Frétt

bb.is | 19.12.2006 | 11:01Föst yfirvinna verði skorin niður um 25%

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

Bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ hafa lagt fram tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2007, en eins og kemur fram í grein frá Sigurði Péturssyni, oddvita flokksins, er nokkur kurr í minnihlutanum vegna umræðu um fjárhagsáætlun bæjarins. Þar segir m.a.: „[Í frumvarpi til fjárhagsáætlunar] kemur fram að staða bæjarsjóðs eftir kosningaárið 2006 er slæm og meirihluti bæjarstjórnar stendur ráðalaus gagnvart þeim erfiðleikum sem við blasa. Við skoðun frumvarpsins kemur kaldur og nakinn sannleikur í ljós: Viðvörunarorð Í-listans frá því fyrir kosningarnar í maí eru staðfest í einu og öllu. Niðurstaðan sýnir að fjárhagsstaða Ísafjarðarbæjar er mjög erfið. Allt tal Sjálfstæðismanna um svartsýnisraus og niðurrif andstæðinganna fyrir kosningarnar í vor sannast nú að vera vísvitandi blekkingar og ósvífinn áróður, þar sem þeir höfðu bestu hugsanlegu aðstæður til að vita allt um stöðu mála með starfandi bæjarstjóra í fyrsta sæti. Viðvaranir Í-listans um veikan tekjugrunn vegna fækkunar starfa og sólundun ættarsilfursins sem fékkst með sölu Orkúbúsins, standa eftir sem orð í tíma töluð. Það sannast nú að þar var síður en svo of djúpt í árinni tekið.“

Tillögur bæjarfulltrúa Í-listans, sem lagðar verða fram á bæjarstjórnarfundi næstkomandi fimmtudag ásamt útreikningum vegna sparnaðar og útgjalda:

„Sparnaðartillögur og tekjuaukning:

1. Föst yfirvinna samkvæmt ráðningarsamningum verði skorin niður um 25% (undanskildir eru samningar sem lækkaðir hafa verið á síðustu mánuðum).

2. Yfirvinnuþak verði sett á allar deildir og stofnanir. Yfirvinna skorin niður um 10% að meðaltali.

3. Bifreiðastyrkir samkvæmt ráðningarsamningum verði skornir niður um 25%.

4. Föst laun bæjarstjóra verði lækkuð um kr. 160.000 á mánuði, í samræmi við breytingar á störfum hans eftir að hann var kjörinn formaður Sambands isl. sveitarfélaga. Ennfremur verði bifreiðastyrkur og föst yfirvinna lækkuð um 30%.

5. Laun vegna nefndarstarfa hækki ekki frá því sem verið hefur síðastliðin ár. Laun formanna nefnda verði með 50% álagi í stað 100%.

6. Fasteignaskattur samkvæmt flokki C, lögaðilar (atvinnuhúsnæði), hækki úr 1,49% af mati í 1,65%.


Hagræðingartillögur:

1. Skipulagsbreytingar á skóla- og fjölskyldusviði. Markmið þeirra verði að færa ábyrgð aftur til einstakra stofnana.

2. Skíðasvæði verði sameinað Þjónustustöð (áhaldahúsi).

3. Unnið verði að skipulagsbreytingu varðandi slökkvistöð og sjúkraflutninga.


Tillögur til breytinga á frumvarpi til fjárhagsáætlunar:

1. Leikskólar. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir 5 ára börn frá 1. janúar 2007.

2. Sett verði að nýju upp Íslandskort á Grunnskóla Suðureyrar.

3. Framlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar hækki um 8%.

4. Gert verði ráð fyrir framlagi til sparkvallar á Flateyri.

5. Gert verði ráð fyrir framlag vegna útboðs á gámastöð við Suðureyri.

6. Framlag til undirbúnings og hönnunar hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

7. Framlag til leitar að heitu vatni í Skutulsfirði.


Sérstakar tillögur:

1. Afsláttur til ellilífeyris- og örorkuþega af fasteignaskatti og holræsagjaldi, vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota, verði hlutfallslega sá sami og hækkanir á þessum gjöldum samkvæmt fjárhagsáætlun.

2. Þjónustudeild Hlífar verði ekki lögð niður nema tryggt sé að aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta geti komið í staðinn þann tíma sem beðið er eftir nýju hjúkrunarheimili.

3. Ekki verði samþykkt heimild til sölu 7 íbúða á Hlíf - I á næsta ári (sbr. stefnuræðu bæjarstjóra bls. 3).

4. Framlag til byggingar nýs safnahúss í Neðstakaupstað, kr. 10.000.000 í fjárhagsáætlun 2006, verði sett á sérstakan biðreikning þar til unt verður að hefja framkvæmdir, en ekki fellt niður eins og segir í stefnuræðu bæjarstjóra.

5. Leitað verði samninga við K.S.Í. um byggingu þriggja grasvalla, á Flateyri, Suðureyri og í Hnífsdal, á kjörtímabilinu og jafnframt rætt við íbúasamtök á þessum stöðum um að koma að framkvæmdunum.

6. Framlög Ísafjarðarbæjar vegna þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og tómstundastarfi verði endurskoðuð og að því stefnt, að úthlutað verði ákveðinni upphæð til hvers barns á ári í þessu skyni. Hafnar verði viðræður við íþrótta- og tómstundafélög, Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar um þessa hugmynd.

7. Gengið verði frá lóð Tjarnar á Þingeyri (dvalarheimili aldraðra) á árinu 2007.

8. Gert verði ráð fyrir framlagi til stuðnings við innflytjendur og stefnumótunar í málefnum þeirra. Málið verði unnið í samstarfi við Fjölmenningarsetur á Ísafirði.“

eirikur@bb.isbb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli