Frétt

bb.is | 02.04.2002 | 13:34Ánægja með Skíðaviku þrátt fyrir páskahret

Mikill mannfjöldi var samankominn á skíðasvæðinu í Tungudal á föstudaginn langa.
Mikill mannfjöldi var samankominn á skíðasvæðinu í Tungudal á föstudaginn langa.
Aðsókn var góð á nýliðna Skíðaviku og til marks um það má nefna að hátt á þriðja þúsund manns voru samankomin í skíðabrekkunum þegar mest var á föstudaginn langa. Að sögn Gunnars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Skíðaviku, ríkir almenn ánægja hjá skipuleggjendum hátíðarinnar með hvernig til tókst þrátt fyrir að veður hafi komið í veg fyrir að opið væri á skíðasvæðunum á laugardag, páskadag og annan í páskum, en við það féllu niður nokkrir af helstu dagskrárliðum Skíðavikunnar. Ekki hefur frestuðum atburðum þó verið aflýst með öllu því ráðgert er að Garpamótið fræga fari fram nk. sunnudag ef veður leyfir og sömuleiðis páskaeggjamót Samskipa fyrir yngstu kynslóðina.
„Þegar upp er staðið tel ég óhætt að fullyrða að Skíðavikugestir sem og heimamenn hafi skemmt sér hið besta á Skíðavikunni þrátt fyrir að veður hafi skapað nokkur vandræði. Þegar skíðasvæðin voru opin tókst vel að draga fólk frá skíðalyftunum á háannatímanum, en tilgangurinn með atriðunum sem fara fram á skíðasvæðunum er einmitt að tryggja jafna dreifingu skíðamanna svo að biðraðir í lyfturnar verði þolanlegar,“ segir Gunnar Þórðarson og bætir við að það þjóni litlum tilgangi að ergja sig á slæmu veðri um páskahelgina því ávallt megi búast slíku um miðja vetur á norðanverðum Vestfjörðum.

Helstu nýjungar Skíðavikunnar í ár, Skíðavikuútvarpið og vefsíðan, sönnuðu gildi sitt að sögn Gunnars og auðvelduðu fólki mjög að fylgjast með því helsta sem var að gerast á hátíðinni hverju sinni. „Dagskrárgerð útvarpsins var vel heppnuð og skemmtileg á að hlýða og vefsíðan fékk um 10.000 heimsóknir meðan á skíðavikunni stóð þannig að ég tel víst að þessar nýjungar séu komnar til að vera. Þrátt fyrir að skíðasvæðin hafi verið lokuð um páskahelgina tel ég að enginn hafi þurft að láta sér leiðast því að nóg var um að vera í bænum fyrir áhugasama. Auk ýmiss konar menningarviðburða sem fólk gat sótt er skemmtilegt að segja frá því að á fjórða tug manna tók þátt í dorgveiðikeppni er fór fram á Hólmavatni við Dýrafjörð á páskadag þrátt fyrir vetrarhörku og náðu að landa nærri sjötíu kílóum af regnbogasilungi“, segir Gunnar.

Framundan hjá Skíðavikunefndinni er endurskoðunarferli þar sem farið verður vandlega yfir liðna Skíðaviku og athugað hvað hefði mátt fara betur og hvað gekk vel þannig að sníða megi af hátíðinni alla vankanta og gera hana enn betur úr garði að ári. Að sögn Gunnars verður margt athugað en eitt af því sem verður sérstaklega skoðað er eðli Skíðavikunnar og hver markhópur hennar sé. „Skíðavikan er mjög dýr hátíð og nú þarf að ákveða hvort vilji sé fyrir hendi að setja meiri peninga í hana og freista þess að draga að fleiri ferðamenn eða láta nægja að markhópurinn sé gamlir Ísfirðingar eins og verið hefur undanfarin ár. Eins þarf skipulagning Skíðavikunnar að byrja fyrr en verið hefur þar sem ljóst er að góðan tíma þarf til þess að dagskráin verði sem ríkulegust,“ segir Gunnar Þórðarson og hvetur fólk að lokum til þess að nýta sér Dalina tvo það sem af er skíðavertíðarinnar enda færi og aðstæður allar þar eins og best verður á kosið um þessar mundir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli