 18.01.2007 | 09:56Vandamál Frjálslynda fokksins

Gunnar Þórðarson.
Gunnar Þórðarson.
Eftir að hafa hlustað á formann Frjálslynda flokksins í Kastljósi 17. janúar s.l., get ég ekki orða bundist. Formaðurinn, Guðjón Arnar Kristjánsson, sagði að þau mistök hafi verið gerð að opna fyrir frjálst flæði vinnuafls frá 10 nýríkjum Evrópusambandsins og því væri engin ,,pantent” lausn lengur til á ,,vandamálinu”. Eina sem hægt væri að gera úr þessu væri að færa verkalýðshreyfingunni meiri völd, væntanlega til að halda uppi lágmarkslaunum. Ég verð að lýsa yfir undrun minni á fáfræði formannsins og bolsjevískum skoðunum hans og hvernig leysa eigi ,,vandamálið”.

Í fyrsta lagi var aðeins um frest að ræða fyrir íslensk stjórnvöld. Við inntöku 10 fyrrum austantjaldsríkja ásamt Möltu og Kýpur í Evrópusambandið, var samið um frest á frjálsu flæði vinnuafls frá þessum ríkjum til ríkja Evrópsk Efnahagsvæðis (EES). Innganga ríkjanna var árið 2004 en frestur var gefinn til 2011 fyrir frjálsa för fólks, með endurskoðunarákvæði árið 2006. Rétt er að taka fram að þetta er einn hluti fjórfrelsisins sem er grundvöllur samstarfs Evrópusambandsins og samningi þess um Evrópskt efnahagssvæði sem Íslendingar eru aðilar að. Samnings sem veitt hefur Íslendingum mikinn efnahagslegan ávinning síðan hann tók gildi í ársbyrjun 1994. Samningurinn kveður á um að öll ríki ESB gangi í EES og er nýjum aðildarríkjum þeirra skylt að sækja um aðild að EES.

Það er sjálfsögð skylda Íslendinga, sem er ein ríkasta þjóð heims, að leggja sitt á vogarskálarnar til að byggja upp fyrrum kommúnistaríki og bæta þjóðum þeirra upp skaðann sem kúgun hræðilegrar hugmyndafræði hafði kostað þau. Rétt er að taka fram að Svíar opnuðu strax fyrir frjálst flæði vinnuafls frá þessum ríkum og ekkert sem bendir til þess að sú ákvörðun hafi valdið þeim erfiðleikum. En fylgja þessu erfiðleikar og eru Íslendingar að fórna einhverju fyrir ákvörðun sína?

Ég skora á formann Frjálslyndaflokksins við næstu heimsókn í kjördæmi sitt að skoða áhrif þessara ákvörðunar íslenskra stjórnvalda. Ég fullyrði að ekkert sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum væri rekið með reisn án þessa vinnuafls. Ekki væri hægt að manna frystihús og ekki heldur línubáta, sem eru uppistaða hráefnisöflunar fyrir vinnslur hér fyrir vestan. Þessi ákvörðun hefur líka haft mikil áhrif á hag innflytjenda frá þessum ríkjunum þar sem með frjálsri för gefst kostur á beinum ráðningarsambandi þeirra við atvinnurekendur. Ekki er þörf á sérsökum atvinnuleyfum sem áður komu fótum undir starfsmannaleigur. Beint ráðningasamband eykur öryggi og réttindi þessa fólks og tryggir þeim sömu kjör og innlendum starfsmönnum. Ég veit engin dæmi um starfsmannaleigur í Vestfiskum sjávarútvegi þar sem reglan þar er bein ráðning.

Það er nánast hægt að fullyrða að Vestfirðingar væru í miklum vanda án þessara starfsmanna sem reynst hafa fyrirtækjum hér afbragðs vel. Þetta er því ekki vandamál heldur tækifæri. Það tekur hinsvegar steininn úr þegar hinn frjálslyndi formaður leggur til lagasetningu til að tryggja völd verkalýðshreyfingarinnar, með það að markmiði að bjarga því sem bjargað verði. Það væri óneitanlega kalhæðnislegt ef slíkur kommúnismi ætti að koma í bakið á þessu ágæta fólki, loksins þegar það er laust undan honum og eygir von um betra líf í okkar góða landi.

Gunnar Þórðarson. Höfundur er formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli