Frétt

Kreml.is - Kolbeinn Einarsson | 22.03.2002 | 09:55Drekinn Eldspúandi

Kolbeinn Einarsson.
Kolbeinn Einarsson.
Undanfarin misseri hefur farið fram talsverð umræða um dómgreindarbrest Össurar Skarphéðinssonar í bréfaskriftum til Baugs. Það er óþarfi að orðlengja um það mál hér. Össur var einfaldlega fljótfær, og reiður út í Baug, því að eins og málið horfði við honum voru þeir að níðast á litla bróður hans. Lái honum hver sem vill. Bræði hans var af persónulegum toga, og flestum afskaplega skiljanleg.
Í umræðunum um mál Össurar hafa pótintátar íhaldsins farið mikinn og talað um að þarna hafi ÖS fallið á “enn einu prófinu?, en sem betur fer er almenningur orðin ónæmur fyrir upphlaupunum í höfuðpáfa áróðursvígis Sjálfstæðisflokksins. Þá fyrst hringja viðvörunarbjöllurnar og fyrirvarinn er settur á hjá almenningi þegar HHG opnar munninn.

Sjálfstæðisflokkurinn tók þessu máli fegins hendi og einhenti sér í að draga nú athyglina að því til þess að reyna að draga athygli almennings frá þeim daunilla spillingarþef sem farið er að leggja af þeim sjálfum.

Öfugt við þeirra eigin leiðtoga sem jafnan er nefndur merkilegast stjórnmálamaður síðustu aldar, þá héldu þeir því fram að maður sem sendi svona bréf, hefði ekki þá stillingu og sjálfstjórn sem til þarf til þess að vera forsætisráðherra.

Það er því gaman að fylgjast með drekanum Davíð, þegar Samtök Iðnaðarins hafa drepið sínum létta fæti á hala hans. Hann birtist eldspúandi og beinir loga sínum að SI en um leið ríflega 90% þjóðarinnar sem telja rétt að athuga nú aðeins betur með Evrópusambandið. Skilaboðin eru skýr – “Ég vil ekki svona kannanir, og ég vil enga umræðu um þetta mál. Ef þið haldið ykkur ekki á mottunni þá skrúfa ég fyrir tekjurnar ykkar?, segir drekinn.

Þrátt fyrir að Davíð sé óneitanlega mikilhæfur stjórnmálamaður, og þaulseta hans á valdastóli – fyrst í borginni og svo í forsætisráðuneytinu hljóti að teljast veruleg afrek á vetfangi íslenskra stjórnmála, þá er það nú svo að á bak við glansmyndina af “merkilegasta? stjórnmálamanni okkar tíma er önnur ímynd sem allir þekkja. Það er mynd af manni sem engu gleymir sem gert er á hans hlut, tuktar menn til ef þeir fara ekki að vilja hans, sendir mönnum hótunarbréf – þó svo að hann sé eflaust nógu klókur til þess að svoleiðis geri hann frekar í einkasamtölum.

Hvort sem það verður Össur Skarphéðinsson, Halldór Ásgrímsson eða bara einhver annar sem tekur sér gervi Sigurðar Fáfnisbana og leggur drekann að ári – þá munum við öll geta anda ofurlítið léttar ef það tekst.

Skilboð íslendinga með Gallup könnunni til íslenskra stjórnmálamanna eru skýr. Við erum ekki hrædd við að vera þjóð meðal þjóða í Evrópu. Við viljum láta á það reyna hvort að hægt er að ná hagstæðum samningum við Evrópusambandið, og það er ykkar verkefni að sjá okkur fyrir eðlilegri umræðu um þetta mál.

Íslendingum hefur áður verið siglt inn í svartnætti einangrunar af misvitrum stjórnmálamönnum. Sú reynsla mun vonandi skila sér inn í kjörklefana að ári.

Pistill Kolbeins Einarssonar birtist á Kreml.is

Kreml.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli