Frétt

Soffía Vagnsdóttir | 10.01.2007 | 09:56Mikill er máttur klerksins!

Soffía Vagnsdóttir.
Soffía Vagnsdóttir.
Síðustu daga hefur útkoma í skoðanakönnunum um slæmt fylgi Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi dunið í fréttum. Önnur kjördæmi hafa horfið í skuggann, – enda kannski ekki nýtt að Vestfirðir séu aðal umfjöllunarefni ef eitthvað neikvætt ber á góma. Því það er vissulega neikvætt ef Samfylkingin er hugsanlega að tapa fylgi eða heldur ekki í við það fylgi sem þegar hefur unnist. En hverju er um að kenna?

Það verður að segjast eins og er að það er fremur undarleg skýring á slakri útkomu í skoðanakönnun að þessu sinni að hægt sé að kenna um einum manni. Það var vissulega hiti í mönnum þegar prófkjör fór fram í Norðvestur kjördæmi. Allir vildu koma sínu fólki að, - einkum og sér í lagi eimdi enn eftir af því að hvert hinna gömlu kjördæma vann að því að fá “sinn” fulltrúa í eitthvert af efstu sætum listans, - enda kannski ekki vanþörf á að fá virkilegan talsmann sumra þeirra svæða sem tilheyra þessu víðfeðma kjördæmi þar sem atvinnuástand og framtíðarhorfur eru ekki með bjartasta móti á þessum síðustu og verstu tímum. Baráttan um að halda sumum byggðarlögum í byggð, við að missa ekki fólkið og við að tapa ekki störfum er sveitarstjórnarmönnum víða á svæðinu ofarlega í huga þessar vikurnar. Þá þarf góða talsmenn á Alþingi og í ráðuneytum, en ekki síst góða baráttumenn.

Það er því ekki hægt annað en að gleðjast fyrir því að Samfylkingin skuli hafa á að skipa fólki eins og Karli J. Matthíassyni sem leggja mikið á sig til að sækja fylgi fyrir Samfylkinguna. Það er sannarlega ómaklegt að núa honum því um nasir að hafa unnið heimavinnuna sína í prófkjörsslagnum. Öll samþykktum við prófkjörsleið til að setja saman listann og niðurstöðum hennar verðum við að lúta þó svo að við séum ekki öll sammála um uppröðunina. Ef óánægjuraddir heyrast er mikilvægt að þær heyrist þar sem Samfylkingarmenn eru að ráða ráðum sínum og undirbúa hinn sanna kosningaslag, en ekki að bíta hælinn hverjir af öðrum á opinberum vettvangi. Mikill væri máttur klerksins ef hann einn á sök á því að útkoman fyrir Samfylkinguna úr skoðanakönnuninni var ekki betri. Við hin í Samfylkingunni ættum að líta í eigin barm og spyrja hvað erum við að gera til að auka fylgi þess málsstaðar sem Samfylkingin stendur fyrir og hvað getum við lagt í púkkið?

Enginn á atkvæði vís. Það vita flestir. Því er það undarleg skýring að ekki megi leita að atkvæðum utan við yfirlýstan stuðningshóp Samfylkingarinnar. Ef við ætlum að ná markmiði okkar í vor segir það sig sjálft að þá verða atkvæðin að koma frá þeim sem áður hafa kosið einhvern annan. Þess vegna var klerkurinn að gera hárrétt þegar hann leitaði á fleiri mið heldur heldur en gefin til að auka afla sinn, - enda vanur trillukall samhliða göfugu preststarfi sínum í gegnum tíðina.

Það er því rétt að snúa vörn í sókn, spýta í lófana og gera eins og klerkurinn gerði, - leita á ný mið, kynna stefnu Samfylkingarinnar og selja fólki hugmyndina að hún sé besti kosturinn að kjósa á vori komanda til að tryggja Íslendingum öllum lífsgæði sem felast í mannkærleika, sanngirni, réttlæti og framsýnum hugsunarhætti. Það gerir klerkurinn ekki einsamall, - jafnvel þó máttugur sé!

Soffía Vagnsdóttir, Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli