Frétt

mbl.is | 09.01.2007 | 16:03Tíu ára drengur spyr Blair hvers vegna pabbi komi ekki heim frá Guantánamo

Tíu ára drengur, Anas el-Banna, ætlar að heilsa upp á Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að Downingstræti tíu á fimmtudag til þess að spyrjast fyrir um hvers vegna pabbi hans komi ekki heim. Faðir hans, Jamil, er fangi í Guantánamo-búðunum á Kúbu og hefur verið þar í haldi í fjögur ár. Breska dagblaðið Independent greinir frá því í dag að Jamil el-Banna var handtekinn í Gambíu ásamt félaga sínum Bisher al-Rawi. Var hann grunaður um að vera með grunsamlegan hlut í farangri sínum. Í ljós kom að um hleðslutæki var að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu.

Jamil Banna var fluttur til Guantánamo í kjölfarið. Banna þjáist af sykursýki en lögfræðingar hans segja að hann hann hafi ekki fengið viðeigandi lyf við sjúkdómi sínum og að honum hafi verið neitað um rétt fæði í búðunum. Er hann smátt og smátt að missa sjónina, samkvæmt frétt Independent.

Fyrir fjórum árum skrifaði sonur hans, Anas el-Banna, Blair bréf og spurði hvers vegna ríkisstjórn Bretlands hjálpaði pabba hans ekki að komast heim. Drengurinn fékk ekkert svar. Fyrir ári síðan skrifaði hann annað bréf og fékk svar frá utanríkisþjónustu Breta um að þar sem faðir hans sé ekki breskur ríkisborgari, þrátt fyrir að kona hans og börn séu breskir ríkisborgarar, þá gætu bresk stjórnvöld ekkert gert í málinu.

Anas el-Banna ætlar því að afhenda Blair nýtt bréf á fimmtudag þar sem hann fer fram á að búðunum við Guantánamo verði lokað. Með honum í för verður móðir hans og stuðningsmenn.

Í dag ætlar hópur að mótmæla fyrir utan breska þinghúsið þar sem farið verður fram á lausn Banna. Á morgun ætla ættingjar og vinir hans að kveikja á kertum fyrir utan bústað forsætisráðherra að Downingstræti 10. Eins ætla nokkur hundruð að mótmæla fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Lundúnum, íklæddir appelsínugulum fangabúningum líkt og fangar í Guantánamo búðunum klæðast.

Alls eru átta breskir íbúar í Guantánamo-búðunum: Jamil el-Banna. El-Banna er með jórdanskan ríkisborgararétt en bjó í Bretlandi. Hefur verið í haldi í Guantánamo frá því í mars 2003.

Binyam Mohamed sem fæddur í Eþíópíu. Hefur verið fangi í Guantánamo frá því í september 2004. Kom til Bretlands árið 1996 og sótti um hæli í Bretlandi. Fékk hæli um óákveðinn tíma. Ferðaðist til Afganistan árið 2001 og flúði þaðan til Pakistan. Var ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaáformum fyrir herrétti í Guantánamo. Réttarhöldin voru ógilt á síðasta ári.

Shaker Aamer sem er fæddur í Sádí-Arabíu. Hefur verið fangi í Guantánamo frá því í febrúar 2002. Hafði sótt um breskt ríkisfang en hann bjó í Battersea í suðurhluta Lundúna ásamt konu og fjórum börnum. Þau eru öll breskir ríkisborgarar. Aamer var handtekinn í Pakistan árið 2002 og fluttur til Guantánamo. Hann hefur verið í einangrun frá því í september 2005 en hann hefur verið í hungurverkfalli.

Bisher al-Rawi sem er fæddur í Írak. Hefur verið í Guantanamo frá því í mars 2003 en hann flúði frá Írak fyrir tuttugu árum ásamt fjölskyldu sinni til Bretlands. Var handtekinn ásamt Banni í Gambíu en þar var hann að vinna að stofnun hneturæktar.

Líbaninn Omar Degahayes hefur verið fangi í Guantánamo-búðunum frá því í ágúst 2002. Fékk breskan ríkisborgararétt eftir að hafa flúið til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni. Hann sést á myndskeiði frá þjálfunarbúðum í Tjétsníu en lögfræðingur hans heldur því fram að þetta sé ekki Deghayes sem sést á myndinni.

Ahmed Errachidi er fæddur í Marokkó. Hefur verið fangi í Guantanamo frá því í maí 2002. Starfaði sem matreiðslumaður í Lundúnum um átján ára skeið. Var handtekinn í Pakistan grunaður um hafa tekið þátt í hryðjuverkaþjálfun í júlí 2001 í Pakistan. Lögfræðingur Errachidi segir að hann hafi verið í Lundúnum þegar meint þjálfun átti sér stað. Hann er í eingrun í Guantánamo.

Ahmed Belabacha sem er fæddur í Alsír. Hann hefur verið í Guantánamo frá því í mars 2002. Býr í Bournemouth í Bretlandi þar sem hann vann hjá hótelkeðju. Belabacha var synjað um stöðu flóttamanns í Bretlandi en fékk landvistarleyfi um óákveðin tíma. Var handtekinn í Pakistan eftir að hafa flúið frá Afganistan á árinu 2001. Grunaður um að hafa tekið þátt í þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn. Hann neitar ásökunum.

Alsírbúinn Abdelnour Sameur hefur verið fangi í Guantanamo frá því í júní 2002.

Sameur fékk hæli í Bretlandi árið 2000 og bjó í Lundúnum. Fór til Afganistan árið 2001 og var skotinn í Pakistan þegar hann var að reyna að komast inn í sendiráð Alsír. Hann var handtekinn á sjúkrahúsi í Pakistan grunaður um að hafa tekið þátt í þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn en neitar sök, að því er fram kemur í Independent í dag.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli