Frétt

bb.is | 03.01.2007 | 06:02Völva Þingeyrarvefsins spáir í spilin

Haukadalur kemur talsvert við sögu hjá Völvunni. Mynd: Hjálmar R. Bárðarson.
Haukadalur kemur talsvert við sögu hjá Völvunni. Mynd: Hjálmar R. Bárðarson.
Á vefsíðunni www.thingeyri.is er að finna skemmtilega spá völvu einnar sem að einbeitir sér alfarið að spá um hvað beri hæst í Dýrafirði á komandi misserum, í þetta sinn í það minnsta. Við látum eftir fara orð völvunnar sjálfrar óbreytt, enda tala þau þannig best sínu máli. „Eftirfarandi atburðir, sem tengjast Dýrafirði og Arnarfirði, spái ég að muni koma fram á næsta ári, 2007. Það skal tekið fram til að forðast misskilning, að ef einhverjir af þessum spádómum mínum koma ekki fram á því herrans ári, þá færast þeir sjálfkrafa fram á árið 2008 og þá eru þeir nokkuð öruggir.

Veður ársins:
Ég spái því að veður ársins verði tiltölulega hagstætt öllum almenningi, til lands og sjávar. Það verður almennt gott veður, en lakara verður það á milli. Snjór mun verða nokkur í fjöllum svo skíðamenn haldi sæmilegum sönsum og skautasvell mun verða þokkalegt með köflum á Seftjörn í Haukadal og undir Fögrubrekku.

Höfrungur:
Íþróttafélagið Höfrungur mun slá í gegn á árinu, einkum þó Morgunsunddeild félagsins, sem mun fara í keppnisferð til Reykjavíkur.

Dýrafjarðargöng:
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mun lemja það í gegn á Alþingi á árinu að veitt verði fjárveiting í undirbúning Dýrafjarðarganga. Er ekki annað að sjá en verkið muni hefjast á miðju ári 2009.

Tiger Woods:
Golfklúbburinn Gláma mun heldur betur verða í sviðsljósinu þar sem hinn heimsþekkti kylfingur, Tiger Woods, mun koma í Dýrafjörð í júlí eða október og leika listir sínar á vellinum í Meðaldal.

Lágfóta:
Ekki mun verða mikið um tófu á árinu nema kannski helst seinni partinn, þegar yrðlingar fara að braggast. Gárungarnir munu koma fram með frumvarp að mannsnafninu Lágfóta og er það í framhaldi af samþykkt Mannanafnanefndar á nafninu Melrakki.

Flugfreyjufélagið:
Flugfreyjufélag Íslands mun halda aðalfund sinn í Haukadal í ágúst. Verður þá uppi fótur og fit, en það mun verða í fyrsta sinn sem félagið heldur aðalfund sinn utan Reykjavíkur. Þá mun Flugfreyjukórinn halda veglega tónleika í Samkomuhúsinu í Haukadal og verður aðgangur ókeypis.

Hringvegur:
Sá rómaði hringvegur milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, gjarnan nefndur Kjaransbraut verður vinsælli en nokkru sinni. Fólk mun bókstaflega flæða þessa mögnuðu leið, sem engum fannst ómaksins vert að leggja, nema fjöllistamanninum Elís Kjaran. Nú vilja margir Eddu kveðið hafa!!

Sumarsælubúðir!:
Lagður verður grunnur að framtíðar sumarbúðum fyrir börn í Dýrafirði, sem vekja munu verðskuldaða athygli, jafnvel út fyrir landsteinana. Aðstaða fyrir börn af öllu landinu verður fyrsta flokks, húsnæði gott og afþreying í hæsta gæðaflokki. Þetta mun líklega verða talin bylting ársins í Dýrafirði og hugsanlega á Vestfjörðum öllum.

Sálarlíf:
Það verður ansi létt í Dýrfirðingum á árinu og jafnvel taka sig upp hin elstu bros. Þessu veldur geðprýði margra heimamanna og mun hún njóta sín til hlítar.

Uppákomur:
Upp úr miðjum júlí verða mikil hátíðarhöld í Haukadal og verður greint frá því síðar hver ástæða þeirra er, en mikill fjöldi fólks mun streyma að, jafnt kristnir sem heiðnir menn, jafnvel Ásatrúar og verður glatt á hjalla.

Að lokum óskar Þingeyrarvefs-Völvan öllum árs og friðar og minnir fólk á að ganga hægt um gleðinnar dyr, flýta sér hægt í lífsgæðakapphlaupinu, sem lýkur hugsanlega um miðjan ágúst, ef svo heldur fram sem horfir.“

annska@bb.is


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli