Frétt

Leiðari 1. tbl. 2007 | 04.01.2007 | 08:57Litið um öxl

Eftir fremur rysjótt tíðarfar það sem af er vetri kvaddi árið með hefðbundnu gamlárskvöldsveðri sem og gerði landsmönnum kleift að bæta fyrra met í fírverkinu um fimmtung. Var þó síður en svo við litla viðmiðun að ræða. Enn eitt heimsmetið sem Íslendingar eiga var bætt. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Áramótin á Íslandi eru orðin söluvara. Með hverju árinu fjölgar útlendingum sem leggja leið sína til landsins til að sjá þetta brjálæði, eins og þeir munu hafa orðað það, sem hvergi fyrirfinnst á nokkru öðru byggu bóli.

Árviss þáttur áramótanna eru hugleiðingar stjórnmálaforingjanna þar sem gamla árið er gert upp um leið og loforðalínur eru lagðar í von um afla á kosningavetri, eins og nú er fram undan. Í þeim efnum sýnist sitt hverjum formanninum á hvaða mið skal róa. Alla jafnan eru þessar játningar lítt spennandi lestrarefni þótt auðvitað sé þar munur á. Í einu eiga foringjarnir þó samleið að þessu sinni: Að biðla til kjósenda í kosningunum á komandi vori.

BB hefur ekki legið á gagnrýni sinni á bruðlinu í utanríkisþjónustunni þar sem ótrúlegur ofvöxtur hefur átt sér stað; þar sem vinafólki og uppgjafa stórnmálamönnum (nú orðið allra flokka, að því er best verður séð) sem annað tveggja töldu orðið vonlaust að berjast fyrir áframhaldandi þingsetu eða þurfti að losna við til að leysa innri flokksmál, var úthlutað sendiherraembættum eins og hverjum öðru gjafabréfi í stórmörkuðum. Litið til fortíðar stingur yfirlýsing núverandi utanríkisráðherra um að sendiráðin séu of mörg og að sendiherrum verði ekki fjölgað frá því sem nú er því skemmtilega í stúf við afrekaskrá forvera hennar í embættinu. Þótt fækkun sendiráða hafi ekki verið lofað er þetta fyrsta skref ráðherrans jákvætt. Frekari lofsöngur yfir framtakinu verður þó látinn bíða síðari tíma þar sem eftir á að koma í ljós hvort orð ráðherrans halda eða hvort –svona gerir maður ekki- (í garð vina og kollega) ber fyrirætlanir ráðherrans ofurliði.

Fullyrða má að fólk hafi horft agndofa á aftöku Saddams Hussein, enda hefur hún verið fordæmd víðast hvar þótt forseti Bandaríkjanna hafi séð ástæðu til að fagna, enda vart við öðru að búast úr þeirri átt. Hvað sem öllum grimmdarverkum þessa illræmda einræðisherra líður er næsta víst að afleiðingar aftökunnar munu hafa þveröfug áhrif á við það sem til var ætlast. Með henni var líka komið í veg fyrir að réttað yrði með eðlilegum hætti í fjölda óhæfuverka sem einræðisherrann er sagður bera ábyrgð á.

Sambúðarvandamál þjóða verða ekki leyst með afstöðunni sem felst í auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Það er skelfileg tilhugsun að valdamestu menn heims skuli vera blindir fyrir þessum einfalda sannleika. Og ekki bætir um þegar þeir telja sér trú um að þeir gangi helveginn í nafni almættisins.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli