Frétt

Halla Signý Kristjánsdóttir | 08.01.2007 | 17:47Jarðgöng Bolungarvík – Ísafjörður

Halla Signý Kristjánsdóttir.
Halla Signý Kristjánsdóttir.
Loksins er farið að hylla í að jarðgöng verði gerð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er það komið svo langt að ákvarða þarf staðsetningu gangnanna. Nú á aðventunni kom út skýrsla Vegagerðarinnar þar sem fimm mögulegar leiðir eru bornar saman er varðar jarðgöng. Um þrjá valkosti er að ræða á staðsetningu til og frá Bolungarvík. Það er tvær leiðir til Seljadals, tvær leiðir til Hnífsdals og ein leið til Tungudals í Skutulsfirði. Þegar fyrir alvöru var farið að ræða jarðgöng þá var talað mestu um tvö göng undir Óshlíð og þá yrði hlíðinni fylgt og kæmi að lokum út í Seljadal. Sem betur fer er ekki mælt með þessari leið í þessari skýrslu og hafa fleiri fræðingar stutt þá skoðun.

Við lestur skýrslunnar eru það helst tvær leiðir vera heillavænlegastar. Það eru svo kölluð Skarfaskersleið, þá er farðið inn milli Ósbæjanna í Bolungarvík og komið út við Skarfasker í Hnífsdal og hin leiðin er Bolungarvík –Tungudalur. Hinar leiðirnar hafa of marga hliðar-galla svo hægt sé að mæla með þeim.

Þegar ákveðið var að ráðast í jarðgöng á milli þessara staða var aðalástæðan að tryggja öryggi vegfaranda á þessari leið. Óshlíðarvegur hefur fyrir löngu sannað það að hann stendur alls ekki undir nútíma öryggiskröfum og þrátt fyrir miklar og fjárfrekar framkvæmdir hefur ekki tekist að leysa þau mál. Í skýrslu Vegagerðarinnar er fullyrt að með Tungudalsleiðinni verði öryggi vegaranda á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur best tryggt. Er þá ekki fyrstu og mestu ástæðu jarðganganna fullnægt?

Ef horft er til framtíðar þá má leiða líkur að því að umferð aukist inni í botn Skutulsfjarðar þar sem uppbygging Ísafjarðar kemur til með að verða þar. Þar hefst leiðin líka til Reykjavíkur, hvort sem það er fljúgandi eða akandi. Ef þessi leið verður valin þá má líka segja að í Skutulsfjarðabotni verði krossgötur. Suður um Djúp, vestur um Vestfjarðagöng og áfram svo um jarðgöng til Suðurfjarðanna, út á Eyri (Ísafjörð í daglegu tali) og til Hnífsdals og fjórði möguleikinn til Bolungarvíkur.

Ef leiðin þarf að liggja í gegnum Hnífsdal á eftir að komast yfir nokkra hjalla. Fyrir það fyrsta þarf að bæta verulega leiðina í gegnum þorpið. Eyrarhlíðin er eftir, sem hefur hingað til ekki verið sú auðveldasta. Snjóflóðahætta og blint. Loks þarf svo öll umferð að fara í gegnum eyrina á Ísafirði. Þar er þröngur flöskuháls og væri það óráð að fara beina aukinni umferð bæði fólksbifreiða og þungaflutninga þar í gegn. Fyrir skömmu var Fjarðarstrætinu breytt í einstefnugötu frá Sólgötu og að Mánagötu. Þetta þýðir að aukinni umferð og nánast allri umferð frá Hnífsdal og Bolungarvík var beint á Sólgötuna. Fyrir þá sem þekkja Sólgötuna er hún bæði þröng og blind. Þetta held ég að sé nokkuð stórt vandamál sem lítið hefur verið talað um og enginn sjáanleg lausn fundist eða verðið reifuð varðandi væntanleg jarðgöng. Ekki er minnst á þennan farartálma í skýrslunni.

Þeir sem talað hafa gegn Tungudalsleiðinni hafa bent á að slæmt skyggni geti verið í Syðridal og kannski snjóþungt. En er verri skyggni þar en getur myndast á Eyrarhlíðinni og Hnífsdal eða í Tungudalnum upp að Vestfjarðargöngum? Vegurinn um Syðridal yrði væntanlega byggður nokkuð upp og því myndi snjósöfnun ekki mikið hamla þar sem skæfi af honum. Í skýrslunni er bent á að versta veðrið í dölunum sé í suðlægum áttum, en tiltölulega betra veður sé í norðlægjum áttum. Við hér á Vestfjörðum vitum að þegar skyggni er slæmt vegna snjóbylja þá er það í norðlægum áttum. Tekið er fram í skýrslunni að nokkuð blint geti verið við munna ganga undir Breiðadals- og Botnsheiði en virðist það ekki valda miklum óþægindum fyrir umferðina. Hinar jarðgangsleiðirnar myndu líka bjóða upp á slæmt skyggni yfir veturinn þegar þannig veðurskilyrði yrðu.

Þegar ráðist verður í gerð jarðganga á leiðinni Bolungarvík- Ísafjörður er verið að fara í vegabætur sem eiga að endast okkur langt fram á þessa öld. Því verður að horfa inn í framtíðina og sjá fyrir okkur heildarmynd Vestfjarða eftir áratugi. Jarðgöng í Tungudal myndi færa Bolvíkinga nær miðju og gera samvinnu og samstarf þéttbýliskjarna á norðanverðum Vestfjörðum auðveldari og sjálfsagðari. Það er framtíðin og styrkir Vestfirði sem heild.

Halla Signý Kristjánsdóttir, íbúi í Bolungarvík.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli