Frétt

bb.is | 10.01.2007 | 06:49„Göng væru mun varanlegri og náttúruvænni.“

Frá Reykhólum.
Frá Reykhólum.

Í grein sem Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins ritar inn á visi.is í gær veltir hann upp spurningunni hvort ekki hefði raunverulega verið skoðaður sá möguleiki við vegagerðina um Vestfjarðaveg númer 60 að gera jarðgöng undir Hjalla- og Gufudalshálsa. Eins og flestum er kunnugt, þá heimilaði umhverfisráðherra á dögunum svokallaða leið B, sem áður hafði verið hafnað af Skipulagsstofnun. Finnst Kára merkilegt að gangnamöguleikinn hafi ekki komið til greina í ljósi þess ágreinings sem verið hefur um hluta vegstæðisins. Best er að leyfa orðum Kára að njóta sín. „Miklar framfarir hafa orðið í vegagerð hér á undanförnum árum, jafnframt því sem bílafjöldi og umferð hefur aukist gífurlega. Vegagerðin hefur þó hvergi nærri haldið í við þá miklu aukningu sem orðið hefur, ekki aðeins í og við höfuðborgarsvæðið, heldur um land allt svo að segja.

Sá landshluti sem hefur einna helst orðið útundan hvað varðar bættar samgöngur á landi eru Vestfirðir, þótt þar hafi töluvert verið unnið á undanförnum árum, einkum þó í Ísafjarðardjúpi og í kringum Patreksfjörð. En betur má ef duga skal. Það hlýtur að vera brýnt framtíðarverkefni að koma á heilsárshringvegi um Vestfirði og að stytta leiðina á milli höfuðborgarsvæðisins og Ísafjarðar svo sem unnt er. Einnig að tryggja umferðaröryggi í þessum landshluta, eins og með gangagerð milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Margvíslegar tillögur hafa verið lagðar fram í þessum efnum, og sumar þeirra eru nú þegar komnar á framkvæmdaáætlun hjá Vegagerðinni.

Patreksfirðingar og nágrannar þeirra hafa löngum búið við slæmt vegasamband í allar áttir, ef svo má að orði komast, og það eru ekki mörg ár síðan þeir urðu nær algjörlega að treysta á ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð að vetrarlagi til þess að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu. Þótt nú sé kominn nýr og stærri Baldur er skiljanlegt að þeir leggi áherslu á bættar vegasamgöngur í austurhluta Barðastrandarsýslu, auk þess að komast í heilsárssamband við Ísafjörð.

Bætt vegasamband vestan Þorskafjarðar hefur lengi verið á döfinni og loksins í síðustu viku sendi umhverfisráðherra frá sér úrskurð um vegstæði á þessum slóðum. Vegagerðin hafði fyrir löngu lagt fram kosti um nýjan veg og Skipulagsstofnun úrskurðað um vegstæðið fyrir nærri tíu mánuðum. Nú gerist það að umhverfisráðherra gengur gegn áliti Skipulagsstofnunar og úrskurðar að vegurinn skuli lagður samkvæmt svokallaðri B leið, í gegnum mesta skóglendi á Vestfjörðum. Umferðaröryggissjónarmið voru þar í fyrirrúmi.

Í tillögum Vegagerðarinnar var lítið sem ekkert fjallað um jarðgöng um Hjallaháls og Gufudalsháls, og má það merkilegt heita. Göng undir þessa hálsa myndu að vísu líklega vera dýrari en aðrir kostir, en á móti myndu þau leysa ýmis önnur vandamál, sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þá myndu göng líklega seinka eitthvað úrbótum á þessu svæði, en vera miklu varanlegri og náttúruvænni. Patreksfirðingar, Barðstrendingar og aðrir þeir sem eiga mestra hagsmuna að gæta myndu áreiðanlega sætta sig við einhverja bið, og allir yrðu miklu sáttari fyrir bragðið.“

annska@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli