Frétt

bb.is | 21.03.2002 | 09:58Besta rekstrarár í sögu Póls á Ísafirði

Höfuðstöðvar Póls hf. á Ísafirði.
Höfuðstöðvar Póls hf. á Ísafirði.
Póls hf. á Ísafirði var rekið með 25,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári á móti 8,1 milljóna króna hagnaði árið 2000. Þetta sjötta árið í röð sem hagnaður er af rekstri félagsins. Jákvæða afkomu á þessu besta rekstrarári í sögu fyrirtækisins má rekja til ýmissa samverkandi þátta þar sem allir starfsmenn lögðust á það markmið að gera árangurinn betri en áður hefur sést hjá félaginu. Mestan þátt átti aukning í sölu á flæðisamvali til Noregs, en einnig varð metár í sölu skipavoga. Þetta koma fram á aðalfundi Póls sem haldinn var á mánudag.
Staða Póls hefur aldrei verið sterkari, efnahagslega stendur félagið sterkt með yfir 50% eiginfjárstöðu og markaðslega hefur fyrirtækinu vaxið verulega fiskur um hrygg auk þess sem tæknileg geta fyrirtækisins er nægileg til að ráðast í að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem félaginu standa til boða.

Góð afkoma

Rekstrartekjur Póls hækkuðu um 38% milli ára og eru ástæður þess aðallega mikil aukning í sölu á flæðisamvalsvélum, metsala á skipavogum auk lækkunar íslensku krónunnar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármunaliði (EBIT) rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nam 37 milljónum króna eða 12% af veltu. Afskriftir námu 5,3 milljónum króna í fyrra og fjármunaliðir voru jákvæðir um 5,7 milljónir króna á móti 0,8 milljóna gjöldum í fyrra. Eignir félagsins jukust um 62% milli ára og námu 152 milljónum króna um síðustu áramót. Arðsemi eiginfjár var jákvæð um 48% á móti 18,5% árið á undan. Veltufjárhlutfall, sem mælir hlutfall skammtímaskulda og veltufjármuna var 2,06 um síðustu áramót en 2,47 árið á undan. Eigið fé félagsins jókst um 28,5 milljónir og eiginfjárhlutfall er nú 52,7% samanborið við 54,77% árið áður. Framlegð batnaði milli ára og var 45% miðað við 33% árið á undan. Hlutfall útflutnings var yfir 90% af framleiðslu fyrirtækisins.

Gerð var breyting á yfirstjórn fyrirtækisins snemma árs er eiginleg staða framkvæmdastjóra var lögð niður. Þess í stað annast þrír lykilstarfsmenn rekstur fyrirtækisins, markaðsstjóri, þróunarstjóri og fjármálastjóri. Fjöldi starfsmanna Póls var 27 að jafnaði í fyrra en ráðgert er að þeir verði 29-30 á þessu ári.

Yfirtaka á Icon ehf. og málaferli í Noregi

Póls hf. yfirtók 100% eignarhlut í sölu- og markaðsfélaginu Icon ehf. á árinu. Talsverður ávinningur var af því, sérstaklega til eflingar á starfsemi Póls á sviði heildarlausna fyrir sjávarútveg. Málaferli Vega Vekt A/S, fyrrum umboðsaðila Póls í Noregi, gegn fyrirtækinu stóðu yfir lengi árs og var niðurstaða undirréttar að Póls var sýknað og Vega Vekt var dæmt til að greiða allan málskostnað. Póls Norge A/S annast nú alla sölu og þjónustu fyrir Póls hf. í Noregi. Framtíðarvaxtarmöguleikar Póls Norge eru slíkir að fátt takmarkar þá annað en eigin geta og dugnaður. „Uppbygging starfseminnar í Norður Noregi er tækifæri sem vert er að hyggja að og einnig sá möguleiki sem við eigum í því að þróa nýjar vörur fyrir norska markaðinn í samstarfi við Ragnar Ingólfsson, aðaleiganda og stjórnanda Póls Norge,“ segir í frétt frá félaginu.

Markaðsmál og þróun

Þar segir einnig: „Eins og tekjuaukningin ber með sér tókst vel til með markaðssetningu Póls-vara árið 2001. Bætt var við starfsmanni í markaðsdeild og starfa nú þrír markaðs- og sölumenn hjá Póls. Hugað er að frekari uppbyggingu markaðsdeildarinnar með þarfir fyrirtækisins í huga, þar sem langtímamarkmið þess um vöxt eru í fyrirrúmi. Af einstökum málum ber hæst að staðfestur var samningur um sölu á vinnslukerfi til Uganda að verðmæti 1,2 milljónir USD, með afhendingu búnaðarins á þessu ári.

Unnið var við fjölmörg minni þróunarverkefni á árinu, sem snérust aðallega að viðhaldi og endurbótum á núverandi framleiðsluvörum. Fjölbreytileiki framleiðsluvara kallað á stöðuga endurnýjun og aðlögun og að jafnaði unnu fimm starfsmenn beinlínis að þróun, auk annarra starfsmanna sem komu að málum eftir því sem þurfti. Aðeins eitt stórt þróunarverkefni var sett á laggirnar á síðasta ári, samvalsflokkari, og var frumgerðin gangsett um mitt ár og sett upp hjá Kambi hf. á Flateyri. Prufukeyrsla hefur gengið vel eftir væntingum og hefur tíminn verið notaður til endurbóta og lagfæringa. Fyrsta salan á slíku tæki fór einnig fram undir lok ársins og verður sá flokkari afhentur í Chile. Umræddur samvalsflokkari getur, ef vel tekst til, gefið Póls stórt stökk framávið inn á fiskeldismarkaðinn, auk þess sem vélin sem slík getur einnig orðið eftirsótt í hefðbundinni vinnslu sjávarafurða. Stefnt er að því að þessi vél verði undirstaðan í þeim vexti sem Póls stefnir að á næstu

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli