Frétt

Stakkur 3. tbl. 2007 | 18.01.2007 | 09:17Er evran eina lausn stjórnarandstöðu?

Alþingi kom saman á mánudaginn og þar með hófst snörp lota, sem einkennast mun af kosningunum í maí. Ríkisútvarpið og frumvarp um málefni þess verður mikið fyrirferðar. Stjórnarandstaðan mun hamast á því að þar sé allt gert með öfugum klónum eins og skrattinn sjálfur ætti þar verkin. Stjórnarliðið mun benda á kostina við að gera útvarp allra landsmanna að opinberu hlutafélagi og losa það undan oki ríkisrekstrar. Vilji kjósenda er ekki mjög skýr. Hlutverk fjölmiðla hefur breyst með mikilli fjölgun þeirra.

Mörgum þykir að sönnu vænt um Ríkisútvarpið og því skal haldið fram hér að það sé fremst ljósvakamiðlanna varðandi gæði, en því skal einnig haldið fram hér að það hefur gott eitt af samkeppni. Fleiri útvörp og sjónvörp hafa ekki bætt umfjöllun um mál líðandi stundar. Hún hefur að sömu leyti þynnst út. Margir svokallaðir stjörnufréttamenn mættu muna að ,,hafa skal það sem sannara reynist”. Það gleymist oft í hita leiksins og kapphlaupi um það að vera fyrstur með fréttirnar. Fréttamenn virðast oft telja að trúnaður þeirra skuli fyrst og fremst vera við þá sjálfa. Allt skuli heimilt fyrir málstaðinn, sem oft virðist sá einn að vera fyrstur í kapphlaupinu við hina miðlana og fréttamennina. Fréttir gjalda þess. Almennileg rökræn umfjöllun hefur stundum orðið útundan, jafnvel í þáttum sem hlotið hafa verðlaun fyrir efnistök.

Kannski er það vegna þess að fjölmiðlamenn dæma hverjir aðra og tala helst hver við annan. Þeir tala þó altént málið sem þeir þykjast skilja. Almúginn verður þá að liggja óbættur hjá garði. Ekki síst verður þess vart að alvörutök skorti af hálfu fjölmiðlafólks er ræða skal stjórnmál. Sú skýring kann að vera sönn, að of margir þeirra gefi sér ekki tíma til að kynna sér baksvið þeirra mála sem rædd eru hverju sinni.

Er þá komið að fyrirsögn þessa skrifs. Af hálfu fjölmiðlunga er látið átölulaust að stjórnmálamenn ræði yfirborðskennt um upptöku evru á Íslandi og það þótt öllu sæmilega upplýstu fólki megi vera það ljóst að innganga í Evrópusambandið sé skilyrði þess að svo verði. Hvar eru gagnrýnin efnistök? Af hverju er formaður stjórnmálaflokks ekki spurður að því hvort hann haldi að upptaka evru ein og sér muni laga efnahagsástandið á Íslandi? Er það svo að fréttafólk sé svo skyni skroppið að vita ekki þessa einföldu staðreynd? Þó kemst ráðherra í ríkisstjórn upp með hafa uppi áróður átölu- og skýringalaust af hálfu þeirra sem segjast vera flytja okkur nýjar sannar fréttir með nýjum stíl. Látum nú vera að ekki sé spurt, en væri ekki lágmarkskrafa að þessi skýring fylgdi með fréttinni? Vart er það hlutverk fjölmiðla að hafa allt eftir viðmælanda sínum gagnrýnislaust, eða hvað?

Þjónar málstaður einhvers því að fjölmiðill láti í það skína að upptaka Evru bæti stjórn efnahagsmála á Íslandi? Það er öllu skynugu fólki ljóst að Evran ein og sér lækkar ekki verð matar á Íslandi. Annað þarf til. Þörf er á upplýstri umræðu um Evruna.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli