Frétt

mbl.is | 09.01.2007 | 16:01Fangelsi fyrir árás á fyrrum eiginkonu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 400 þúsund krónur í bætur. Maðurinn var sýknaður af tilraun til nauðgunar en einn dómari af þremur skilaði sératkvæði og taldi að sakfella bæri fyrir bæði brotin og dæma manninn í 18 mánaða fangelsi.

Lögregla var kvödd í íbúð konunnar í maí árið 2005. Sagðist konan hafa verið að koma af dansleik um nóttina þegar fyrrverandi eiginmaður hennar og barnsfaðir hefði hringt dyra­bjöllu og hún boðið honum inn. Sagði konan að maðurinn hefði viljað hafa samfarir við hana en þegar hún hafnaði þeirri ósk hefði hann reiðst og bundið taubelti um háls henni og reynt að nauðga henni en ekki tekist það. Sagði konan, að maðurinn hefði haldið beltinu um háls hennar í 20-30 mínútur en síðan losað það og farið á brott.
Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa ráðist á konuna. Sagði hann þau hafa farið að deila og hann hefði misst alla stjórn og ekki muna meira eftir sér fyrr en hann hefði legið á hnjánum ofan á konunni og hún verið klemmd undir honum á stofugólfinu. Hann sagðist hins vegar ekki hafa notað belti til að herða að háls konunnar enda ekki verið með belti.

Í niðurstöðu dómsins segir, að samkvæmt vætti lækna sam­ræmdust áverkar á hálsi konunnar því að ól hafi verið hert um háls hennar í kyrkingarskyni, líkt og hún hefði haldið fram. Verði að telja sannað, að maðurinn hafi valdið konunni umræddum áverkum eftir að hann sagðist hafa misst minnið. Einnig verði að telja sannað að maðurinn hafi valdið áverkunum með belti eða annarri lykkju, sem hann brá um háls konunnar. Hafi árásin því verið sérstak­lega hættuleg vegna þeirrar aðferðar sem maðurinn beitti.

Tveir af þremur dómurum töldu hins vegar ósannað, að maðurinn hefði gert tilraun til að þröngva konunni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðismaka og vildu því sýkna manninn af þeirri ákæru. Einn dómarinn vildi sakfella manninn fyrir nauðgunartilraun.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli