Frétt

mbl.is | 08.01.2007 | 16:04Deila um hund fyrir dómstóla

Hundur úr myndasafni.
Hundur úr myndasafni.
Hörð deila um yfirráð yfir hundi hefur komið til kasta dómstóla. Hundurinn fæddist árið 2004 og var skömmu síðar seldur. Kaupandinn seldi hundinn aftur rúmu ári síðar en upphaflegur seljandi leit á það sem samningsrof, tók hundinn í sína vörslu og afhenti hann síðan öðrum. Nú hefur Héraðsdómur Suðurlands heimilað upphaflega kaupandanum að taka hundinn á ný með beinni aðfarargerð.

Deilan snýst um hundinn Júlíus Cesar, sem er af Leonbergertegund. Hann fæddist í apríl 2004 en í júlí sama ár var hann seldur fyrir 250 þúsund krónur. Fyrir liggur óundirritaður kaupsamningur um viðskiptin og á hann er m.a. handritað: „Kaupandi er búinn að kynna sér galla tegundarinnar. Pörun í samráði við ræktanda. Hundur kemur til baka til ræktanda ef eigandi getur ekki haft hann lengur undantekningalaust! Endurgj.laust." Tekið var fram í samningnum, að ekki væri skilaréttur vegna hugsanlegs ofnæmis nýs eiganda.

Konan sem keypti hundinn seldi hann aftur í september 2005 fyrir 130 þúsund krónur og segir að hún hafi gert það vegna þess að hún varð þunguð og í kjölfarið kom í ljós að hún hafði ofnæmi fyrir hundinum. Hún lét þær upplýsingar fylgja við söluna, að ræktandinn kynni að taka hundinn ef hann kæmist að því að hann hefði verið seldur. Nýi eigandinn hafði þá samband við ræktandann sem sótti hundinn á þeirri forsendu, að upphaflegur kaupsamningur hefði verið brotinn. Var hundinum síðan komið fyrir hjá fjölskyldu á Suðurlandi.

Upphaflegi kaupandinn komst að þessu, og hóf leit að hundinum og notaði m.a. spjallrásir á netinu við þá eftirgrennslan. Konan taldi að hundurinn væri sín eign þrátt fyrir að einhver afarskilyrði í upphaflegum kaupsamningi hefðu verið brotin en svo virðist sem síðari salan hafi aldrei gengið formlega í gegn.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu, að ljóst sé og ágreiningslaust, að konan lét hundinn frá sér vegna ofnæmis sem hún fékk eftir að hún varð þunguð. Var það rúmlega tíu mánuðum eftir að kaupin áttu sér stað. Samkvæmt stöðluðu formi kaupsamningsins og því ákvæði sem vitnað var í hefði sá skilaréttur verið fallinn niður ef aðilar hefðu kosið að nýta sér hann.

Þá segir dómurinn að seljandi virðist hafa sett viðbótarskilyrðin í samninginn einhliða. Það skilyrði sé óljóst með hliðsjón af öðrum ákvæðum samningsins. Fyrst kaupsamningnum hafi ekki verið rift, hvorki af hálfu kaupanda né seljanda og ekkert liggi fyrir í málinu um að eignarréttur yfir hundinum hafi færst yfir á seljanda aftur verði ekki önnur ályktun dregin en sú að eignarrétturinn sé enn hjá kaupandanum og að samningurinn á milli seljanda og kaupanda hundsins sé enn í gildi.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli