Frétt

bb.is | 05.01.2007 | 07:14„Verið að fjárfesta í framtíðinni“

Ísafjörður er stærsti byggðakjarni Ísafjarðarbæjar.
Ísafjörður er stærsti byggðakjarni Ísafjarðarbæjar.

Í breytingatillögum meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í síðari umræðu vegna frumvarps fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 er reiknað með auknum tekjum um 30 milljónir króna og lækkun útgjalda um 39,8 milljónir króna. Alls hafa þessar breytingar jákvæð áhrif á reksturinn sem nemur 69,8 milljónum króna og hækkar veltufé frá rekstri úr 122,2 milljónum króna í 192 milljónir króna. Þetta kemur fram í stefnuræðu Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra en þar segir jafnframt: „Fjárfestingar verða mjög miklar á árinu 2007 eða 322 m.kr. en 225 m.kr. af þeirri fjárhæð eru til byggingar nýs kennsluhúsnæðis við Grunnskólann á Ísafirði. Til annarra framkvæmda fara 97 m.kr. en stærstur hluti þeirra framkvæmda er vegna umferðar- og samgöngumála 14,6 m.kr., innréttingar fyrir félagsmiðstöð í kjallara Sundhallar 13,5 m.kr., vegna fráveituútrása 6,5 m.kr., framkvæmda við höfnina 24,5 m.kr. og kaupa á körfubifreið fyrir slökkviliðið 6 m.kr.

Hér er um gríðarlegar framkvæmdir að ræða hjá Ísafjarðarbæ sem taka til sín verulegt fjármagn meðan á þeim stendur. Í viðbótarbeiðnum í fjárhagsáætlun var óskað eftir mun meira fjármagni en ekki er hægt að gera allt í einu og í raun eru fjárfestingar fyrir 322 m.kr. í það allra mesta fyrir ekki stærra sveitarfélag á einu ári. En hér er verið að fjárfesta í framtíðinni.

Lagðar eru fram tillögur að nýrri gjaldskrá leikskóla með niðurgreiðslu fyrir 5 ára börn og tillögur að hækkun á niðurgreiðslu dagmæðragjalda.

Fjárhagsáætlun hefur verið unnin þannig undanfarin ár að bæjarráð ákveður útgjalda- og tekjuramma sem starfsmönnum er falið að vinna eftir. Þannig markar bæjarráð heildarstefnu og felur starfsmönnum að vinna innan þess ramma. Þetta verklag hefur að mati flestra skilað markvissari vinnubrögðum við fjárhagsáætlun Það er rétt að rifja það upp að áður en ákvörðun um að taka upp fjárhagsáætlun með fyrirfram gefnum römmum var tekin hjá Ísafjarðarbæ var reynsla annarra sveitarfélaga skoðuð. Reynsla þeirra var jákvæð og sama má segja hjá Ísafjarðarbæ.

Deildarstjórar vinna hver og einn sína áætlun og skila henni inn. Þá gera þeir einnig grein fyrir sínum viðbótartillögum á sérstöku formi. Ekki er gerð krafa um skriflegar greinargerðir þar sem viðbótartillögurnar og lýsingar sem fylgja þeim í styttra formi koma í staðinn.

Hagræðing verður á árinu vegna tveggja stöðugilda sem leggjast niður á bæjarskrifstofu og Skóla- og fjölskylduskrifstofu og ekki er gert ráð fyrir að endurráða í. Sinna á þeim störfum með enn frekari samnýtingu starfsfólks. Sú hagræðing kemur ekki fram nema að litlu leyti á árinu 2007 en kemur að fullu fram á árinu 2008.
Hagræðingarkröfur koma fram í frumvarpinu við fyrri umræðu sem og tillögum núna við síðari umræðu. Það verður hlutverk bæjarráðs og nefnda og vinna úr þeim hagræðingarkröfum á næsta ári og láta þær ganga eftir með raunhæfum og markvissum aðgerðum.

Hagræðingarkrafa á fræðslusviði vegna 8. 9. og 10. bekkjar á Suðureyri og Flateyri verður ekki tekin fyrir fyrr en að loknu samráðsferli við alla hlutaðeigandi eins og áréttað hefur verið margoft áður.

Í samræmi við stefnuræðu við fyrri umræðu er lögð fram tillaga að verkáætlun fyrir bæjarráð og nefndir við endurskoðun ýmissa atriða í rekstri bæjarins á næsta ári. Hér er um tillögu að ræða sem reiknað er með að bæjarráð taki fyrir á fyrsta fundi sínum á árinu 2007 og móti betur þannig að raunhæf verkáætlun verði til.

Breyta þarf vinnubrögðum þannig að vinna við fjárhagsáætlun hefjist a.m.k. tveimur mánuðum fyrr en nú er. Stefna ber að því að samþykkt fjárhagsáætlunar — síðari umræða verði eigi síðar en í lok nóvember eða byrjun desember. Til greina kemur að vinna við rekstrarlíkanið að vori þannig að hægt sé að óska eftir viðbótartillögum í september.“

Þess má geta að áætlað er að fjárfestingaráætlun til þriggja ára verði lögð fram í bæjarráði á fyrsta eða öðrum fundi þess eftir áramótin og til umræðu í bæjarstjórn í janúar 2007.

thelma@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli