Frétt

bb.is | 03.01.2007 | 07:07„Mikilvægt er að snúa þeirri þróun við sem einkennt hefur Vestfirði“

Ómar Már Jónsson sveitastjóri Súðavíkurhrepps.
Ómar Már Jónsson sveitastjóri Súðavíkurhrepps.

Á heimasíðu Súðavíkurhrepps er að finna grein eftir sveitarstjórann Ómar Má Jónsson undir yfirskriftinni „Ákall til þingmanna - eflum Vestfirði.“ Þar fer hann mikinn um það ástand sem Vestfirðingar búa við í umhverfi sínu og telur upp nokkra þætti sem hann segir dapurlegar staðreyndir: „Vestfirsk heimili og fyrirtæki eru að greiða hærra raforkuverð en t.d. íbúar og fyrirtæki á suðvesturhorninu. Vestfirðingar þurfa að greiða hærri flutningskostnað til og frá Vestfjörðum en íbúar annarra landshluta. Veðhæfni heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni er mun minna en t.d. á suðvesturhorninu. Mikil fækkun opinberra starfa hefur átt sér stað á Vestfjörðum og landsbyggðinni allri. Verri samgönguleiðir eru til og frá Vestfjörðum og innan Vestfjarða miðað við þær kröfur sem í dag eru almennt gerðar til samgönguleiða, þó svo að margt gott hafi breyst og sé að gerast í þeim málum. Fjárhagur sveitarfélaga á Vestfjörðum versnar stöðugt milli ára.

Breytingar til hins verra fyrir íbúa landsbyggðarinnar vegna áformaðra breytinga á Íbúðalánasjóði, þar sem lánastarfsemi mun færist til bankanna og miklar líkur eru á því að landsmenn með eignir út á landi sitji ekki við sama borð og íbúar á suðvesturhorninu þegar kemur að veðhæfni eigna. Slæm fjarskipti á Vestfjörðum, s.s. lélegt og slitrótt GSM samband, mun hægari netsamband og minni möguleikar í boði í úrvali ljósvakamiðla en á suðvestursvæðinu. Mikið er um rafmagnstruflanir og rafmagnsleysi á Vestfjörðum sem kostar vestfirskt atvinnulíf mikla fjármuni á ári hverju.“

Ómar segir það meðal annars vegna þessara þátta sem íbúum Vestfjarða fækkar stöðugt milli ára.

Segir hann þessa þætti skipta rekstrarumhverfi fyrirtækja miklu máli og geta skipt sköpum um hvar eigendur fyrirtækja staðsetja sig og hvernig búsetu á Vestfjörðum verður háttað til lengri tíma. Einnig telur hann þessa þætti snúa að samkeppnishæfi Vestfjarða gagnvart öðrum landshlutum, sérstaklega höfuðborgarsvæðinu sem hefur virkað eins og segull á íbúa, fyrirtæki og stofnanir á landsbyggðinni.

„Skýringar þjónustuaðila á hærri álögum er oft sú að það sé dýrara að þjónusta Vestfirðinga en aðra íbúa landsins, t.d. að hærri vöruflutningakostnaður sé vegna mjög slæmra samgangna, eða að raforkuverð sé dýrara þar sem það þarf að flytja rafmagnið lengri leiðir.

Þetta er áreiðanlega rétt hjá þeim sem bera slíkar skýringar fyrir sig, en staðreyndin sú að ef ætlunin er að halda byggð annars staðar en á suðvestursvæðinu og nágrenni þess verður að horfa til þess að slíkar skýringar duga skammt þegar mögulegir rekstraraðilar skoða að staðsetja sinn rekstur á Vestfjörðum eða þegar fjölskyldur eða einstaklingar skoða og meta Vestfirði sem mögulegt heimili.

Rekstraraðilar eru t.d. ekki reiðubúnir að staðsetja sig á Vestfjörðum og greiða hærri rekstrarkostnað, bara vegna þess að þeim finnst umhverfið fallegt. Ef þeir hafa möguleika á að staðsetja sig í betra rekstrarumhverfi annars staðar þá munu þeir gera það til lengri tíma litið.

Því miður virðist það vera þannig að mörg framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á Vestfjörðum eru rekin út frá byggðalegum og / eða tilfinningalegum sjónarmiðum en ekki út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Eigendur og stjórnendur eru oftar en ekki innfæddir og þekkja umhverfið, fólkið og innviði sinna samfélaga og telja sig bera samfélagslega skyldu til að láta gott af sér leiða. Það má spyrja hvað verður um þessu fyrirtæki þegar samkeppnin harðnar, þegar þörf verður á að hagræða enn frekar, þegar eigendur eru tilneyddir til þess að hugsa til veigameiri þátta en byggðalegra og / eða tilfinningarlegra sjónarmiða, eða þegar næsta kynslóð tekur við?

Jafnframt er það áhyggjuefni að með fækkun íbúa á landsbyggðinni minnkar þungi og slagkraftur þingmanna landsbyggðarinnar á Alþingi, okkar þingmanna sem eru og eiga að gæta hagsmuna okkar og leita allra leiða til að efla hag landsbyggðarinnar. Einnig er farið að heyrast af þingmönnum sem trúa því að stórum hluta landsbyggðarinnar verði ekki bjargað.

Mikilvægt er að snúa þeirri þróun við sem einkennt hefur Vestfirði til allt of margra ára, mikilvægt er að efla búsetuskilyrði og efla rekstrarumhverfi fyrirtækja almennt á landsbyggðinni.

Það gerist þó ekki nema fyrir tilstuðlan þingmanna og Ríkisstjórnarinnar og nú er þörf á sér aðgerðum, aðgerðum sem fela meira í sér en vaxtasamninga og fögur orð um frekari jöfnun. Þörf er á sérstækum aðgerðum þar sem stillt er upp aðgerðaráætlun til nokkurra ára, þar sem alþingismenn koma einbeittir og velviljaðir að málum. Í því sambandi þarf þor og djörfung til að fara nýjar leiðir.

Í þeirri vinnu er mikilvægt að vera reiðubúinn að horfast í augu við staðreyndirnar eins og þær liggja fyrir og gera ráðstafanir til að takast á við vandann út frá því.

Athyglisvert væri áður en í þá vinnu væri farið að gera rannsókn meðal þingmanna og forvitnast um hugarþel þeirra gagnvart landsbyggðinni almennt, hvort þeir séu hlynntir því að landsbyggðin haldist í byggð og hvort þeir séu reiðubúnir til að taka á vandanum með sveitarstjórnarmönnum og íbúum landsbyggðarinnar.

Ef niðurstöður munu sína fram á ekki sé til staðar sú tiltrú sem þarf meðal ráðamanna, er mikilvægt að gera ráðstafanir út frá því.“

annska@bb.isbb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli