Frétt

Sigurður Hreinsson | 11.01.2007 | 15:02Hvers virði eru 1300 manns?

Sigurður Hreinsson.
Sigurður Hreinsson.
Vegalengdir um Suðurland samanborið við Vestfirðir um Dýrafjarðar- og Dynjandisgöng.
Vegalengdir um Suðurland samanborið við Vestfirðir um Dýrafjarðar- og Dynjandisgöng.
Vegalengdir um Suðurland samanborið við Vestfirði um göng undir Kollafjarðarheiði.
Vegalengdir um Suðurland samanborið við Vestfirði um göng undir Kollafjarðarheiði.
Já, reiknið þið nú. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands þá eru Vestfirðingar 7405. Ísafjarðasýslur alls 5173 eða rétt tæp 70%. Barðastrandasýslur alls 1472 eða rétt tæp 20%. Strandasýsla alls 760 eða rétt rúm 10%. Suðursvæði sem viðbót við norðursvæði er aukning uppá 20 % sé miðað við 1300 manns. Hvað myndi það þýða fyrir Vestfirði og þá sérstaklega Ísafjörð ef markaðssvæðið myndi stækka um 1300 manns?

Samkvæmt atvinnulífskönnun sem atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar lét gera árið 2005, unnu að meðaltali nálægt 300 manns við verslun og þjónustu í Ísafjarðarbæ árið 2004. Og á vegum ríkisins unnu nálægt 320 manns. Gæti það hugsast að fjölga mætti þessum störfum um 20% með stækkun markaðssvæðis hér á Vestfjörðum? Ég ætla mér að tala varlega, og segja að 5-10% væri gott markmið og það gera á milli 30 og 60 störf.

Hinsvegar gæti dæmið líka snúið á hinn veginn, að þessi 320 störf á vegum ríkisins séu hérna staðsett vegna þess að þau eigi að þjónusta öllum íbúum Vestfjarða. Við þurfum að varast það að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi fái þá flugu í höfuðið að staðsetning þjónustunnar sé betur fyrir komið annarsstaðar, vegna þess að aðeins hluti íbúa svæðisins geta nýtt sér þjónustuna, vegna lélegra samgangna.

Staða verslunar

Það er sorgleg staða, að verslun á landsbyggðinni hefur hrakað mikið á síðari árum. Hér á norðursvæðinu er staðan hinsvegar ágæt og ræðst það af því að stórar verslunarkeðjur hafa séð sér hag í því að setja hér upp starfstöðvar og fáum við því að njóta sama verðs og íbúar á suðurhorni landsins njóta á flestum sviðum neysluvara. Sú staða er ekki á sunnanverðum Vestfjörðum, og án þess að ég lasti þá þrautseigu verslunareigendur sem þar enn tóra, þá er staðan þar sú að fólk fer annað til að versla í miklum mæli, vegna þess að verð á neysluvörum er ekki samkeppnishæft við verð í stórum verslunarkeðjum.
Þegar ekki er fært milli norður-og suður-svæða Vestfjarða fer fólk einfaldlega suður, það er staðreynd.

Vegalengdir

Það er svolítið athygglisvert að bera saman skoðanir manna á vegamálum. Á meðan að sumir aðilar lasta það mjög, að sumarleiðin um djúp skuli lengjast um heila 2,5km með þverun Mjóafjarðar, þá þykjir sama fólki boðlegt að tenging milli suður og norðursvæða Vestfjarða verði 145 km lengri leið en núverandi sumartenging. En hér koma nokkrar kílómetratölur fólki til glöggvunar:

Patreksfjörður - Reykjavíkur (eins og vegurinn er í dag)...............400 km.
Patreksfjörður - Ísafjörður (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði).........639km.
Patreksfjörður - Ísafjörður (Göng undir Kollafjarðarheiði).............317km.
Patreksfjörður - Ísafjörður (Sumarleið um Hrafnseyrarheiði).........172 km.
Patreksfjörður - Ísafjörður (Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði)..148 km.
Patreksfjörður - Ísafjörður (Dýrafjarðar- og Dynjandisgöng).........140 km.
Hvað væri nú besti kosturinn fyrir Patreksfirðinginn ?

En það eru fleiri vegalengdir sem tengja má við þessa vegagerð:
Þingeyri - Bíldudalur (Vetrarleiðin um Laxárdalsheiði og Patró)..715km.
Þingeyri - Bíldudalur (Göng undir Kollafjarðarheiði)..................392 km
Þingeyri - Bíldudalur (Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar)...............96 km
Þingeyri - Bíldudalur (Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði)...........88 km
Hvaða leið væri líklegust til að skila árangri?

Og höfum svo höfuðstaðinn með:
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir vetrarleið)................533km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og Strandir sumarleið)...............499km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og göng undir Kollafjarðah.).....467km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafj.h og Eyrarfj.)..460km
Ísafjörður – Reykjavík (Vesturleiðin í dag).......................................455km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp í dag og Arnkötludalur)......................455km
Ísafjörður – Reykjavík (Djúp sumarleið og Þorskafjarðaheiði)........439km
Ísafjörður – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarða og Dynjandisgöng)..422km

Viljandi hef ég hér ekki með hugsanlegar vegastyttingar í Reykhólahreppi enda eru þær framkvæmdir ekki komnar á fast, en þá værum við að tala um vegalengdir undir 400 km á umræddri Vesturleið.

En mig langar einnig að benda á að Ísafjarðarbær nær sunnar en Skutulsfjörður.

Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Strandir vetrarleið)........................581km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Strandir sumarleið)........................547km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og göng undir Kollafjarðaheiði).........514km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Arnkötludalur)...............................503km
Þingeyri – Reykjavík (Djúp og Þorskafjarðaheiði).........................487km
Þingeyri – Reykjavík (Vesturleiðin eins og hún er í dag)...............407km
Þingeyri – Reykjavík (Vesturleið,Dýrafjarða og Dynjandisgöng)..389km
Á milli 80 og 200 km aukakrókur þætti flestum vera full mikið.

Það verður ekki sagt að skilgreining á Kollafjarðarheiði sem tengingu milli norður og suðursvæðis sé réttlætanleg, þó leiðin sé vissulega styttri en leiðin um Laxárdalsheiði. Í þessu samhengi er rétt að benda á það að íbúar á Höfn í Hornafirði sáu ekki framtíð í að vera spyrtir við aðra íbúa á Austurlandi vegna fjarlægðar, og tilheyra þeir nú suðurkjördæmi. Þó eru ekki „nema“ 244 km á milli Egilstaða og Hafnar.

Arðsemi

Það var býsna fróðlegt að lesa greinina hans Steinþórs Bragasonar og sjá arðsemisútreikningana hjá honum. Sérstaklega fróðlegt þótti mér að sjá að gangnagerð upp á 13,5 km gæti skilað arðsemi upp á 50 milljarða á 25 árum. Þar veit ég reyndar ekki við hvaða tölur hann miðar, og ég ætla mér ekki að deila við hann um það, enda er hann mjög fróður maður og hefur kynnt sér þessi mál vel. Hinsvegar eru þessi tvenn jarðgöng sögð samtals 16,6 km í skýrslu Vegagerðarinnar; „Jarðgangnaáætlun“, frá árinu 2000. En sú leið sem ég er að benda á í þessari grein minni, er litlu lengri í jarðgangnametrum talið. Jarðgöng úr Dýrafirði og önnur áfram í Vatnsfjörð yrðu að líkindum rúmir 16 km, eða ca. 20% lengri en göngin tvö í grein Steinþórs. Þau myndu stytta leiðina suður frá Ísafirði meira en leiðin undir Kollafjarðaheiði (sjá fyrir ofan) og tengja norður og suðursvæðin saman á öruggann og samkeppnisfærann hátt. Þessi framkvæmd væri því líkleg til að skila mun meiri arðsemi, en áðurnefnd Kollafjarðarheiðar- og Eyrarfjallsgöng.

Og ætli menn sér að stytta leiðina um Djúp niður í sömu vegalengd og Vesturleiðin verður með göngum milli Dýrafjarðar og Vatnsfjarðar, þarf að gera göng sem samtals verða ca 5,5 km lengri en göng vestur. Fyrir þann mismun mætti rúmlega bora undir Klettsháls (4 km), stytta þá leið meira og fá láglendisveg suður í Dali. Hinsvegar hefur mér ekki sýnst það að arðsemisútreikningar á vegaframkvæmdum sé til þess fallið að flýta þeim. Vegaframkvæmdir á Íslandi virðast hlýta allt öðrum lögmálum.

Samgönguráðherra

Það sem pirrar mig þó mest er metnaðarleysi samgönguráðherra. Á sama tíma og tekjur ríkisjóðs hafa farið stigvaxandi, frá árinu 1999 til 2006 um heil 68%, virðist ekki vera til peningur til að gera neitt í vegamálum. Á vef FIB má sjá að tekjur ríkisins af bílum og umferð á árinu 2005 voru ríflega 47 milljarðar króna. Sama ár fóru 6,7 milljarðar í nýframkvæmdir í vegamálum og 2,8 milljarðar til viðhaldsverkefna. Í það heila renna því innan við 13% af tekjum ríkisins af bílum og umferð til nýframkvæmda í vegagerð og vel innan við 20% samanlagt til nýframkvæmda og viðhalds.

Og ekki jókst bjartsýni mín við að lesa grein Sjávarútvegsráðherra. Þar er ekki minnst einu orði á tengingu norður og suðursvæða Vestfjarða. Samt nefnist greinin „Miklir framkvæmdatímar í vegagerð”. Það er kominn tími til að skipta um og setja framkvæmdamann í Samgönguráðuneytið.

Vegagerðin

Það mætti nú alveg skrifa heila grein bara um vegagerðina, og hvernig hún hefur staðið sig sem þjónustustofnun. Það er pittur sem ég ætla mér ekki útí að sinni, en ég ætla að benda á eitt lítið dæmi. Það var þegar bóndinn á Laugarbóli í Arnarfirði lét moka Dynjandisheiðina í mars og leiðin hélst fær fram á vor. Það voru tveir skaflar sem skildu á milli norður og suðursvæðis. Þá kom ekki til tals að láta moka heiðina.

Skoðanir íbúa

Ég ætla mér að vitna hér í tvær kannanir sem fram fóru á bb.is undir liðnum; spurning vikunar.

BB miðvikudaginn 23. febrúar 2005

Hvor jarðgöngin finnst þér að ætti að koma á undan?
Alls svöruðu...............................................1.128 manns
Göng milli þéttbýlisstaða við djúp................461 eða 41%
Göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.......603 eða 53%
Alveg sama.....................................................64 eða 6%

Ef kosningin um flugvöllinn í Vatnsmýrinni hefði verið svona afgerandi þá mætti halda því fram að hún væri marktæk.

Í þeirri seinni vantar mig upplýsingar um fjölda, en hef prósentutölurnar.

BB miðvikudaginn 23. mars 2005

Myndir þú notfæra þér vesturleiðina suður til Reykjavíkur ef hún styttist í 410 km?-
Alls svöruðu 971 manns
Já...............................79%
Nei ............................14%
Óvíst............................ 7%
Ég held að þessar tölur tali sínu máli.

Framtíðarsýn

Ég lifi í þeirri von að samgönguyfirvöld fari að láta taka til sín, og leiðrétti þá tímaskekkju sem samgöngumannvirki íslendinga eru í dag. Til þess þarf mikið átak og mikla peninga. En við skulum ekki gleyma því að bifreiðaeigendur eru í dag að borga verulegar upphæðir til ríkisins, miklu, miklu hærri en renna aftur til málaflokksins. Mín framtíðarsýn á samgöngum innan Vestfjarða kallar á þrjú göng. Göngin milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar fyrst, göngin undir Dynjandisheiðina næst og síðast göng undir Klettsháls. Þetta ásamt þverun Gufu- Djúpa- og Þorskafjarða tryggja öruggar samgöngur innan fjórðungs með láglendisvegi suður í Búðardal. Með þverun Hrútafjarðar og endurbyggingu Laxárdalsheiðar og svo göng undir Bröttubrekku, liggja leiðir okkar vestfirðinga og norðlendinga saman, úr Dölunum, suður í borgina.

Ég ætla mér ekki hér að blanda mér beint inn í umræðuna um göng milli þéttbýlisstaða við Djúp, enda tel ég það vera umferðaöryggismál og hlýta öðrum lögmálum.

Lokaorð

Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun að tenging milli suður- og norðursvæða Vestfjarða er spurning um líf og dauða byggðar hér á Vestfjörðum. Það er mál sem þolir enga bið. Við erum búin að bíða alltof lengi eftir lausn á því máli, og ég er sannfærður um að sú mikla fólksfækkun sem hefur verið á svæðinu er ekki síst vegna þessarar óviðunandi tengingar. Öll samvinna fólks og fyrirtækja hefur verið un náð og miskun veðurguða og vegagerðar, það tvennt sem síst hefur verið hægt að treysta á.

En ég tel það sérstaklega mikilvægt að byrjað verði á Dýrafjarðagöngum á undan göngum til Bolungarvíkur, vegna þess að aðrir landsmenn munu ekki taka því með þögninni að tvenn göng verði í gangi hér á sama tíma. Hinsvegar er hægt að réttlæta það, vegna umferðaöryggismála, að fara í göng til Bolungarvíkur LÍKA.

Að lokum vil ég hvetja fólk til að kynna sér kortin tvö sem eiga að fylgja greininni. Um er að ræða sláandi mun á vegalengdum. Lifið heil og gleðilegt ár.

Sigurður Hreinsson, Ísafirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli