Frétt

Gísli Halldór Halldórsson | 31.12.2006 | 11:37Við áramót 2007 – nokkrar leiðréttingar

Gísli Halldór Halldórsson.
Gísli Halldór Halldórsson.
Sigurður Pétursson sendi bæjarbúum kveðju í pistli hér á BB ,,Við áramót – fjárhagur Ísafjarðarbæjar.” Hann byrjar kurteisislega á því að þakka öllum bæjarbúm fyrir samstarf og stuðning árinu 2006. Þetta er ánægjulegt ávarp hjá Sigurði og lítið um rangfærslur í því. Ég ætla einnig að færa öllum bæjarbúum kveðju og þakkir fyrir árið, en einnig þakkir meirihluta bæjarstjórnar fyrir það traust sem bæjarbúar auðsýndu okkur í kosningunum síðastliðið vor.

Rangfærslur

Það eru þó rangfærslurnar síðar í grein Sigurðar sem eru helsta ástæða þess að ég skrifa þessi orð. Hann heldur því fram sem sannleika að ekki hafi verið gert ráð fyrir sparkvelli á næsta ári. Þetta er alrangt, um það var sérstaklega getið í stefnuræðu bæjarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að framkvæmt yrði eftir því sem framlög kæmu frá KSÍ. Um leið og slíkt framlag kæmi yrðu gerðar viðeigandi ráðstafanir, haft samráð við íbúa hverfanna og hafist handa. Þessari ræðu var dreift á prenti og fór ekkert á milli mála hvað þar stóð skrifað.

Lygasögur

Sigurður sagði jafnframt í grein sinni að nýr sparkvöllur frá KSÍ hefði verið afþakkaður. Það er alveg lygilegt að hann skuli láta þetta út úr sér. Þess er getið í málefnasamningi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að koma skuli upp sparkvöllum í Ísafjarðarbæ. Þessa er einnig getið í áðurnefndri stefnuræðu. Að láta sér detta það í hug að við færum að afþakka slíkt framlag er furðulegt.

Hugur meirihlutans

Það var rætt í fullri alvöru á fundum meirihlutans fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að setja sparkvellina í forgang á næsta ári, Flateyri var þar nefnd sem fyrsti kostur en bent á að fyrst þyrfti að hafa samráð við íbúasamtök. Sparkvellirnir teljum við að hafi sérstaklega jákvæð áhrif á mannlíf í öllum hverfum. Ég ætla þó ekki að leyna fólki því að meirihlutinn þurfti að hafa mikið fyrir því að minnka væntanlegt tap samkvæmt fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar árið 2007. Tapið samkvæmt áætlun hjá Ísafjarðarbæ og öllum stofnunum endaði þó í 100 milljónum króna, sem er auðvitað alls ekki nógu gott og kallar á áframhaldandi vinnu við úrbætur eftir áramótin. Meirihlutinn taldi sér því ekki stætt að fara út í gerð sparkvalla nema til kæmi framlag frá KSÍ.

Framlag frá KSÍ

Á þeim tíma sem leið frá fyrri umræðu um fjárhagsáætlun til þeirrar síðari fengum við þær upplýsingar að KSÍ leggði til framlag til eins sparkvallar á næsta ári. Það var því ekki með neinum trega sem við samþykktum tillögu Í-listans við síðari umræðu um gerð sparkvallar á Flateyri á næsta ári. Það má spyrja sig hvort rétt hefði verið að ræða við íbúa hverfanna áður en staðsetning sparkvallarins væri ákveðin, en Flateyri er að okkar mati góður kostur. Vonandi koma þó fleiri sparkvellir í Ísafjarðarbæ hið fyrsta.

Tillögur Í-listans

Sigurður rekur tillögur Í-listans og fer almennt rétt með þær. Það má þó skilja á honum að hann hafi bæði ætlað að spara 40 milljónir og jafnframt framkvæma sem mest af kosningaloforðum meirihlutans. Þetta er auðvitað ekki rétt. Tillögur Í-listans í heild sinni áttu að koma út á núlli, ef þær hefðu verið framkvæmanlegar. Þar var þó nokkuð ríflega reiknað á betri veginn, auk þess sem tillögur Í-listans um 10% niðurskurð á yfirvinnu, burtséð frá því fyrir hvað verið var að greiða fólki með þessum yfirvinnugreiðslum, hefðu verið óframkvæmanlegar með þessum hætti eða jafngilt uppsögnum fjölda starfsmanna. Hefði verið farið að öllum tillögum Í-listans má gera ráð fyrir nettó kostnaðarauka nálægt 10-30 milljónum eftir því hve illa hefði tekist til en ekki sparnaði upp á 40 milljónir króna. Þar að auki mátti reikna með gífurlegri óánægju meðal mörghundruð starfsmanna Ísafjarðarbæjar vegna skertra launakjara án rökstuðnings.

Meðal tillagna meirihlutans

Þrátt fyrir að 100 milljón króna tap verði á rekstrinum skv. fjárhagsáætlun 2007, þá náðist að koma því þannig fyrir að lokum að reksturinn mun skila 192 milljónum inn í sjóðstreymið. Miklar framkvæmdir verða í bæjarfélaginu m.a. við hafnir og grunnskóla. Meirihlutinn nefndi það í stefnuræðu við fyrri umræðu að farið verði í endurskoðun á starfaskipulagi, yfirvinnu og fleiri þáttum í stjórn bæjarins. Þessi vinna verður sett af stað strax á nýju ári. Hvert starf þarf að skoða af íhygli og taka ákvörðun í framhaldi af því, en ekki höggva á báða bóga.

Sorpbrennslan okkar, Funi, er sú dýrasta og vandaðasta á landinu þó svo að við séum ekki alltaf ánægð með sjónmengun frá henni. Sorpgjaldið er nú hækkað í kr. 29.000,- til að minnka tap bæjarins af þessari sorpeyðingarstöð. Það dugir þó ekki til. Hins vegar hefur samanburður við önnur sveitarfélög bent til þess að sorphirða sé hér hagkvæmari en víðast hvar, það hefur síst versnað með nýgerðum samningum.

Íbúðirnar á Hlíf

Íbúðirnar á Hlíf sem meirihlutinn vill selja verða áfram íbúðarúrræði fyrir aldraða þó svo að einhver annar en bærinn eigi þær. Það sem er áhyggjuefni er að gríðarlegur viðhaldskostnaður er fyrirliggjandi á þessum íbúðum, milljónir á íbúð og 50-100 mkr. í heild. Það er ekki hægt að sjá að bærinn geti ráðist í slíkar framkvæmdir á næstunni. Það skal tekið fram að fólk verður ekki rekið á dyr, heldur verða íbúðir seldar eftir því sem þær losna. Það kemur bænum vel fjárhagslega, íbúðunum vel viðhaldslega og íbúunum sjálfum ímyndarlega að þessar íbúðir verði seldar. Íbúðirnir verða betur komnar í eigu einstaklinga sem geta reiknað ástand íbúðanna inn í kaupverðið og séð um að lagfæra þær að eigin skapi.

Árangur þrátt fyrir erfitt umhverfi

Þrátt fyrir að 100 milljóna króna tap verði á rekstrinum skv. fjárhagsáætlun 2007, þá mun reksturinn engu að síður skila okkur 192 milljónum inn í sjóðstreymið gangi áætlunin eftir. Miklar framkvæmdir verða í bæjarfélaginu, m.a. á að nýta mótframlag ríkisins til hafnarmála með því að fara í 40 milljóna króna hafnarframkvæmdir í bæjarfélaginu á árinu 2007, þá verður áframhald á framkvæmdum við grunnskóla svo það stærsta sé talið og óhætt að treysta á áframhaldandi uppsveiflu. Vonandi munum við fara að sjá fjölgun íbúa í framhaldinu. Margt hefur lagst á eitt til þess að gera rekstur Ísafjarðarbæjar og fjölda annarra sveitarfélaga erfiðan. Utanaðkomandi aðstæður voru óhagstæðar á árinu. Verðbólguskotið kom illa við okkur, það hafði vond áhrif og verðbætur urðu yfir 100 milljónir, einnig gerir verðbólgan erfiðara fyrir að halda rekstrinum í lagi. Þá urðu ófyrirséðar launahækkanir í vor þegar R-listinn gaf út kosningatékkann, þær hækkanir færðust sjálfkrafa yfir til okkar, ýmsum til hagsbóta þó. Við teljum einnig að enn eigi eftir að rétta hlut okkar gagnvart ríkinu og stóru sveitarfélögunum.

Meirihlutinn mun halda áfram að óska eftir réttum hlut í skiptingu fjármuna milli ríkis og sveitarfélaga. Þangað til það tekst verðum við þó að taka til hendinni og gera reksturinn eins hagkvæman og nokkur kostur er án þess að bæjarfélagið hætti að blómstra.

Gæfuríkt ár

Ég vil að lokum, fyrir hönd meirhluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, óska okkur íbúum Ísafjarðarbæjar gjöfuls og gæfuríks árs 2007.

Gísli Halldór Halldórsson.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli