Frétt

Gústaf Gústafsson | 15.01.2007 | 13:46Af flöskuhálsum, veltiferjum og þverunum

Gústaf Gústafsson.
Gústaf Gústafsson.
Nú er frost á Fróni
frömuðir rífast um veg,
hvort betri séu brýr
eða göngin hugguleg,
hvort leggja skuli veginn hátt
eða í fjöru ofurlágt,
hvort hægt sé hér að hafa skóg
en leggja veginn þó.


Já, nú hefur ráðherra vor Jónína Bjartmarz tekið af skarið og leyft vegalagningu og þverun fjarða. Loksins, loksins! Ýmsir aðilar eru ósáttir við þessa ákvörðun og hafa umhverfismál sem undirstöðu í sínum rökum. En einhvern veginn vega þau ekki þungt í mínum huga þegar ég skoða málið. því þótt ég sé bullandi umhverfissinni, þá er ég líklegast ekki blindur nema á öðru.

Í fyrsta lagi vega öryggismál vegfarenda miklu meira en kjarrið á þessu svæði, sem reyndar má rækta upp eða bæta upp, annað hvort ofar eða utar hafi menn áhuga á því. Það er skrítið að heyra alltaf í umhverfissinnum þegar um vegagerð á Vestfjörðum er að ræða, en ekki heyrist píp í þeim vegna ýmissa annarra mála s.s. eins og þegar fé er beitt á friðuðum svæðum á hinum sömu Vestfjörðum. Enginn efast í dag um gildi Gilsfjarðarbrúarinnar og þeirrar styttingar sem þar náðist. Ekki lagðist byggðin niður á því svæði! Hættu fuglar að verpa? Það held ég ekki. Náttúran lagar sig alltaf að aðstæðum og ef eitthvað er, þá er miklu meiri friður fyrir dýralífið eftir framkvæmdina.

Það er engin spurning í mínum huga að B leiðin er sú rétta í þessu máli. Fráleit finnast mér rökin um að byggð muni leggjast af s.s. í Gufudal, vegna þess að þjóðvegur 60 sé færður og lagaður. Ekki verður gamli vegurinn lagður niður meðan byggð er í þessum dölum, heldur lengist leið þeirra inn á veginn sem byggja þessa dali úr u.þ.b. 500 metrum í 7 km, en eftir að þjóðveg 60 er náð, er leiðin suður mikið styttri og greið, fyrir þá sem aðra og öryggi allra er margfalt meira.

Já, þarna er um alvöru vega – og búsetubætur að ræða fyrir allt svæðið og við skulum ekki gleyma því að ferðamenn njóta einnig góðs af þessum vegabótum. Hins vegar voru gerð meiriháttar mistök þegar ákvörðun um vegabætur og malbikun Klettsháls var ákveðin. Ef einhvers staðar átti að gera jarðgöng á suðurfjörðum Vestfjarða, þá var það gegnum Klettsháls. Þessi háls, sem kannski ætti að heita Flöskuháls eða Ófæriháls, verður strax ófær og er lang, lang, lang mesti farartálmi á allri þeirri 403 km leið sem liggur frá Patró til Reykjavíkur. Það þarf ótrúlega lítið til þess að hann sé tepptur. Þarna er og mun verða endalaus snjómokstur og allir sem um hálsinn fara að vetri eru í stórkostlegri lífshættu. Eins og Guðni nokkur Ágústsson myndi kannski orða þetta: ,,Þar sem mörg snjókorn koma saman, þar er skafl!“

Í þessari malbikunarákvörðun eru fólgin ótrúleg mistök og þar voru skammsýnir menn sem réðu ferðinni. Sé til langs tíma litið var þarna krónum kastað fyrir aura og ekkert tillit tekið til öryggisatriða íbúanna.Sama var uppi á teningnum þegar Breiðafjarðarferjan Baldur hinn nýi var keyptur. Mér er eiginlega fyrirmunað að skilja hvernig sú ákvörðun var tekin. Hverjar voru forsendurnar sem lágu að baki þessum kaupum? Átti Baldur bara að vera sumarferja? Hver tekur slíka ákvörðun? Er einhver þess umkominn að ákveða að Vestfirðingar eigi að vera innilokaðir að vetri, þurfi hvorki vörur né heldur að ferðast? Ef svo er, hver er sá hinn mikli? Býr hann kannski í Stykkishólmi? Hmmm… Er það kannski sá hinn sami og sagði: ,,Það er ótrúlegt hvað þessir Vestfirðingar þurfa mikið að þvælast suður!”.

Já, mistök á mistök ofan hafa verið gerð í sambandi við samgöngur á Vestfjörðum, en í þessu máli var að mínu mati loksins tekin ákvörðun sem skiptir okkur máli, bæði hvað varðar öryggi og gæði búsetu hér á þessu æðislega svæði sem Vestfirðir eru. Þegar þessi framkvæmd verður búin, verður enn betra að vera Vestfirðingur. Hins vegar ætti þá hið snarasta að taka ákvörðun um að bora gat á Ófæraháls/Flöskuháls, því þegar því er lokið skiptir Veltiferjan Baldur ekki eins miklu máli. Hins vegar vil ég líka fá almennilega ferju, því eins og einhver sagði: ,,Við erum löngu búin að borga fyrir þetta allt saman með vegagjaldinu, þungaskattinum og bensínokrinu”.

Jamm…, sem sagt gott! Nú er bara að kýla á framkvæmdina. Og þótt mér finnist oft að framsóknarráðherrarnir séu skrítin en jafnframt skemmtileg dýrategund, með hverja silkihúfuna upp af annarri, þá eru þeir ekki alslæmir, það sannaði Jónína Bjartmarz núna og það á kannski við þá sem eitt sinn var ritað á blað:

Ekki er allt sem sýnist
og sýnist þó flest,
og ekki vita þeir allt sem vita mest.
Samt eru sumir klókir
en fáfróðir þó
og sumir eru konur
og sumir eru menn,
því þannig var það
og er því þannig enn.


En vegaframkvæmdir á Vestfjörðum eru kannski sem hér segir: Allt og ekkert getur gerst, aldrei, alltaf eða stundum, allt eftir því hvort er eða er ekki, eða hvort einhver á eða á ekki í hlut. Ekki satt?

Gústaf Gústafsson, Patreksfirði.

bb.is | 26.10.16 | 13:24 Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með frétt Laugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli