Frétt

Eggert Stefánsson | 16.01.2007 | 10:52Hvað um vesturleiðina Einar?

Eggert Stefánsson.
Eggert Stefánsson.
Þann 21. desember s.l. birtist á bb.is mikil lofgjörðargrein „Miklir framkvæmdatímar í vegagerð,“ eftir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og þingmanns NV-kjördæmis. Þar fer hann mikinn í að dásama allar þær framkvæmdir sem fram undan eru í vegabótum á Vestfjörðum. Nokkuð fyrirsjáanleg grein, ég hafði að vísu átt von á einhverri slíkri umræðu um miklar vegaframkvæmdir þegar nær drægi kosningum frá einhverjum þeim er stóðu að frestun vegaframkvæmda á síðasta ári.

Í greininni minntist Einar Kristinn á hinar ýmsu framkvæmdir; kaflann frá Hörtná í Mjóafirði að Reykjanesi, þ.m.t. þveranir á Mjóafirði og Reykjafirði, endurgerð vegarins frá Skálanesi að Eyri í Kollafirði, leiðina frá Þorskafirði að Melanesi, jarðgöng milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og leiðina um Arnkötludal. Allt eru þetta mjög þarfar og góðar framkvæmdir. Reynslan kennir okkur þó, að engu er að treysta í þessum efnum fyrr en við ökum á nýja veginum. En, það vantar eitt stórt atriði í greinina. Ég er búinn að lesa greinina nokkrum sinnum, en finn ekki orð, ekki stafkrók um vesturleiðina, þ.e.a.s. leiðina frá Dýrafirði í Vatnsfjörð.

Flokksbróðir Einars og samráðherra, Sturla samgönguráðherra hefur sagt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að, fái hann einhverju ráðið verði Dýrafjarðargöng næstu jarðgöng á landinu. Samt minnist Einar Kristinn ekki á þessa framkvæmd. Á árunum 2000-2004 var Hrafnseyrarheiði ófær 83 daga á ári að meðaltali, Dynjandisheiði 87 daga. Það sem af er þessu ári, hafa þessar heiðar verið ófærar í um það bil viku þegar þetta er skrifað og skv. upplýsingum frá Vegagerðinni s.l. fimmtudag er enginn mokstur fyrirhugaður á þessari leið á næstunni. Skv. reynslunni og með hliðsjón af áðurnefndum tölum um ófærðardaga má því gera ráð fyrir að leiðin verði ófær a.m.k. fram í mars. Nema kannski ef gerir langvarandi hláku. Því hlýt ég að spyrja: Hvað um vesturleiðina, Einar?

Fleiri en Einar Kristinn hafa undanfarnar vikur skrifað um vegamál á Vestfjörðum, t.d. Sigurður Ólafsson á bb.is þann 12. desember. Hægt er að taka undir margt sem Sigurður skrifar, m.a. þar sem hann kvartar undan því að við Vestfirðingar séum linir við að láta í okkur heyra um það ófremdarástand sem ríkt hefur lengi í vegamálum okkar. Gæti verið, að að hluta til sé ástandið eins og það er vegna þess hve lin við, hinir almennu Vestfirðingar, höfum verið að ýta á lagfæringar? Höfum við kannski alltof lengi þagað þunnu hljóði?

Á Þingeyrarvefnum (thingeyri.is) birtist grein Sigurðar Hreinssonar þann 6. janúar og síðar reyndar líka á bb.is. Prýðileg grein, m.a. með athyglisverðum upplýsingum um vegalengdir. Vil að sinni þó taka sérstaklega undir kaflann Lokaorð. Eins og töluð út úr mínum munni.

Nýlega ákvað Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, að leyfa vegagerð í Þorskafirði um Teigsskóg og þvert yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Þrátt fyrir langa bið eftir ákvörðuninni er ekki hægt annað en fagna henni þegar hún loksins kom, slík verður breytingin að koma vegum á þessum slóðum (að stórum hluta ónýtum) niður á láglendi. Nú er bara að setja undirbúning á fullt strax!

Eggert Stefánsson, Ísafirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli