Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 20.12.2006 | 09:34Þingnefndin birti gögnin

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Í síðustu viku var birtur opinberlega vitnisburður Carne Ross , eins af aðalsamningamönnum bresku ríkisstjórnarinnar á Sameinuðu þjóðunum í aðdraganda Íraksstríðsins, sem hann gaf sumarið 2004 fyrir rannsóknarnefndinni sem Butler lávarður stýrði. Fram höfðu komið ásakanir þess efnis að ríkisstjórnin hefði gert of mikið úr fyrirliggjandi upplýsingum í aðdraganda stríðsins í þeim tilgangi að réttlæta innrásina og þátttöku Breta í henni. Butler nefndin var sett á fót til þess að rannsaka þær ásakanir og í stuttu máli hreinsaði Blair forsætisráðherra og ráðuneytið af þeim.

Ross var fyrsti ritari sendinefndar Breta hjá Sameinuðu þjóðunum og fór sérstaklega með málefni Íraks. Í skriflegum vitnisburði hans til Butler nefndarinnar upplýsti hann að fyrir innrásina hefði það legið fyrir að engar upplýsingar væru um gereyðingavopnaeign Íraka fyrir innrásina og ennfremur að engin áform hefðu verið af hálfu Íraka um að ráðast á nágrannaríki sín eða Bretland og Bandaríkin. Ross sagði skýrt og skorinort að Blair hlyti að hafa vitað af þessu og benti m.a. á að breska ríkisstjórnin hefði aldrei haldið því fram fyrir Sameinuðu þjóðunum, meðan Ross var þar, að vopnaeign Íraka ógnaði Bretlandi eða hagsmunum þess.

Þetta gengur í berhögg við málflutning forsætisráðherrans á þeim tíma, en hann hélt því fram innrásin væri lögleg vegna þess að Saddam ætti gereyðingarvopn sem hægt væri að gera klár á innan við 45 mínútum og ógnuðu Breskum hagsmunum. Breska blaðið Independent gengur svo langt í frétt um málið þann 15. desember sl. að fullyrða að vitnisburður Ross sýni að Tony Blair hafi logið um vopnaeign Saddams Hussein og er varla hægt að mótmæla þeirri staðhæfingu.

Carne Ross var það misboðið vegna framferðis bresku ríkisstjórnarinnar að hann sagði upp störfum þremur mánuðum eftir að hann sendi skýrslu sína til Butler nefndarinnar og fórnaði fyrirsjáanlegum frama innan utanríkisþjónustunnar.
Framburði Ross hefur verið haldið leyndum vegna þess að breska utanríkisráðuneytið hótaði annars að kæra hann fyrir brot á lögum um ríkisleyndarmál. Ross var hins vegar tilbúinn að láta skýrslu sína af hendi við utanríksmálanefnd breska þingsins, enda yrði hann ekki ákærður með skírskotun til friðhelgi þingsins.

Þingnefndin var í þeirri stöðu að velja á milli þess að verja forsætisráðherrann og koma í veg fyrir að almenningur fengi að vita af ósannindum hans eða að gæta almannahagsmuna og sjá til þess að almenningur fengi réttar upplýsingar. Það má kannski orða svo að þingmennirnir í nefndinni urðu að gera það upp við sig hvort þeir ætluðu að verja sinn mann eða þjóna almenningi. Spila í liðinu með Blair eða að taka þátt í því að spila með breskan almenning.

Formaður nefndarinnar er að sjálfsögðu þingmaður Verkamannaflokksins, Independent kallar hann "government loyalist" hann vildi að sjálfsögðu íhuga málið vel og vandlega en annar þingmaður nefndarinnar úr Verkamannaflokknum var ósammála og beitti sér fyrir því að nefndin fengi vitnisburðinn og að hann yrði svo gerður opinber. Eftir lokaðan fund í nefndinni, þar sem mikið mun hafa gengið á að sögn Independent, varð niðurstaða nefndarinnar að. afla sér vitnisburðar Ross og birta hann á netinu Svo virðist að Utanríkisráðuneytið hafi ekki viljað standa við hótun sína um málssókn þegar á reyndi, því þingmennirnir fengu fullvissu frá ráðuneytinu um að birtingin bryti ekki í bága við umrædd lög um ríkisleyndarmál.

Niðurstaðan er sú að þingnefndin stóðst prófið, þingmennirnir gættu almannahagsmuna, en ekki perónulegra hagsmuna forystumanns stjórnarflokksins sem var búinn að koma sér í vandræði. Af þessu fordæmi Breta geta ýmsir lært þarfa lexíu.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli