Frétt

Kreml.is - Magnús Á. Magnússon | 25.03.2002 | 20:34Vetrarfrí, vorfrí og sumarfrí

Magnús Árni Magnússon.
Magnús Árni Magnússon.
Nú fer að renna upp tími frídaganna. Páskarnir, Sumardagurinn fyrsti, Uppstigningardagur, Fyrsti maí, Hvítasunnan. Það er varla að það sé ein heil vinnuvika að vori. Þetta er auðvitað samfélaginu dýrt, sérstaklega þegar um er að ræða fimmtudagsfríin. Þau nýtast ekki ferðaþjónustunni sem “langar helgar? heldur eru bara rof á venjulegri viku í framleiðslu og þjónustu. Svo koma sumarfríin. Þjóðfélagið fer niðrí hálfan hraða þegar verst lætur á sumrin. Einmitt þegar skilyrði til vinnu eru best á Íslandi, þegar hægt er að komast á milli húsa án þess að vindstigin svipti menn lágmarkssjálfsvirðingu og slabbið og saltið eyðileggi skóna, þá leggst allt í dvala.
Það er skoðun undirritaðs að við Íslendingar ættum smám saman að snúa þessu á haus. Við ættum að loka þessu samfélagi í janúar og febrúar og koma okkur burt af þessu skeri til hlýrri og sólríkari landa. Á sumrin ættum við svo að nýta okkur það að það er hægt að lifa hérna þokkalega eðlilegu lífi fyrir veðrinu.

“Guð minn góður? segja þá einhverjir. “Eigum við að fara að hanga í vinnunni þegar sólin skín fyrir utan gluggann?? Staðreyndin er sú að sumarveðrið hér á landi er áþekkt veðrinu á Bretlandseyjum í mars: Fimmtán stiga hiti og hætt við rigningu.

En hvað með ferðalög innanlands? Myndu þau þá ekki leggjast af með tilheyrandi afhroði fyrir ferðaþjónustuaðila? Hugsanlega mætti leysa þetta vandamál með því að leggja niður fimmtudagsfríin og þriggja daga helgarnar á vorin, þegar veðrið er í jaðrinum á því að vera hæft til ferðalaga og færa þær yfir á sumarið. Leggja niður frí á Sumardaginn fyrsta, Uppstigningardag, Fyrsta maí og Hvítasunnunni og vera með langar helgar allan júlí og síðan verslunarmannahelgina. Við Íslendingar ferðumst hvort eð er um landið í slíkum smáskömmtum og búum hjá vinum og ættingjum, eða í tjaldi á útihátíðum.

Auðvitað geri ég mér grein fyrir að þetta gerist aldrei í einu vetfangi. Hins vegar er ljóst að þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að skoða í fullri alvöru. Umræðan um fimmtudagsfrídagana verður sífellt háværari og afkáralegt í raun að til séu “lögbundnir frídagar?, sérstaklega þegar þeir eru inni í miðri viku og eyðileggja allt eðlilegt flæði í vinnuvikunni. Umræðan um vetrarfrí í stað sumarfrís er líka komin af stað. Víða erlendis tíðkast vetrarfrí og gefast vel. Við Íslendingar ættum auðvitað síst að fara til útlanda til að njóta sólar þessa fáu mánuði sem veður er þokkalegt hér á landi. Umræðan um lækkun stúdentsprófsaldurs mun líka smám saman bitna á hinu óhóflega sumarfríi menntageirans. Eins mun aukin ferðaþjónusta hér á landi krefjast þess að æ meira af þjóðfélaginu sé í gangi yfir sumartímann. Við þurfum að vera vakandi og í vinnunni til að hirða peningana af þeim sem hingað koma til að njóta Íslands þegar það skartar sínu fegursta.

Magnús Árni Magnússon. Pistill þessi birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli