Frétt

bb.is | 05.01.2007 | 09:41Loðnuleit hafin út af Vestfjörðum

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 200. Mynd: EÁ.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson RE 200. Mynd: EÁ.

Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, eru farin til loðnuleitar og voru stödd á miðunum djúpt út af Vestfjörðum í gær. Leitað verður næstu daga frá Vestfjarðamiðum og að miðunum norðaustur af Langanesi. Loðnuleit hefur gengið erfiðlega nokkur síðustu ár og veiði því minnkað verulega frá því sem var um miðjan tíunda áratuginn. Þá veiddust yfir milljón lestir nokkrar vertíðir í röð. Á síðustu vetrarvertíð veiddust aðeins 230 þúsund lestir. Ekkert hefur sést til stofnsins sem veidd skal úr á þessari vertíð, hvorki sem seiði, ungloðnu eða fullorðinnar loðnu. Frá þessu er greint á visir.is.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að nú verði enn á ný gert samstillt átak til að finna loðnuna og innan fárra daga haldi þrjú loðnuskip til leitar. Þau fara líklegast austur fyrir landið og koma til móts við rannsóknaskipin. „Þessi leit er með svipuðu sniði og var í rúma viku í desember en þá náðist enginn teljandi árangur. Auk þess var Árni Friðriksson við leit allan nóvembermánuð og fann ekki neitt.“ Þorsteinn segir jafnframt að það hafi gengið mjög illa að finna loðnu fyrr en í janúar allt frá því árið 2000.

„Vandræðin núna eru þau að við höfum aldrei séð neitt til þess árgangs sem á að halda uppi veiðinni á þessari vertíð“, segir Þorsteinn og vísar til árgangsins frá 2004 sem sást aldrei í neinum mæli sem seiði, aldrei sem ársgömul loðna og ekki undanfarna mánuði þrátt fyrir mikla leit. „Við getum ekki veitt veiðiráðgjöf án undangenginna mælinga því við höfum enga vitneskju um stærð stofnsins. Við verðum að taka ábyrga afstöðu í því.“

Helstu skýringarinnar á því að svo illa gengur að finna loðnuna síðustu ár eru taldar vera hækkandi hitastig sjávar við strendur landsins. Þorsteinn telur líklegustu skýringuna vera þá að loðnan flýi í kaldari sjó. „Þetta er þó aðeins kenning og ekki fyrirséð hvort þetta gengur til baka. Það er náttúran sem stjórnar því.“

Aðspurður um það hvort loðnu hafi verið leitað með aðstoð flugvéla frá Landhelgisgæslunni sagði Þorsteinn að slíkt hefði verið prófað í janúar 2006, en án árangurs enda þyrfti veður að vera með eindæmum gott til að hægt væri að sjá hvalablástra á þessum árstíma. Inntur eftir áhrifum flottrollsveiða og áhrifa þeirra á göngur loðnunnar minnir Þorsteinn á að aldrei hefur verið veitt úr árganginum frá 2004 sem nú er leitað ákaft. Ástæðunnar fyrir hvarfi hans verði einstökum veiðarfærum ekki um kennt.

annska@bb.isbb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli