Frétt

mbl.is | 09.01.2007 | 08:15Með þykkan skráp

„Ég er að fara í þetta blessaða tónleikaferðalag sem ég var búinn að lofa mér í fyrir hálfu ári síðan," segir Magni Ásgeirsson sem býr sig nú undir að hita upp á 28 tónleikum hljómsveitarinnar Supernova víðs vegar um Bandaríkin og í Kanada. Magni kemur fram ásamt félögum sínum úr Rock Star þáttunum, þeim Toby Rand og Dilönu Robichaux, en það er hljómsveit Tobys, Juke Kartel, sem leikur undir. Þá kemur hljómsveit gítarleikarans Dave Navarro, The Panic Channel, einnig fram á tónleikunum.

Fyrstu tónleikarnir eru á þriðjudaginn eftir viku, en Magni fer út um helgina. "Þetta verða einhverjar sex til sjö vikur, þetta er ótrúlega þétt dagskrá," segir hann. „Við byrjum í Flórída, sem mér lýst mjög vel á, svo held ég að við færum okkur upp austurströndina, verðum með einhverja þrenna tónleika í Kanada, og færum okkur svo niður vesturströndina."


Sótti um stöðu gítarleikara
Magni segist hafa mikinn áhuga á að starfa áfram með sveitinni, og hefur því gert sérstakar ráðstafanir til þess að það gangi eftir. „Ég er búinn að sækja um sem gítarleikari í húsbandinu. Hann Jimmy [Jim McGorman] er hættur, hann er farinn að spila með Avril Lavigne," segir hann. „Þessi hljómsveit spilar náttúrulega svo lítið, og það er ekki víst að það verði önnur þáttaröð. Þannig að ég sótti bara um upp á grínið, bara til að sjá hvað þeir myndu segja," segir Magni. „Ef þeir spila með Rock Star liðinu þá syng ég bara, það er búið að tala um að gera eitthvað meira eins og við gerðum hérna heima. Síðan eru þeir að spila með mönnum eins og Paul Stanley úr Kiss og þá syngur hann náttúrulega og maður sér bara um bakraddir á meðan," segir Magni sem vonar að hann fái formlega inngöngu í sveitina, en meðlimir hennar hafa allir tekið vel í þá hugmynd.

„Þetta eru auðvitað bestu hljóðfæraleikarar sem ég hef unnið með þannig að þótt ég geti bara fengið að standa við hliðina á þeim og spila þá er mér alveg sama," segir Magni, sem er ekkert á þeim buxunum að slá í gegn í Bandaríkjunum. „Þetta er miklu meira bara upp á heiðurinn. Ég er ekki að fara til Bandaríkjanna til þess að meika það," segir Magni sem snýr aftur í mars og einbeitir sér þá að sinni gömlu sveit, Á móti sól. „Ég held að Á móti sól sé bara farin að velta því fyrir sér hvar hún ætli að spila um páskana. Það er náttúrulega hljómsveitin mín, hún er númer eitt."


Blæs á kjaftasögur
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hættu þau Magni og Eyrún Huld Haraldsdóttir saman fyrir stuttu, en fjölmargar gróusögur um ástæður skilnaðarins hafa verið á kreiki. Magni blæs á allt slíkt.

„Svo framarlega sem mín nánasta fjölskylda og vinir vita sannleikann þá er mér eiginlega alveg skítsama hvað einhverjar einmana húsmæður úti í bæ eru að slúðra um. Fyrsta reglan ef maður ætlar að verða eitthvað þekktur eða frægur, eða hvað sem maður vill kalla það, er að vita að það þýðir ekkert að berjast við kjaftasögur, það gerir hlutina bara helmingi verri," segir hann. „Þegar þetta er farið að særa þá sem eru í kringum mann þá fer þetta að verða dálítið pirrandi. Sjálfur er ég með þykkan skráp þannig að mér er slétt sama hvað er sagt um mig," segir Magni, og tekur dæmi af nýlegu atviki. „Ég stóð og spjallaði við konu frænda míns á Sólon í 20 mínútur, hún er eins og litla systir mín. Sökum hávaða þurfti ég að tala alveg upp í eyrað á henni. Á Barnalandi daginn eftir stóð að ég hefði verið með einhverri stelpu á Sólon. Þetta er svona einfalt," segir Magni að lokum.


bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli