Frétt

Ólafur Sigurðsson | 05.01.2007 | 11:0358,1% Ísfirðingur

Ólafur Sigurðsson.
Ólafur Sigurðsson.
Nýverið sat ég fund með nokkrum Ísfirðingum og þurfti að færa rök fyrir því að ég gæti kallað mig Ísfirðing. Eftir að ég hafði gert grein fyrir ættum mínum, sem ég rek til Bíldudals í Arnafirði í föðurætt og til Reykjavíkur í móðurætt, fékk ég að heyra það: „Þú ert ekki Ísfirðingur Ólafur.“ Ég er nefnilega ekki fæddur á Ísafirði, ég fluttist þangað 3 ára og ólst þar upp til 20 ára aldurs. Ég verð að viðurkenna að ég var í nokkra daga að jafna mig á höfnunartilfinningunni sem óneitanlega blossaði upp við þetta mótlæti. Aldrei hefði ég trúað því að mér yrði hafnað sem Ísfirðingi. Sjálfur hef ég upplifað hið gagnstæða hjá Ísfirðingum sem, af einhverjum annarlegum ástæðum, hafa ekki viljað kenna sig lengur við Ísafjörð og talað um upprunann í afsökunartón, eins og það sé slæmt að vera Ísfirðingur.

Nú mörgum vikum síðar þegar ég hef að hluta jafnað mig á þessu áfalli, velti ég fyrir mér: „að vera eða vera ekki Ísfirðingur“. Í mínum huga gera æskuárin mig að Ísfirðing. Ég ólst upp á Ísafirði sem mótaði mig meira en Reykjavík gerir í dag. En ég get líka fallist á þau rök að ég er ekki 100% Ísfirðingur. Tengdaforeldrarnir, þau Magni og Svana eru 100% Ísfirðingar. Þau hafa búið í um 60 ár á Ísafirði og forfeður þeirra í 3 ættliði plús líka. Ég kvarta undan vindi á Ísafirði í 45 m/s þegar Magni talar um brakandi þurrk. Mér fannst skatan kæst, en Magna fannst hún frekar dauf. En er hægt að hafna mér af þessari ástæðu ?

Þann 26. janúar n.k. verður haldið á Broadway hið árlega Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins, þar sem Ísfirðingar koma sama til að fagna komu sólar í Sólgötuna á Ísafirði. Þangað ætla ég að fara og fyrir þá sem eru að velta fyrir sér hvort þeir eigi erindi þangað langar mig að koma með hugmynd að reiknireglu fyrir þá sem lenda í sömu aðstöðu og ég.

X
Ísfirðingur = ------------- * 100
( A – Fj )

X = ár búsettur á Ísafirði
A = aldur
Fj = ásættanleg fjarvera.

Sem dæmi þá væri framhaldsmenntun, eða önnur þjónusta sem ekki er í boði á Ísafirði ásættanleg fjarvera frá Ísafirði enda standi til að flytjast aftur til baka með þá menntun eða reynslu.

Ég væri þá til dæmis 58,1% Ísfirðingur eða = 18 ár / (37 ár - 6 ár) * 100

Ég bjó sem sagt í 18 ár á Ísafirði og er að verða 37 ára, en frá dragast þau 6 ár sem ég dvaldi í útlandinu og segi því að ég sé a.m.k. 58,1% Ísfirðingur. Fyrir þá sem vilja ekki vera of nákvæmir er ekki ósanngjarnt að tíð sumarleyfi á Ísafirði og reglulegar heimsóknir geti talist með í reikninginn til námundunar í heilan tug. Önnur mikilvægt atriði sem ættu að teljast til hækkunar er að fæðast á Ísafirði, fermast, gagnfræðipróf og stúdentstpróf svo dæmi sé tekið. Síðast en ekki síst er það ætterni ykkar. Íslenskir erfðafræðingar hafa fundið fjölmörg landlæg einkenni í erfðamengi Íslendinga og skrifað um það lærðar greinar, þannig að sonur minn, sem hefur aldrei búið lengur en 30 daga samfellt á Ísafirði, gæti allt eins verið meiri Ísfirðingur en ég. Nú á endanum þá er þetta bara hugmynd að reiknireglu og ef ykkur langar að kalla ykkur Ísfirðinga þá geri ég ekki athugasemd við það. Konan mín blæs á þessar reiknikúnstir og segist vera 100%, þrátt fyrir framlengda dvöl í Reykjavík eftir nám. Vonandi koma þessar hugmyndir ykkur þó að notum ef þið þurfið að réttlæta fyrir einhverjum Ísfirðinginn í ykkur. Mér finnst flottara að vera 58% Ísfirðingur en að vera brott-, að- eða innfluttur Ísfirðingur.

Kveðja úr Borg óttans,
Ólafur Sigurðsson.


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli