Frétt

Leiðari 52. tbl. 2006 | 29.12.2006 | 08:35Stiklað á stóru

Árið sem nú er við það að hverfa í aldanna skaut var engin undantekning frá fyrri árum hvað varðar umgengni stjórnmálamanna um eigin orð. Hreinskilni þingmannsins, sem sagði byggðastefnuna meira samsafn af orðum en að þar væri nokkurs staðar um heilstæða stefnu að ræða, er eftirminnileg.

,,Ég er sannfærður um að Háskólasetur Vestfjarða mun innan tíðar verða Háskóli Vestfjarða og sem slíkur aðgöngumiði eða lykill svæðisins að þekkingarsamfélagi morgundagsins.“ Þessi orð þáverandi rektors Háskólans í Bifröst, er féllu við opnun Háskólasetursins í byrjun febrúar, eru í fullu samræmi við væntingar heimamanna til menntasetursins. Að árlega skuli dregið úr fjárveitingum til Menntaskólans á Ísafirði bendir hins vegar til að í háskóladæminu fylgi hugur ráðamanna ekki máli, að því marki sem heimamenn hafa vonast til. Ljóst er hversu mikla þýðingu það hefur fyrir landsfjórðunginn að öflugir skólar varði röð máttarstoða byggðakjarnans sem hér er ætlað að rísi. Vestfirðingar verða að slá skjaldborg um háskólasetrið og linna ekki sókninni fyrr en lokatakmarkinu er náð.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit um að ekki verði hróflað við núverandi stöðu Orkubús Vestfjarða er iðnaðarráðuneytið enn við sama heygarðshornið. Nú á að leggja OV og RARIK inn í Landsvirkjun, bókhaldslega eins og það er orðað. Á sínum tíma var lögð þung áhersla á að það væri annað að mála h/f á Búnaðarbankann eða selja hann. Þá áttu menn að vera menn orða sinna! Lyktir þeirrar sögu þekkir þjóðin. Talsmaður neytenda leggst gegn fyrirætlun iðnaðarráðherra og segir óheppilegt að OV og RARIK verði systurfélög á raforkumarkaði og dótturfélög Landsvirkjunar. Og hann sér ,,ekki hvernig þessi ráðstöfun styður þá stefnu stjórnvalda að stuðla að samkeppni á raforkumarkaði, neytendum í hag.“ Í þessu máli verða Vestfirðingar að halda vöku sinni.

Viðurkenningin sem féll í skaut 3X-Stál með Útflutningsverðlaunum forseta Íslands er sönnun þess að staðsetning hátæknifyrirtækja er ekki bundin við póstnúmer 101. Óplægði akurinn á þessu sviði er stór. Til mikils er að vinna að laða slík fyrirtæki til Vestfjarða.

Ein megin forsenda þess að heildardæmið gangi upp er að Vestfirðingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn hvað samgöngur varðar. Í þeim efnum hefur tilfinnanlega skort framsýni.

Að lokum: Verum þakklát fyrir það góða sem okkur hefur áskotnast á árinu. Göngum einörð til sóknar á komandi tímum.

Bæjarins besta þakkar lesendum sínum og öðrum viðskiptavinum samfylgdina á árinu og óskar þeim friðar og farsældar á komandi ári.
s.h.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli