Frétt

bb.is | 17.01.2007 | 09:39Reykjavík! hitar upp fyrir Blonde Redhead á Nasa

Hljómsveitin Reykjavík! er þekkt fyrir æsilega sviðsframkomu.
Hljómsveitin Reykjavík! er þekkt fyrir æsilega sviðsframkomu.

Ísfirska hljómsveitin Reykjavík! mun hita upp fyrir Íslandsvinina í Blonde Redhead á tónleikum þeirra síðarnefndu á Nasa í Reykjavík þann 5. apríl næstkomandi, en eins og fram hefur komið á bb.is mun Blonde Redhead heimsækja Vestfirði að loknum tónleikum í borginni og leika þá á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Reykjavík! verður þar ekki í slæmum félagsskap því hitt upphitunaratriðið er hin margfræga Kristin Hersh, sem er aðalsprauta hljómsveitarinnar Throwing Muses sem gerði góða lukku á Innipúkanum í Reykjavík í fyrra. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir m.a. um Reykjavík!: „Reykjavík! er nýjasta vonarstjarna íslenskrar tónlistar hér heima og erlendis. Strákarnir spiluðu á Eurosonic í Hollandi sl. helgi og voru viðtökurnar frábærar. Fjölmargir aðilar úr tónlistarbransanum hafa sett sig í samband við hljómsveitina eftir hátíðina og verður spennandi að sjá hvað úr verður. Þeir munu koma fram á Midem í Cannes, ByLarm í Noregi og SXSW í Bandaríkjunum en það þykir einkar góður árangur að fá að koma fram á öllum þessum viðburðum.“

Er það fyrirtækið Austur Þýskaland sem á veg og vanda að komu Blonde Redhead til Íslands, en það fyrirtæki er í eigu Gríms Atlasonar, bæjarstjóra í Bolungarvík. Grímur var staddur á tónlistarhátíðinni Eurosonic á dögunum, þar sem Reykjavík! steig meðal annars á svið, og á bloggi sínu segir hann m.a. um þá tónleika: „[D]rengirnir fóru á kostum. Þeirra langbesta gigg - mikill sviti og hiti og rokk. Fóru hamförum og höfðu eins og Pétur Ben alla á sínu bandi - og það er ekki létt í borg þar sem 180 tónleikar eru haldnir á 3 dögum og þar að auki er Reykjavík! hljómsveit sem enginn hefur heyrt í áður. Þetta var og er til fyrirmyndar.“

Eins og áður segir verða tónleikarnir þann 5. apríl á Nasa í Reykjavík, en Aldrei fór ég suður hátíðin er tveimur dögum síðar, þann 7. apríl. Hægt verður að kaupa miða á vefsíðunni midi.is, en ekki hefur enn verið opnað fyrir sölu.

eirikur@bb.isbb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli