Frétt

bb.is | 03.01.2007 | 16:54„Óhætt að treysta á áframhaldandi uppsveiflu“

Gísli H. Halldórsson.
Gísli H. Halldórsson.

Þrátt fyrir að 100 milljón króna tap verði á rekstri Ísafjarðarbæjar samkvæmt fjárhagsáætlun 2007, náðist að koma því þannig fyrir að lokum að reksturinn mun skila 192 milljónum inn í sjóðstreymið. Þetta kemur fram í pistli Gísla H. Halldórssonar forseta bæjarstjórnar á bb.is. Þar segir jafnframt: Miklar framkvæmdir verða í bæjarfélaginu, m.a. á að nýta mótframlag ríkisins til hafnarmála með því að fara í 40 milljóna króna hafnarframkvæmdir í bæjarfélaginu á árinu 2007, þá verður áframhald á framkvæmdum við grunnskóla svo það stærsta sé talið og óhætt að treysta á áframhaldandi uppsveiflu. Vonandi munum við fara að sjá fjölgun íbúa í framhaldinu. Margt hefur lagst á eitt til þess að gera rekstur Ísafjarðarbæjar og fjölda annarra sveitarfélaga erfiðan.

Utanaðkomandi aðstæður voru óhagstæðar á árinu. Verðbólguskotið kom illa við okkur, það hafði vond áhrif og verðbætur urðu yfir 100 milljónir, einnig gerir verðbólgan erfiðara fyrir að halda rekstrinum í lagi. Þá urðu ófyrirséðar launahækkanir í vor þegar R-listinn gaf út kosningatékkann, þær hækkanir færðust sjálfkrafa yfir til okkar, ýmsum til hagsbóta þó. Við teljum einnig að enn eigi eftir að rétta hlut okkar gagnvart ríkinu og stóru sveitarfélögunum.

Meirihlutinn mun halda áfram að óska eftir réttum hlut í skiptingu fjármuna milli ríkis og sveitarfélaga. Þangað til það tekst verðum við þó að taka til hendinni og gera reksturinn eins hagkvæman og nokkur kostur er án þess að bæjarfélagið hætti að blómstra.“

Þá fjallar Gísli einnig um sorpbrennsluna Funa og íbúðir aldraðra á Hlíf . „Sorpbrennslan okkar, Funi, er sú dýrasta og vandaðasta á landinu þó svo að við séum ekki alltaf ánægð með sjónmengun frá henni. Sorpgjaldið er nú hækkað í kr. 29.000,- til að minnka tap bæjarins af þessari sorpeyðingarstöð. Það dugir þó ekki til. Hins vegar hefur samanburður við önnur sveitarfélög bent til þess að sorphirða sé hér hagkvæmari en víðast hvar, það hefur síst versnað með nýgerðum samningum.

Íbúðirnar á Hlíf sem meirihlutinn vill selja verða áfram íbúðarúrræði fyrir aldraða þó svo að einhver annar en bærinn eigi þær. Það sem er áhyggjuefni er að gríðarlegur viðhaldskostnaður er fyrirliggjandi á þessum íbúðum, milljónir á íbúð og 50-100 mkr. í heild. Það er ekki hægt að sjá að bærinn geti ráðist í slíkar framkvæmdir á næstunni. Það skal tekið fram að fólk verður ekki rekið á dyr, heldur verða íbúðir seldar eftir því sem þær losna. Það kemur bænum vel fjárhagslega, íbúðunum vel viðhaldslega og íbúunum sjálfum ímyndarlega að þessar íbúðir verði seldar. Íbúðirnar verða betur komnar í eigu einstaklinga sem geta reiknað ástand íbúðanna inn í kaupverðið og séð um að lagfæra þær að eigin skapi.“

thelma@bb.isbb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli