Frétt

mbl.is | 28.03.2002 | 11:33Naomi Campbell vinnur tímamótamál gegn The Mirror

Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell vann í morgun sigur í dómsmáli á hendur breska götublaðinu The Mirror, sem talinn er geta átt eftir að marka þáttaskil í málum er varða friðhelgi einkalífs.
Blaðið birti mynd af Campbell þar sem hún var að koma af fundi fyrir fólk sem er að vinna sig út úr fíkniefnaneyslu. Niðurstöðunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu þar sem hann hefur verið talinn vera fordæmisgefandi varðandi hvar draga skuli mörk frelsis og friðhelgis einstaklingsins, sem kveðið er á um í Mannréttindasáttmála Evrópu, og athafnafrelsis fjölmiðla.

Campbell sótti The Mirror til saka fyrir trúnaðarbrot og ólögmæta skerðingu á friðhelgi einkalífs hennar með því að taka mynd af henni að yfirgefa fund óvirkra fíkniefnasjúklinga (NA) og birta hana í blaðinu í febrúar í fyrra. Lögmenn blaðsins héldu því fram að engin afdráttarlaus lög væru til um friðhelgi einkalífs í Bretlandi og sögðu myndina hafa verið tekna á almannafæri. Héldu og fram að einstaklingur eins og Campbell, sem prýtt hefði forsíður þúsunda blaða og tímarita um heim allan, ætti að ganga út frá því að hann þekktist hvert sem hann færi, einnig af þeim sem væru í sama meðferðarhópi og hún.

„Starf mitt er að vera ljósmynduð, það er dagvinnan en ekki eitthvað sem á sér stað allan sólarhringinn. Ég er einnig mannvera sem á sér líf utan starfsins sem ég vil lifa fjarri og í friði fyrir fjölmiðlum,\" sagði hin 31 árs gamla fyrirsæta við réttarhöldin. Hún játaði þar að hafa neytt ólöglegra fíkniefna frá 1997 en sagði myndatöku Mirrors hafa verið skerðingu á persónufrelsi einmitt á þeim tíma er hún tókst á við fíkn sína.

Dómarinn tók undir með Campbell og úrskurðaði henni í hag. Sagði framferði blaðsins vera trúnaðarbrot og jafnframt brot gegn lögum um persónuvernd. The Mirror var dæmt til að borga Campbell 3.500 pund, á sjötta hundrað þúsunda króna, í skaðabætur í landsyfirréttinum í London í gærmorgun.

Mbl.is

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli