Frétt

Leiðari 3. tbl. 2007 | 18.01.2007 | 09:16Ávísað á framtíðina

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfum Öryrkjabandalagsins um að viðurkennt yrði með dómi samkomulag ÖBÍ og heilbrigðisráðherra frá 23. mars 2003, um tvöföldun lífeyris til þeirra sem metnir voru 75% örykjar. Til að samkomulagið stæðist þurfti lagabreytingar. Ráðherra hafði ekki vald til einhliða ákvörðunar um hækkun bóta. Hvað sem þessum formsatriðum líður er næsta víst að ráðherrann taldi sig hafa stuðning ríkisstjórnar og Alþingis við samninginn þegar þar að kæmi. Sú von brást.

Sagan endurtekur sig. Síðustu vikurnar hefur loforðaflaumurinn um fjárveitingar til ýmissa verkefna verið með ólíkindum. Þannig hefur eftirmaður ráðherrans, sem sitja mátti eftir með sárt ennið í öryrkjamálinu, lofað 174 nýjum hjúkrunarrýmum fram til ársins 2010 og blæs á gagnrýni um heimildarleysi ráðherra til slíkra skuldbindinga fram í tímann.

Og áfram var loforðapökkunum úthlutað. Undirskrift tveggja ráðherra er ætlað að færa kvikmyndagerðarmönnum 700 milljónir á næstu fjórum árum. Sérsambönd íþróttahreyfingarinnar eiga að fá litlar 200 milljónir á sama árafjölda; ráðherra sem þorir, segja menn þar á bæ. Háskólamenn norðan og sunnan heiða fögnuðu ákaft. Syðra ætlaði lófatakinu aldrei að linna og tár sáust á hvarmi yfir loforði um 640 milljóna króna árlegt framlag til rannsókna hjá Háskóla Íslands. ,,Stórkostlegur áfangi, mjög metnaðarfullur samningur sem unnið hefur verið mjög rösklega að,“ er mat samráðherra hins örláta. Menn kættust hins vegar ekki að sama skapi innan veggja Háskólans í Reykjavík. Þar á bæ var mönnum misboðið.

Í leiðara Morgunblaðsins um öryrkjamálið 27. nóvember 2003 sagði m.a.: ,,Stjórnmálamenn, sem í vor töldu ríkissjóð hafa nægt svigrúm, þannig að bæði væri hægt að lofa að lækka skatta og heita öryrkjum brýnum kjarabótum, geta ekki verið þekktir fyrir að seinka nú efndum loforða sinna – og raunar undirskrifaðs samkomulags. Þetta er spurning um trúverðugleika stjórnmálamanna gagnvart kjósendum sínum. Orð eiga að standa.“

Svo mörg voru þau orð Morgunblaðsins. Öryrkjadeilan snerist um 500 milljónir króna. Í undirskriftum ráðherra undanfarið felast loforð um framlög upp á marga milljarða króna. Auðvelt er að réttlæta framlög til þessara verkefna; brýn þörf er á hjúkrunarrýmum, öll viljum við veg Háskóla Íslands sem mestan, íþróttahreyfingin á eflaust allt gott skilið og íslensk kvikmyndagerð er á mikilli siglingu.

Leiðrétting á kjörum öryrkja var ekki síður brýn. Nú reynir á hvort ávísanirnar sem gefnar hafa verið út undan farið verða innleystar á gjalddaga eða hvort þær verða endursendar sem innstæðulausar líkt og ÖBÍ- ávísunin.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli