Frétt

mbl.is | 28.12.2006 | 08:20Tjón vegna flóða og skriðufalla verður ekki að fullu ljóst fyrr en í vor

Engar tilkynningar um tjón af völdum flóða eða skriðufalla nú fyrir jólin höfðu borist skrifstofu Bjargráðasjóðs í gær, að sögn Þórðar Skúlasonar framkvæmdastjóra sjóðsins. Hann sagði að héraðsráðunautar og dýralæknar væru trúnaðarmenn sjóðsins og þeir sem yrðu fyrir tjóni sneru sér fyrst til þeirra. Héraðsráðunautar mætu tjón á ræktunarlandi, girðingum og þess háttar en dýralæknar meta tjón vegna sjúkdóma á búpeningi. Tilkynningar myndu síðan berast Bjargráðasjóði frá trúnaðarmönnunum eða umsækjendum sjálfum þegar matið liggur fyrir. Svo skammt er liðið frá flóðunum að líklega eru ekki öll tjón komin í ljós og þau hafa örugglega ekki verið metin nema að sáralitlum hluta.

Þórður sagði að sér sýndist fyrst og fremst koma til álita að almenn deild Bjargráðasjóðs bætti hugsanlega þau tjón sem urðu vegna vatnavaxtanna, fengjust þau ekki bætt með öðrum hætti. Búnaðardeildin bætir þó tjón á búfé og búfjárafurðum séu ekki almennt keyptar tryggingar vegna slíkra tjóna.

Bjargráðasjóður skiptist í tvær deildir, almenna deild og búnaðardeild. Hlutverk almennu deildarinnar eru m.a. að veita einstaklingum, félögum og sveitarfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta bein tiltekin tjón af völdum náttúruhamfara. Tjónin geta t.d. verið á gjaldskyldum fasteignum. Einnig tjón á landsvæðum, götum og gangstéttum sveitarfélaga, tjón á girðingum, túnum og rafmagnslínum er tengjast landbúnaði og tjón á vélum, tækjum, heyi og áhöldum sem notuð eru við landbúnaðarframleiðslu og/eða við starfsemi sveitarfélaga. Til ráðstöfunar í tjón úr almennu sjóðsdeildinni gætu verið allt að 221 milljón króna, samkvæmt upplýsingum frá Bjargráðasjóði.

Hlutverk búnaðardeildar Bjargráðasjóðs er m.a. að bæta tjón á búfé og afurðum búfjár og tjón á garðávöxtum. Einnig bætir hún tjón af völdum sjúkdóma, óvenjulegs veðurfars og slysa þegar ásetningi eða gáleysi eiganda eða umsjónarmanns verður eigi um kennt eða eðlilegar varnir hafa verið við hafðar. Til ráðstöfunar úr búnaðardeild gætu því verið allt að 228 milljónir, miðað við síðustu áramót.

Runólfur Sigursveinsson, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sagði að enn væri ekki búið að meta tjón sem varð í flóðunum á Suðurlandi á dögunum. Væntanlega verði farið í að skoða tjón á vettvangi eftir áramótin.

"Það er alveg ljóst að girðingar eru mjög illa farnar víða. Hvað varðar ræktað land liggur ekki ljóst fyrir fyrr en í vor hversu mikið tjónið er," sagði Runólfur. Hann sagði að bændur væru margir með búfjártryggingar. Bjargráðasjóður kæmi við sögu þar sem tryggingavernd lýkur og það hefði yfirleitt verið í tengslum við ræktunarland og girðingar. Þó væri ljóst að menn fengju skaða sinn ekki bættan að fullu.

"Þetta skýrist ekkert fyrr en búið er að fara á svæðin og átta sig á umfanginu," sagði Runólfur. Frestur til að tilkynna tjón til Bjargráðasjóðs er eitt ár.

Guðmundur Steindórsson, héraðsráðunautur hjá Búgarði, ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi, sagði að mjög víða um héraðið hefði orðið tjón vegna skriðufalla eða flóða nú fyrir jólin. Mest varð tjón frammi í Eyjafirði, en einnig í Hörgárdal og Öxnadal. Skriður fóru víða yfir ræktunarlönd og tættu niður girðingar, eins fórst búsmali og virkjun skemmdist. Guðmundur sagði erfiðara að meta tjón vegna flóðanna á ræktunarlandi fyrr en næsta vor.

Væntanlega verður farið að meta tjón vegna þessara hamfara í byrjun nýs árs. Guðmundur treysti sér ekki á þessu stigi málsins til að segja nákvæmlega til um hvað yrði bætt og hvernig, en taldi að Bjargráðasjóður kæmi a.m.k. að tjóni á girðingum og ræktunarlandi.
Á annan tug tilkynninga um tjón
Viðlagatryggingu Íslands hefur þegar borist á annan tug tilkynninga um tjón vegna vatnsflóða og skriðufalla sem urðu nýlega, að sögn Ásgeirs Ásgeirssonar framkvæmdastjóra. Tjónin sem tilkynnt var um voru skoðuð fyrir jólin. Þau voru á Suðurlandi og í Eyjafirði. Bæði ollu skriður tjónum og einnig flæddi inn í hús og sumarbústaði. Ásgeir taldi ekki ólíklegt að fleiri tilkynningar ættu eftir að berast.

Viðlagatrygging bætir m.a. tjón á húseignum og lausafé vegna skriðufalla og flóða úr ám, vötnum og sjó. Skoðunarmenn fara og skoða hvert tilvik.

Ásgeir sagðist ekki geta á þessu stigi veitt upplýsingar um stærðargráðu þessara tjóna í krónum talið. Það væri þó ljóst að verulegt eignatjón hefði orðið á bænum Grænuhlíð í Eyjafirði. Ásgeir sagði að fjárhagslegur skaði yrði metinn og bættur, en tjón þeirra sem yrðu fyrir svona vá væri meira en fjárhagslegt. Alvarlegasta tjón fólks sé að verða fyrir svona válegum atburði.

Að sögn Ásgeirs er Viðlagatrygging vel borgunarhæf fyrir þessum tjónum. Eignir hennar eru tæplega 13 milljarðar og að auki eru endurtryggingar, svo að Viðlagatrygging gæti bætt tjón upp á rúmlega 25 milljarða.


bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli