Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 30.12.2006 | 13:11Uppgjörið framundan

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Fljótt leið þetta árið, viðburðarríkt eins og oft áður. Haustið gott en sumarið misjafnt að gæðum. Ég vil þakka samstarfið öllum þeim sem ég átti samskipti við á árinu og senda þeim óskir um gott og gæfuríkt nýtt ár og hugsa gott til samstarfs á nýju ári. Í stjórnmálunum eru alltaf næg verkefni ef áhuginn er fyrir hendi til þess að sinna þeim. Framundan eru alþingiskosningar og þá verður kjörtímabilið gert upp og línur lagðar fyrir næstu 4 ár.

Ég hef lagt mig fram um að vinna í samræmi við þá stefnu sem ég bauð mig fram fyrir og hef starfað samkvæmt samstarfssáttmála stjórnarflokkanna. Ég hygg að engin dæmi megi finna þar sem ég hef vikið frá stuðningi við þau ákvæði, þótt ég hafi ekki verið þeim öllum fyllilega sammála. Engu að síður hefur þetta kjörtímabil verið viðburðarríkt vegna ágreinings sem hefur risið í nokkrum málum og ber þar hæst stuðningur Íslands við innrásina í Írak, fjölmiðlamálið og fyrirhuguð einkavæðing Ríkisútvarpsins.

Þau mál voru ekki hluti af stjórnarsáttmálanum og engar flokkssamþykktir liggja fyrir til stuðnings við ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Í þessum málum hef ég fylgt því sem ég tel rétt og tel mig hafa fullan rétt til þess. Í stórum málum sem þessum verða flokkarnir að vinna í samræmi við stefnu sína og skuldbindingar við kjósendur og félagsmenn. Fráleitt er að fáir og stundum örfáir taki sér allt vald og gefi út tilkynningar um ákvörðun stjórnvalda og ætli þingmönnum að vera í hlutverki fótgönguliða sem styðji og verji ákvörðunina út yfir gröf og dauða.

Þingmenn sem gangast við slíku hlutverki eru að bregðast kjósendum, gengisfella Alþingi og veikja lýðræðið. Eitt sinn var kjörorð formanns Sjálfstæðisflokksins – gjör rétt, þol ei órétt. Í því felst að menn eiga að þekkja muninn á réttu og röngu og gera það rétta, hvað sem líður vilja einhverra forystumanna og það sem er jafnmikilvægt að þola ekki órétt. Það er einmitt ekki hlutverk alþingismanna að verja sinn mann hvað sem hann gerir, rétt eins og einn þingmaðurinn sagði svo eftirminnilega um daginn í sjónvarpsþætti. Sá þingmaður þoldi og varði órétt árum saman vitandi vits.

Í kjörorðinu felst að trúnaðurinn á að liggja við hugsjón og hugmyndir og vera ofar trúmennsku við duttlungafullar persónur. Segja má að ég hafi í raun unnið eftir þessu kjörorði fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins en verið legið á hálsi fyrir eins og kunnugt er. Á þessu þarf að verða breyting. Alþingismenn eru kjörnir af þjóðinni og hafa umboð hennar ólíkt því sem á við um ráðherra. Þingmenn eiga að tala fyrir kjósendur sína og láta það koma fram við meðferð og afgreiðslu mála á Alþingi. Þar er vettvangurinn. Það þarf að styrkja lýðræðislega stjórnarhætti.

Þessi mál verða gerð upp í komandi kosningum ekki síður en önnur mikilvæg mál svo sem á sviði efnahagsmála, atvinnu- og samgöngumála eða varðandi jöfnuð í þjóðfélaginu svo fátt eitt sé nefnt. Ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo verði og mun ekki leggja árar í bát. Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af pólitískri heilsu minni meðan áhuginn er enn brennandi og þrekið til staðar.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli