Frétt

| 05.07.2000 | 14:50Mat á ,,listamönnum“ of eða van?

Seinast var vikið að vestfirskum stjórnmálamönnum í tengslum við sýninguna og málþingið Vestfirðir og stjórnmál. Bráðskemmtileg samantekt Ólafs Þ. Harðarsonar dósents í stjórnmálafræði á erindi við fleiri en gesti í Edinborgarhúsinu 18. júní síðastliðinn. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 má segja að allir þingmenn séu listamenn í þeim skilningi að þeir eru kosnir af listum stjórnmálaflokkanna. Einmenningskjördæmin voru skemmtilegri. Í þeim höfðu kjósendur áhrif á val manna, en sá galli fylgdi, að mikil skekkja skapaðist milli fylgis flokka og fjölda þingmanna.

Ólafur Þ. Harðarson sýndi með tölum hversu lengi þingmenn á og af Vestfjörðum héldu um stjórnvöl landsstjórnarinnar og voru þeir í öðru eða fyrsta sæti eftir því hvernig talið var. En eins og kom fram í máli eins þeirra er sóttu málþingið, þá er ekki endilega víst að bein tengsl séu milli þess að stýra þjóðarskútunni og þeirra áhrifa sem menn hafa á þjóðarhag til góðs. Það mætti athuga betur. Stundum vaknar sá grunur, að samsteypustjórnir og krafturinn sem fer í að halda þeim saman dragi úr áhrifamætti ráðherra eða forsætisráðherra, einkum hinna síðarnefndu. Nú er ekkert einfalt í stjórnmálum þótt svo kunni að virðast. En niðurstaðan var óneitanlega afgerandi og tveir forseta lýðveldisins hafa tekið út pólitískan þroska á Vestfjörðum, þótt með ólíkum hætti sé, þeir Ásgeir Ásgeirsson, fæddur 13. maí 1894, og Ólafur Ragnar Grímsson, fæddur 14. maí 1943. Hina þrjá má einnig tengja Vestfjörðum með ýmsum hætti. En hvernig verður rétt mat fengið? Eftir stendur er að ýmsir þættir stjórnmálasögu Vestfjarða, einkum þeir sem eru samofnir sögu þjóðarinnar allrar, þarfnast frekari rannsókna. Persónusaga Jóns Sigurðssonar hefur verið nefnd, Skúlamál öll og áhrif vestfirskra stjórnmálamanna á sögu og hag þjóðarinnar. Hafi menningarnefndin þökk fyrir sinn þátt og allir hinir líka. En menningarnefndin gerði fleira.

Það var mikil nýlunda á Ísafirði að gera þeim þætti alþýðumenningarinnar, sem dægurtónlist er, jafn hátt undir höfði og gert var með stórtónleikum í Íþróttahúsinu á Torfnesi á Jónsmessunni 2000. Það var veisla fyrir augu og einkum eyru og sýndi rækilega að alþýðulistamennirnir, poppararnir, eru síst of metnir. Ísafjörður hefur verið og er og verður mikill tónlistarbær. Ragnar H. Ragnar, Jónas Tómasson eldri og margir fleiri eiga þar mikinn heiður. En það hefur gleymst að þeir sem stunda dægurtónlist hafa staðið sig með mikilli prýði á sínu sviði. Nú skal aðeins einn nefndur, Rafn Jónsson, sem skipulagði hina frábæru tónleika á Jónsmessunni. Vart getur ötulli talsmann þessarar tónlistar og Ísafjarðar. Hann á heiður skilinn og sýndi að kannski eru hann og hans líkar vanmetnir listamenn. Nú blasir við óplægður akur og efnin eru nóg hér heima. Hugmyndir þarf að forma og hrinda í framkvæmd.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli