Frétt

Stakkur 12. tbl. 2002 | 20.03.2002 | 13:34Drullusokkar og gangsterar?

Fyrir rúmum hálfum mánuði lét formaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, gamminn geisa og þóttist vera allt annar maður. Í stað alþingismannsins og formanns næst stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, sem reyndar hefur einnig á að skipa næst stærsta þingflokknum, þóttist Össur Skarphéðinsson vera líffræðingur og það er svo sem rétt. Honum gleymdist eitt mikilvægt atriði, að Össur Skarphéðinsson er opinber persóna og stjórnmálamaðurinn getur ekki skýlt sér á bak við líffræðinginn, þótt báðir búi í sama búknum. Því síður gat hann leyft sér þó hann meinti í þágu bróður síns að senda eitthvað, sem hann reyndi að telja sjálfum sér og þjóðinni trú um að væri einkabréf, á tölvupóstfangi Alþingis. Skiptir engu þótt hann skýli sér bak við reiði. Magnús Skarphéðinsson þrifa- og þvottamaður, sem rekur hreingerningafyrirtæki er fullorðinn maður og verður að bera ábyrgð á sér sjálfur. Í því er fólgið að hann verður líkt og Jón og Gunna að heyja lífsbaráttunna án beinnar aðstoðar stjórnmálaforingja, sem telur sér sæmandi að hella úr skálum reiðinnar yfir þá sem honum mislíkar við af hreinum og klárum persónulegum ástæðum.

Eða var foringi jafnaðarmennskunnar í landinu að senda frá sér þau skilaboð að sumir væru jafnari en aðrir og það svo mjög, að réttlæti hótanir um að ævi sinni skyldi hann verja til að úthrópa stjórnendur Bónus með skrifum og ræðuhöldum. Þegar þetta yfirlýsta reiðikast formanns Samfylkingrinnar bætist við þau hörmulegu tíðindi af sjálftöku manna, sem flestir hafa verið taldir til fylgismanna formanns stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar og forsætisráðherra, er ekki að undra þótt almenningi sé enn ofboðið. Ef til vill væri jafnaðarmanninum Össuri Skarphéðinssyni hollt að rifja upp að menn eins og Pálmi Jónsson stofnandi Hagkaupa og Jóhannes Jónsson í Bónus hafa ef til vill gert meira fyrir alþýðu þessa lands með lækkun vöruverðs en stjórnmálamönnum flestum hefur tekist á langri ævi. Alþingismönnum og sveitarstjórnarfulltrúum er hollt að muna þá einföldu staðreynd að fæstum þeirra tekst að bæta kjör alþýðu með neitt viðlíka hætti og Hagkaup stuðluðu að fyrrum og Bónus nú.

Í Bónus eru viðskiptavinir ekki spurðir hvern þeir kusu seinast eða hvern þeir ætli að kjósa næst. Þeir einfaldlega ganga að vörunni og velja það sem þeim hugnast, borga og ganga út. Engar aðrar skuldbindingar fylgja, engar spurningar um ætt, uppruna eða vini hvað þá heldur hvort þeir séu ríkir eður ei. Hótanir um að viðkomandi skuli ofsóttir fyrir að segja bróður formannsins upp skúringum með athugasemdum um að þeir séu drullusokkar og engum líkari en suður-amerískum gangsterum og að stjórnmálaforinginn eigi langa ævi fyrir höndum til skrifta og ræðuhalda um þessa eiginleika þeirra lýsa engum betur en þeim sem heldur um pennann eða slær á lyklaborðið. Össur hefur beðist fyrirgefningar og vafalaust fæst hún eins og alltaf hjá þjóðinni. En á íslenska þjóðin skilið slíka stjórnmálmenn?


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli