Frétt

bb.is | 09.01.2007 | 06:03Umferðaröryggissjónarmið réðu ákvörðun umhverfisráðherra

Reykhólar.
Reykhólar.

Umhverfisráðherra Jónína Bjartmarz sagði í fréttum Sjónvarpsins á laugardag að umferðaröryggissjónarmið hefðu ráðið þeirri ákvörðun að staðfesta úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðarvegar nema hvað varðar leið B í 2. áfanga þar sem vegastæðið liggur um Teigsskóg í Þorskafirði, enda óumdeilt að leið um Teigsskóg sé betri kostur en aðrar leiðir, á milli Bjarkarlundar og Eyrar í Reykhólahreppi. Mikið hefur verið deilt um úrskurð skipulagsstofnunar frá því að hann féll og andstæðingar látið orð falla eins og að „birkihríslur séu meira metnar en mannslíf.“ Fylgjendur úrskurðarins hafa til að mynda boðið fólki upp á gönguferð um Teigskóginn til að kynnan þennan merka skóg betur fyrir landanum.

Umhverfisráðuneytinu bárust átta kærur vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar, þar á meðal frá Vegagerðinni, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Reykhólahreppi. Umhverfisráðherra óskaði í kjölfarið eftir umsögnum Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Breiðafjarðarnefndar, Fornleifaverndar ríkisins og Skógræktar ríkisins. Vegna álitamála um verndargildi og sérstöðu Teigsskógs þá leitaði ráðuneytið eftir sérfræðiáliti Ásu L. Aradóttur vistfræðings.

Um áhrif vegalagningar segir Umhverfisstofnun meðal annars „að fyrirhuguð veglagning skv. leið B muni hafa umtalsverð umhverfisáhrif á birkiskóga, erni, votlendi, strendur, lífríki, landslagsheildir og jarðmyndanir og er hún að áliti Umhverfisstofnunar einnig í andstöðu við markmið laga um vernd Breiðafjarðar vegna áhrifa á lífríki, landslag og jarðmyndanir.“ Umhverfisstofnun segir einnig í áliti sínu að leið B „muni eyðileggja Teigsskóg í núverandi mynd, óháð því hvaða útfærsla á leiðinni verður valin, og arnarsetur við Djúpafjörð, auk þess sem leiðin mun hafa mikil áhrif á landslag“ og að „Teigsskógur hafi mikið verndargildi og að það rask á skóginum sem verður vegna fyrirhugaðar vegagerðar sé með öllu óásættanlegt.“ Fjallað er nokkuð ítarlega um varpstað arna var setrið sem um er rætt annað af einungis tveimur setrum þar sem ungar komust upp við norðanverðan Breiðafjörð í sumar.

Skógrækt ríkisins segir að veglagning um Teigskóg muni hafa í för með sér mikla skógareyðingu og að hún sé „mesta samfellda skógareyðing sem átt hefur sér stað vegna framkvæmda hér á landi í seinni tíð.“ Einnig segir hún um skóginn „þéttleiki birkisins í Teigsskógi í Þorskafirði hefur nokkra sérstöðu meðal Vestfirskra skóga. Samkvæmt Birkiskógakönnun Skógræktar ríkisins er hann talin vera um 378 ha að flatarmáli og skipar þannig sess með stærstu skóglendum landshlutans. Þéttleiki birkisins í Teigskógi er einstakur. Framtíðarnytjar skógarins kunna að felast í sérstöðu hans sem heildrænu og sérstöku vistkerfi.“

Fornleifavernd ríkisins telur „leið B lakasta kostinn. Þessi leið hefur áhrif á mun fleiri fornleifar en leiðir C og D og það þrátt fyrir að ekki sé búið að skrá fornleifar í Teigsskógi og að líkur bendi til að þar leynist óþekktar fornleifar.“

Minnihluti Breiðafjarðarnefndar telur „að hafna beri leiðum B og C þar sem þær leiðir hafi mest neikvæð, óafturkræf áhrif á náttúru Breiðafjarðar og séu í andstöðu við markmið laga nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar vegna áhrifa á lífríki, landslag og jarðmyndanir.“

Umhverfisráðuneytið hefur nú fallist á leið B í 2. áfanga Vestfjarðarvegar með sex skilyrðum. Meðal þessara skilyrða er að framkvæmdaraðili, þ.e. Vegagerðin, rækti birkiskóg á Vestfjörðum í samráði við Umhverfisstofnun og Skógrækt ríkisins við sambærilegar aðstæður og eru í Teigsskógi, a.m.k. til jafns að flatarmáli við þann birkiskóg sem raskast eða verður fyrir áhrifum við fyrirhugaða framkvæmd. Þá skal Vegagerðin velja þann kost sem er bestur með hliðsjón af verndun Teigsskógar við útfærslu á vegstæðum, frágangi þeirra og ræsum; vegna arnarvarps skal Vegagerðin hanna veginn þannig að hann uppfylli skilyrði 19. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum dýrum og villtum fuglum og í Teigsskógi skal vegstæði skilgreint þröngt og efnisnám, skeringar og slóðagerð skulu takmörkuð við vegstæðið sjálft og ákveðin samráði við Umhverfisstofnun.

Skógrækt ríkisins hefur lagt til að vegurinn liggi við efri jaðar skógarins. Skipulagsfulltrúi stofnunarinnar segir að Teigsskógur sé vistfræðileg perla og að þessi leið geti gert hann aðgengilegri fyrir fólk.

annska@bb.isbb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli