Frétt

bb.is | 19.03.2002 | 09:38Félagsmálanefnd eindregið á móti sölu áfengis í matvöruverslunum

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Á fundi félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar er haldinn var föstudaginn 8. mars sl. voru lögð fram og samþykkt einróma drög að umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. Í umsögn nefndarinnar kemur fram eindregin afstaða gegn sölu áfengis í matvöruverslunum og ýmislegt talið upp er mælir að áliti nefndarinnar gegn slíku. Vegna samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi frumvarpið komu tveir nefndarmenn með yfirlýsingu þar sem þeir sögðust harma vinnubrögð bæjarstjórnar sem ítrekaði áskorun til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis án þess að bíða eftir umsögn félagsmálanefndar um lagafrumvarp þar að lútandi, sem þó hafði verið óskað eftir.
Í umsögn sinni telur nefndin margt upp máli sínu til stuðnings. Meðal þess sem félagsmálanefnd bendir á og segir mæla gegn áfengissölu í matvöruverslunum er að kaupmenn myndu hugsanlega hegða sér eins með sölu á áfengi og þeir hafa margir gert með sölu á tóbaki, en nefndin segir að alltaf finnist einhverjir sem sniðganga tóbaksvarnarlög er kveða á um að ekki megi selja tóbak til fólks er ekki hefur náð átján ára aldri. Telur nefndin eðlilegast að þeir sem fengju leyfi til áfengissölu yrði gert að leggja verslunarleyfi sitt að veði þannig að stæðu þeir ekki sína plikt ættu þeir á hættu að missa það.

Auk þess telur félagsmálanefndin að óljóst sé hverjir ættu að fylgjast með að reglum um sölu áfengis sé framfylgt, hvort að það sé verkefni ríkisins eða sveitarfélaganna, og hvaða skorður yrðu settar mögulegum áfengisseljendum. Sérstaklega telur nefndin nauðsynlegt að komast að hvort að unglingar gætu unnið við að selja téðan varning þar eð þeir væru óneitanlega veikari á svellinu þegar þeir þyrftu að neita jafnöldrum sínum eða kunningjum um kaup á bjórkippu.

Einnig segir að tilgangur frumvarpsins gangi beint á heilbrigðisáætlun sem Alþingi samþykkti á síðasta ári og þegar öll kurl séu komin til grafar sé næsta víst að tilfærsla léttvíns- og bjórsölu til matvöruverslana geri starf þeirra sem vinna að forvörnum erfiðara og jafnvel allt starf er unnið hafi verið hingað til með öllu gagnslaust.

Ef lögin verða samþykkt telur félagsmálanefndin að ýmsa hluti þurfi að athuga:
„-Búast má við að úrval minnki verulega frá því sem nú þekkist, þar sem þá myndi ráða lögmál framboðs og eftirspurnar og varla færu verslanir að sitja uppi með góð og um leið dýr vín sem seldust lítið. Eftir stæði léttasta söluvaran: nokkrar ódýrar gerðir léttvína og algengasti bjór á markaðnum. Vildu menn annað yrði að panta það að sunnan?
-Ólíklegt er að verð lækki eins og margir vilja láta í veðri vaka. Varla færi ríkið að lækka álagningu sína á áfengi og síðan kæmi álagning verslunarinnar til. Út kæmi sama eða hærra verð en áður. Færi svo að verslunum yrðu settar strangar reglur um sölu áfengis má búast við verðhækkun – ekki lækkun“. Að auki tekur nefndin fram að hún telji það hulda ráðgátu hvernig það komi frelsi við hvort kaupa megi vín í einni búð en ekki í annari; ánauð hafi verið afnumin á Íslandi þegar vistarband var aflagt um 1894 og hér á landi hafi ríkt almennt frelsi allar götur síðan.

Undir þessa umsögn félagsmálanefndar skrifuðu sex meðlimir félagsmálanefndar, þau Laufey Jónsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Védís Geirsdóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli