Frétt

Sigurður Pétursson | 04.01.2007 | 10:12Á harðahlaupum undan sjálfum sér – ábendingar til forseta bæjarstjórnar

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Þegar sömu flokkar hafa lengi verið við völd fara þeir að tala og hegða sér einsog það sé óþarfa afskiptasemi þegar aðrir, rétt kjörnir fulltrúar, hafa skoðanir á verkum þeirra og stefnu. Oftast er þá gripið til þess að tala góðlátlega um „misskilning“ þeirra sem ekki vita betur, en ef skoðanaskiptin verða óþægilegri fyrir valdhafana grípa þeir gjarnan til sterkari meðala. Þannig er það með Gísla Halldór Halldórsson starfandi forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem sendir mér „nokkrar leiðréttingar“ úr sínu háa sæti vegna skrifa minna um fjárhag bæjarins og afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Svarar hann málefnalegri gagnrýni og bláköldum staðreyndum með orðbragði eins og „rangfærslur“ og „lygasögur“. Það er ekki mikil reisn yfir oddvita bæjarstjórnarinnar þegar hann ber slíkt á borð.

Annars vekur það nokkra athygli að bæði í upphafi og lok greinar sinnar mælir Gísli Halldór fyrir hönd „meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks“. Það er allrar athygli vert fyrir kjósendur Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ að Gísli Halldór sé orðinn sameiginlegur talsmaður þessara flokka. Svo náið er samband framsóknar- og sjálfstæðismanna orðið að þeir hafa nú sameinast um einn talsmann.

Grafið eftir sannleikanum

Eitthvað virðist það hafa farið fyrir brjóstið á Gísla Halldóri að Í-listinn hafði frumkvæði að því í bæjarstjórn að samþykkt var að byggja sparkvöll á Flateyri næsta sumar. Veður hann mikinn reyk af þessu tilefni. Trúlega er erfitt fyrir Gísla líkt og samherja hans í bræðraflokkunum tveimur að standa uppréttur og horfast í augu við sannleikann í þessu máli. Það dugar þó lítt að þyrla upp reyk með tilvitnunum í málefnasamning frá síðastliðnu sumri. Staðreyndin er sú að þann 13. desember síðastliðinn lagði Gísli Halldór ásamt félögum sínum fram frumvarp til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007 þar sem EKKI var gert ráð fyrir framlögum til sparkvallar í Ísafjarðarbæ. Þvert á móti hafði 8 milljón króna framlag sem áður var að finna í vinnugögnum bæjarráðs verið strikað út. Stendur þá lítið eftir af stóryrðunum.

Þær reykbombur sem Gísli Halldór sprengir í kringum sig virðast afvegaleiða hann illilega frá vegi sannleikans. Gísli segir í grein sinni þar sem hann spænir upp sparkvöllinn: „um það var sérstaklega getið í stefnuræðu bæjarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að framkvæmt yrði eftir því sem framlög kæmu frá KSÍ. Um leið og slíkt framlag kæmi yrðu gerðar viðeigandi ráðstafanir, haft samráð við íbúa hverfanna og hafist handa. Þessari ræðu var dreift á prenti og fór ekkert á milli mála hvað þar stóð skrifað.“ Gaman ef rétt væri. Ekki fer forseti bæjarstjórnar vísvitandi rangt með? Getur verið að hann hafi undir höndum aðra útgáfu af ræðu bæjarstjóra en þá sem bæjarfulltrúar fengu í hendurnar á fundinum? Í þeirri ræðu sem ég fékk í hendurnar (sem er sama útgáfan og birt er á heimasíðu bæjarins og bæjarstjórans) stendur þetta: „Bygging sparkvalla er háð framlagi KSÍ“. Það er allt og sumt og ekki eitt einasta orð að auki. Ekkert um „viðeigandi ráðstafanir“, „samráð við íbúa“ eða að það yrði „hafist handa“, einsog Gísli vitnar til með skáletri. Læt ég svo lesendum eftir að dæma um það hver það er sem beitir „rangfærslum“ í málflutningi sínum.

Í-listinn lagði fram tillögur sínar þann 18. desember, eftir fyrri umræðu um fjárhagsáætlun, og gerði tillögu um að sparkvöllur yrði settur upp á Flateyri næstkomandi sumar. Var það ein af þeim tillögum sem allir bæjarfulltrúar sameinuðust um við síðari umræðu fjárhagsáætlunar. Mega Gísli Halldór og félagar eiga sinn hluta af þeim heiðri með okkur fulltrúum Í-listans. Og vonandi munu þeir sem ráðandi afl standa við það loforð.

Hinar raunverulegu tillögur íhaldsins

Í framhaldi af þessu er fróðlegt að skoða kafla í ræðu bæjarstjóra frá fyrri umræðu um frjáhagsáætlun, þann 13. desember síðastliðinn, sem ber heitið „06 Æskulýðs- og íþróttamál“. Þar eru talin upp stefnumál bæjarstjóra og stuðningsflokka hans á því sviði á næsta ári (og ekki minnst einu orði á sparkvöll!). Þar gefur á að líta: Ekki verður ráðinn forstöðumaður fyrir Gamla apótekið, opnunartími sundhallar á Flateyri takmarkaður, kvöldvaktir minnkaðar í sundhöllinni á Ísafirði, forstöðumannsstörf sameinuð og fyrirkomulagi ræstinga breytt. Með öðrum orðum niðurskurður og að hluta til skert þjónusta. Um leið og Gísli og félagar hans samþykktu þessar tillögur og aðrar svipaðar um „hagræðingu“ í ræstingum og húsvörslu í skólum, niðurfellingu unglingastigs á Flateyri og Þingeyri og uppsögn annars af tveimur aðstoðarskólastjórum Grunnskólans á Ísafirði, setur hann sig í stellingar og talar um hve erfitt það yrði að koma tillögum Í-listans um sparnað hjá hæstlaunuðu starfsmönnum bæjarins í framkvæmd. Þar gægist íhaldsmaðurinn út um gættina.

Og úr því að Gísli vekur athygli á ræðu bæjarstjóra frá 13. desember, þá verð ég að benda lesendum á málsgrein í sama kafla um æskulýðs- og íþróttamál sem okkur bæjarfulltrúum Í-listans hefur gengið erfiðlega að fá botn í. Þar stendur: „Fagleg úttekt er í vinnslu vegna hugsanlegrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Torfnesi. Skoðað verður í framhaldi af því hvort aðrir kostir eru í stöðunni í okkar sameinaða sveitarfélagi, t.d. með uppbyggingu á Suðureyri eða hvort líta eigi til nágrannasveitarfélags okkar Bolungarvíkur þar sem miklar samgöngubætur eru á döfinni á milli sveitarfélaganna. Líta verður á svæðið sem eina heild í þessu tilliti sem öðrum.“ Heiti ég Gísla Halldóri eða öðrum, sem geta ráðið þessa gestaþraut og þýtt hana á skiljanlegt mál, veglegum verðlaunum.

Gleymdist Byggðasafnið?

Þegar gluggað er betur í tillögu Gísla Halldórs og félaga til fjárhagsáætlunar koma sífellt ný blóm í ljós. Bæjarstjóri sagði 13. desember: „Ekki er gert ráð fyrir framlagi á árinu 2007 til byggingar nýs safnhúss í Neðstakaupstað en framkvæmdum á árinu 2006 var frestað. Fjárhæðin 10 millj. kr. sem var á fjárhagsáætlun 2006 er felld niður.“ Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ætluðu ekki bara að fella niður framlag til nýbyggingar safnahúss á nýbyjuðu ári, heldur líka að draga til baka framlag sem samþykkt var fyrir árið 2006. Þetta lögðu þeir til, þrátt fyrir að framlög frá Alþingi væru tryggð bæði 2006 og 2007 og vitandi það að framkvæmdir gátu ekki hafist fyrr en fjárframlög dygðu til að hefja næsta áfanga. Þessu höfðu Gísli Halldór og félagar óvart „gleymt“. Sem betur fer rifjaðist málið upp fyrir þeim áður en kom að síðari umræðu, enda kom þetta fram í tillögum Í-listans. Bæjarstjórn samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að láta framlagið frá 2006 inn á biðreikning byggingarinnar. Stundum er gott að einhverjir standa vaktina.

Hlutverk Í-listans

Forseti bæjarstjórnar, Gísli Halldór, segir í grein sinni: „Sigurður rekur tillögur Í-listans og fer almennt rétt með þær.“ Það hlýtur stundum að vera kalt í hásæti bæjarstjórnar og því gott að forseti hefur húmorinn í lagi. Í-listinn lagði fram málefnalegar tillögur til sparnaðar og hagræðingar og margar af þeim hugmyndum munu verða til úrvinnslu á vettvangi bæjarráðs og bæjarstjórnar næstu mánuði. Er það vel, því ekki veitir af samstöðu kjörinna fulltrúa í þeirri erfiðu stöðu sem sameiginlegir sjóðir okkar íbúa Ísafjarðarbæjar standa frammi fyrir . Bæjarfulltrúar Í-listans munu ekki skorast undan ákvörðunum í þeim efnum. Það er hinsvegar ekki traustvekjandi að sjá fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á harðahlaupum undan sínum eigin tillögum hvort heldur er í skólamálum eða á öðrum sviðum. Það ryk sem Gísli Halldór þyrlar upp á hlaupunum með gífuryrðum og brigslum sest fljótlega og þá munu allir sjá í afturendann á þeim félögum á harðahlaupum undan sjálfum sér.

Sigurður Pétursson.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli