Frétt

Stakkur 52. tbl. 2006 | 29.12.2006 | 08:37Áraskipti

Þegar eitt ár kveður og annað tekur við líta menn um öxl og fram á veg nokkurn veginn í sömu andrá. Öllum er hollt að staldra við og meta liðið og velta fyrir sér hvað nýtt ár muni bera í skauti. Vandi er að spá, einkum um framtíðina, er oft haft á orði. Hið liðna lítur hver sínum augum og tíminn máir smáatriðin af heildarmyndinni, nema minnið kalli sérstaklega á hjá þeim er rifjar upp. Hver er sýnin sem blasir við Vestfirðingi? Fólki fækkar, enn eitt árið. Því miður er ekki lát á. Engin stórslys hafa orðið og náttúran að sínu leytinu verið fremur hagstæð mannlífi. Afli dróst saman. Samgöngur voru í forgangi og eru enn. Tvennt ber þar hæst. Nýr vegur yfir Mjóafjörð og Reykjarfjörð verður lagður af vestfirskum verktökum og beðið er ákvörðunar um jarðgöng frá Bolungarvík.

Við getum því litið fram á veginn í mörgum skilningi. Íbúar Bolungarvíkur voru að ætlun Hagstofunnar 872 hinn 1. október s.l. Þeim hefur fækkað um ríflega 300 síðan 1. desember 1991, voru þá 1179 og munar um minna. Þeir er vilja muna vita hvernig rekið var á eftir vegabótum á miðjum níunda áratugnum. Reistir voru vegskálar í framhaldinu. Því var mjög fagnað og kostaði talsvert, var enda hluti svo nefndrar Ó-vega áætlunar, sem einnig tók til Ólafsfjarðarmúla, þar voru gerð göng, og Ólafsvíkurennis. Nú eru viðhorf breytt og vegabætur, sem gerðar voru fyrir tæpum tveimur áratugum duga ekki. Á sama tíma krefjast íbúar á Suðurlandi bóta á samgöngum sínum. Vestfirðingar sýnast ætla að hafa betur.

Hvað með sveitarfélögin sjálf? Fjárhagur þeirra virðist áður hafa staðið betur en nú. Miklar lántökur hafa verið samþykktar af hálfu Ísafjarðarbæjar. Mörgum er spurn hvað sé eftir af því sem fékkst fyrir sölu hlutarins í Orkubúinu. Gleðiefni var að Halldór Halldórsson skyldi kosinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitað er að það mun kosta nokkur ferðalög. Hvað með önnur á vegum sveitarfélaga á Vestfjörðum? Er ekki löngu tímabært að spara þar? Grímur Atlason er bæjarstjóri í Bolungarvík. Hann vill meira samstarf sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp. Þau eru nú þrjú og íbúar 5.173. Er ekki tímabært að sameina kraftana enn frekar? Ekki er sérstök tæknideild í Bolungarvík, ein starfar fyrir tvö sveitarfélög.

Krafa um jarðgöng kallar á sameiningu sveitarfélaga. Byrjun Gríms er góð en næstu skref má gjarna stíga strax og þá með sameiningu sveitarfélaganna þriggja að markmiði til hags íbúanna. Endurbætur Þingeyrarflugvallar eru íbúum öllum til gagns. Samstöðu má auka og efla styrk þessara rúmlega 5000 íbúa. Ósagt skal látið hver verður framtíð Orkubúsins en vonað að það eigi sér langa sögu sem og peningastofnanir í eigu heimamanna. Að mörgu er að hyggja, en lesendum óskað gleði og farsældar á nýju ári og þökkuð fylgdin á því er senn kveður.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli